hux

Athyglisvert

Athyglisverðar fréttir berast úr Skagafirði í gegnum svæðisútvarp Norðurlands. Þar segir: "Endurnýjunar er þörf í yfirstjórn Framsóknarflokksins. Þetta segir oddviti flokksins í  Sveitarstjórn Skagafjaðrar Hann íhugar að bjóða sig fram í embætti varaformanns flokksins." Ekki á ég von á að Gunnar Bragi Sveinsson ógni framboði Valgerðar Sverrisdóttur, sem nýtur mikils fylgis í öflugasta kjördæmi flokksins, á almennan stuðning á höfuðborgarsvæðinu og hefur væntanlega Landssamband framsóknarkvenna einhuga á sínu bandi. En það verður athyglisvert að fylgjast með þessu, ef af verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband