25.5.2007 | 22:19
Endar Króníkan fyrir dómi?
Nýr þingmaður Vinstri grænna og nýr varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins eru sitt hvoru megin borðsins sem lögmenn í athyglisverðri deilu um réttindi og skyldur launafólks, sem gæti komið til kasta dómstóla innan tíðar. Það er réttarstaða blaðamanna Króníkunnar sálugu sem deilt er um og hótanir um málshöfðun ganga á víxl milli aðila.
Útgáfu tímaritsins Króníkunnar var hætt í vetur eftir að sjö tölublöð höfðu verið gefin út. Reyndir blaðamenn, með margra ára reynslu, höfðu ráðið sig á Króníkuna og yfirgefið góð störf á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu til þess að taka þátt í útgáfu nýs fréttatímarits. Blaðamennirnir höfðu veriði fullvissaðir um að fjármögnun til sex mánaða útgáfu hefði verið tryggð áður en lagt var af stað í þennan leiðangur.
En fyrirtækið reyndist byggt á sandi. Eftir útgáfu sjöunda tölublaðsins kom skyndilega í ljós að útgáfufélag Króníkunnar hafði gert samning við útgefendur DV. Sá samningur virtist ganga út á það að leggja niður Króníkuna og bjóða starfsmönnunum að ráða sig til starfa á DV. Útefendur Króníkunnar, hjónin Sigríður Dögg og Valdimar Birgisson, réðu sig sjálf til DV en enginn blaðamannanna sá sér fært að fylgja þeim eftir. Þetta horfir þannig við starfsmönnunum að það eina sem útgefendur Króníkunnar hafi haft að selja hafi verið vinnusamningar við blaðamenn.
Blaðamennirnirr töldu sig eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti frá Króníkunni og hafa reynt að innheimta þær kröfur á hendur hjónunum Sigríði Dögg og Valdimar Birgissyni með fulltingi lögmannsstofu Atla Gíslasonar. Atli hefur árum saman verið lögmaður Blaðamannafélags Íslands en er nú orðinn þingmaður Vinstri grænna.
Lögmaður Sigríðar Daggar og Valdimars er hins vegar Dögg Pálsdóttir, nýr varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Nýlega barst blaðamönnunum bréf frá henni þar sem kröfum þeirra er vísað á bug og því hótað að blaðamennirnir verði sjálfir dregnir fyrir dóm fyrir að hafa rift með ólögmætum hætti samningi sínum við Króníkuna.
Þetta kemur blaðamönnunum mjög í opna skjöldu. Þeir töldu Króníkuna hafa rift samningum með því að lýsa því yfir að útgáfunni væri hætt fyrirvaralaust. Þeir telja að blaðamönnum beri engin skylda til þess að láta selja sig á milli óskyldra miðla án þess að hafa nokkuð um það að segja við hvers konar blað þeir vinna; mikill munur sé á því að starfa fyrir dagblað og vikublað. Allt stefnir því í að þessi deila fari í hart og gæti það komið í hlut dómstóla að ákveða hvort það sé hægt að ráða blaðamann í dag til þess að skrifa í t.d. Fréttablaðið og skipa honum svo að mæta til vinnu á Bleikt og blátt á morgun.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:44 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skemmtilegt dæmi sem þú tekur með Fréttablaðið og Bleikt og blátt. Hótanir lögmanns Krónikuhjónanna eru náttúrulega út í hött. Blaðamennirnir voru ráðnir til útgáfufélags Krónikunnar og að halda að það sé hægt að smala þeim eins og rollum yfir í annað fyrirtæki er það fáránlegasta sem ég heyrt.
Atli Fannar Bjarkason, 26.5.2007 kl. 00:09
Hlakka til að lesa komment hér frá bloggaranum Dögg Pálsdóttur....
Viðar Eggertsson, 26.5.2007 kl. 02:40
Eru blaðamenn eitthvað merkilegri en annað fólk? Ég veit ekki betur en ég hafi þurft að lúta því að vera seldur og sameinaður mörgum sinnum, án þess að vera nokkurntíma spurður um mína skoðun á því. Hvað er merkilegra að verða fylgja vinnuveitanda sínum á blaðamarkaði en í hugbúnaðargeiranum? Eru fyrirtækin á þessum mörkuðum nokkuð annað en fólkið sem á þeim starfar. Ég hef greinilega verið svona þæg rolla... kanski hrútur.
Haraldur Haraldsson, 26.5.2007 kl. 11:29
áhugaverður punktur Haraldur....fyrir ólöglærða menn er óskiljanlegt að ráða sig til vinnu hjá nýju fréttatímariti og þurfa svo að mæta til vinnu hjá Dagblaðinu DV sem er nokkrum skölum neðar í virðingastiganum...
ætli lögfræðingar DV segi ekki að ráðningarsamningur blaðamanna hafi verið við útgáfufélag Kronikunnar sem hafi verið keypt og ef engir fyrirvara voru í ráðningarsamningi þeirra eigi starfsmenn að fylgja með....svo geti þeir hætt að sjálfsögðu.....alveg eins og ef Stöð2 kaupir Skjár 1 þá fylgja starfsmenn með nema þeir sem vilji hætta sem er sjálfsagt....
en spurningin er fyrst og fremst held ég ef ég skil ofangreint blogg rétt að starfsmönnum var lofað 6 mánaða starfsemi hið minnsta og ef það var forsenda ráðningar þeirra væri hægt að segja eflaust að vanefndir krónikunnar séu þess eðlis að þeir séu lausir allra mála og eigi rétt á bótum.....
verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli.....sjálfur myndi ég aldrei taka það í mál að fara frá "Newsweek" fréttatímariti til götublaðs án þess að vera spurður og myndi fara fram á uppsagnarfrestur sé greiddur....
en lögmenn eru mikil ólikindatól oft á tíðum.....eins og ég segi, verður gaman að fylgjast með þessu máli.
Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:03
Við getum öll haft okkar skoðanir á DV, það skiptir bara engu máli. Svona gerast bara kaupin á eyrinni, maður fylgir með í pakkanum hvort sem manni líkar það betur eða verr. Yfirleitt fylgir því miður með í pakkanum að fólki er sagt upp, um það var ekki að ræða í Krónikumálinu og því er verið að uppfylla t.d. 6 mánaða ákvæðið. Vandamálið virðist vera að DV sé fyrir neðan virðingu fólks að starfa hjá, þann mælikvarða er einfaldlega ekki hægt að nota til neins. Jónína Ben og Björn Bjarna mundu t.d. væntanlega hafa svolítið aðra skoðun á því að vera sameinaður fyrirtækjum í eigu Baugsfeðga en ég, en það bara skiptir engu máli... nema maður sé kanski blaðamaður?!?!?
Haraldur Haraldsson, 27.5.2007 kl. 12:52
.....Haraldur, eftir að hafa hugsað aðeins um þetta er ljóst að það er útilokað að hægt sé að kaupa fyrirtæki í þeim tilgangi að leggja það niður - og skikka svo starfsfólk til að vinna allt aðra vinnu en það réð sig til......það gengur bara ekki upp.
Kjarninn er samt sá að þessi hjónakorn virðast vera soldið úti að aka hérna....hvað þá hótun þeirra að lögsækja starfsfólk fyrir að krefjast réttar síns.
Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 18:10
Þetta Krónikumambó snýst fyrst og fremst um það að starfsmenn ráða sig til útgáfufélags, eru ráðnir til að skrifa í Krónikuna. Útgáfufélag DV kaupir vissulega reksturinn, eða svo var sagt, en útgáfu Krónikunnar var hætt. Það þýðir að veruleg breyting hefur orðið á starfsskilyrðum þeirra sem réðu sig til Krónikunnar. Þeir réðu sig til að skrifa í vikurit tiltekinna eigenda en eru svo allt í einu settir undir þá sök að skrifa í dagblað sem þeim kannski líkar misvel að vinna við. Þá hef ég skilið það þannig að vinnuveitandi beri ábyrgð á riftun á ráðningarsamningi eða ráðningarsambandi þegar slíkar breytingar verða og þær eru viðkomandi starfsmönnum í óhag eins og ég hef heyrt þá sjálfa, fyrrverandi starfsmenn Krónikunnar túlka það.
Svo má endalaust velta fyrir sér formsatriðunum, skyldu þau heiðurshjón t.d. hafa sinnt lagaskyldu um upplýsingagjöf vegna aðilaskiptanna? Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það. Illskan í málinu segir þó eitthvað og eftirleikurinn sem fylgdi í kjölfar svokallaðra kaupa DV á Krónikunni og hvað... riftunar....?
Það verður mjög spennandi að sjá lyktir málsins. Ég treysti Atla Gíslasyni til að ljúka því með sóma fyrir þá starfsmenn sem átti að fara illa með að mínu viti.
Haraldur gleymir einu þegar hann talar um að hann sé líkt og þræll, margseldur og keyptur. Hann hefur stjórnarskrárvarinn rétt til að velja sér þann vinnustað sem hann kýs.
Það er því dálítið skrýtið að kasta því fram líkt og Haraldur gerir að blaðamenn séu merkilegri en aðrir. Þetta snýst ekki um það. Það er sitthvor hluturinn ef eigendaskipti verða og reksturinn heldur áfram lítt breyttur eða óbreyttur og svo hitt ef um er að ræða kaup á félagi og niðurlagningu rekstrar, líkt og í tilviki Krónikunnar. Eða hefur Haraldur keypt mörg ný tölublöð af Krónikunni eftir að Útgáfufélag DV keypti og hætti svo við að kaupa?
Ef það teljast ekki verulegar breytingar og starfsmanni í óhag, að ráða sig til vikurits á titleknum launum og með tiltekinni vinnutilhögun en eiga svo að sæta því að alls óskyldur aðili kaupi upp vinnusamninginn, leggi niður þann miðil sem viðkomandi réði sig til að skrifa í, skikki viðkomandi í staðinn í dagblaðsvinnu með tilheyrandi breytingum á vinnutíma og öðru, ja þá veit ég ekki hvað telst verulegt.
Þetta á að vera svo skýrt að það á ekki að þurfa að eyða tíma lögfræðinga eða starfsmanna í þetta mál. Þau heiðurshjón eiga bara að gera upp við það starfsfólk sem ekki vildi lúta því að vera selt eins og skepnur. Ábyrgðin á riftun ráðningarsamnings hlýtur að vera þeirra og Útgáfufélags DV. Svo miklar breytingar hafði þetta spil í för með sér fyrir starfsmenn. Vonum að venjulegt starfsfólk njóti enn lágmarks réttinda og verndar.
blaðamaður (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 23:51
Þetta Krónikumambó snýst fyrst og fremst um það að starfsmenn ráða sig til útgáfufélags, eru ráðnir til að skrifa í Krónikuna. Útgáfufélag DV kaupir vissulega reksturinn, eða svo var sagt, en útgáfu Krónikunnar var hætt. Það þýðir að veruleg breyting hefur orðið á starfsskilyrðum þeirra sem réðu sig til Krónikunnar. Þeir réðu sig til að skrifa í vikurit tiltekinna eigenda en eru svo allt í einu settir undir þá sök að skrifa í dagblað sem þeim kannski líkar misvel að vinna við. Þá hef ég skilið það þannig að vinnuveitandi beri ábyrgð á riftun á ráðningarsamningi eða ráðningarsambandi þegar slíkar breytingar verða og þær eru viðkomandi starfsmönnum í óhag eins og ég hef heyrt þá sjálfa, fyrrverandi starfsmenn Krónikunnar túlka það.
Svo má endalaust velta fyrir sér formsatriðunum, skyldu þau heiðurshjón t.d. hafa sinnt lagaskyldu um upplýsingagjöf vegna aðilaskiptanna? Ekki ætla ég að fullyrða neitt um það. Illskan í málinu segir þó eitthvað og eftirleikurinn sem fylgdi í kjölfar svokallaðra kaupa DV á Krónikunni og hvað... riftunar....?
Það verður mjög spennandi að sjá lyktir málsins. Ég treysti Atla Gíslasyni til að ljúka því með sóma fyrir þá starfsmenn sem átti að fara illa með að mínu viti.
Haraldur gleymir einu þegar hann talar um að hann sé líkt og þræll, margseldur og keyptur. Hann hefur stjórnarskrárvarinn rétt til að velja sér þann vinnustað sem hann kýs.
Það er því dálítið skrýtið að kasta því fram líkt og Haraldur gerir að blaðamenn séu merkilegri en aðrir. Þetta snýst ekki um það. Það er sitthvor hluturinn ef eigendaskipti verða og reksturinn heldur áfram lítt breyttur eða óbreyttur og svo hitt ef um er að ræða kaup á félagi og niðurlagningu rekstrar, líkt og í tilviki Krónikunnar. Eða hefur Haraldur keypt mörg ný tölublöð af Krónikunni eftir að Útgáfufélag DV keypti og hætti svo við að kaupa?
Ef það teljast ekki verulegar breytingar og starfsmanni í óhag, að ráða sig til vikurits á titleknum launum og með tiltekinni vinnutilhögun en eiga svo að sæta því að alls óskyldur aðili kaupi upp vinnusamninginn, leggi niður þann miðil sem viðkomandi réði sig til að skrifa í, skikki viðkomandi í staðinn í dagblaðsvinnu með tilheyrandi breytingum á vinnutíma og öðru, ja þá veit ég ekki hvað telst verulegt.
Þetta á að vera svo skýrt að það á ekki að þurfa að eyða tíma lögfræðinga eða starfsmanna í þetta mál. Þau heiðurshjón eiga bara að gera upp við það starfsfólk sem ekki vildi lúta því að vera selt eins og skepnur. Ábyrgðin á riftun ráðningarsamnings hlýtur að vera þeirra og Útgáfufélags DV. Svo miklar breytingar hafði þetta spil í för með sér fyrir starfsmenn. Vonum að venjulegt starfsfólk njóti enn lágmarks réttinda og verndar.
Pétur Gunnarsson, 28.5.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.