hux

Gunnar fær fjárlaganefnd, Ágúst Ólafur viðskiptanefnd

Gunnar Svavarsson, oddviti Samfylkingarinnar í Kraganum, verður formaður fjárlaganefndar Alþingis.

Fjárlaganefndarformennska er allmikið starf, formaður nefndarinnar hefur einn þingmanna sérstaka skrifstofu á nefndasviði þingsins og sinnir varla nokkru öðru starfi en fjárlagagerðinni allt haustþingið. Það er talið að Einar Oddur Kristjánsson verði áfram varaformaður fjárlaganefndar en hann hefur látið svo að sér kveða í því hlutverki á síðasta kjörtímabili að bæði fjölmiðlar og ýmsir aðrir hafa umgengist hann sem væri hann formaður nefndarinnar. Haldi Einar Oddur áfram varaformennskunni verður að fyrsta áskorun Gunnars Svavarssonar sem alþingismanns að koma hinum óstýriláta Flateyrarjarli í skilning um það hver er foringinn í fjárlaganefnd.

uppfærsla kl. 19.16. Einar Oddur verður ekki varaformaður fjárlaganefndar heldur Kristján Þór Júlíusson. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband