25.5.2007 | 10:41
Gleðifrétt dagsins
Athylgisverðar fréttir, sem haldið er fram í einni af forsíðufréttaskýringum Moggans í dag. Sagt er að S-hópurinn svokallaði hætti með öllu að skipta sér af flokksstarfi Framsóknarflokksins þar sem þeir hafi þar engin vígi að verja lengur.
Þetta eru sannarlega gleðitíðindi ef rétt reynist. Nú veit ég ekki hvort þessi S-hópur hefur grætt eitthvað á þeim tengslum sem haldið hefur verið á lofti að séu svo mikil milli hans og Framsóknarflokksins en hitt þykist ég vita að Framsóknarflokkurinn hefur ekki hagnast á því samlífi, - öðru nær. Líklega er það lífsspursmál fyrir flokkinn að losna undan þeim ennisstimpli sem hann hefur borið með réttu eða röngu vegna þessa sambands.
Og þarna er því líka haldið fram að téður S-hópur líti ekki lengur á Björn Inga sem framtíðarformann í flokknum. Það er ánægjulegt fyrir vini Björns Inga að fá þarna staðfest að hann hefur ekki reynst þeim leiðitamur sem vilja blanda saman pólitík og viðskiptum. Svo veit ég að það er vitleysa sem S-hópurinn lætur hafa þarna eftir sér að Björn Ingi hafi lýst áhuga á formennsku í Framsóknarflokknum eða öðru forystusæti nú þegar Jón Sigurðsson hefur stigið af sviðinu. Þarna er e.t.v. komin skýring á þeim rógburði, sem farið hefur í gang undanfarið innan flokksins gagnvart Birni, og hefur m.a. ratað inn á einstaka síður hér á blog.is.
Svo fagna ég því sérstaklega að Valgerður vilji verða varaformaður með Guðna, það er ekki vanþörf á að þau Guðni, tveir reyndustu leiðtogar flokksins, taki nú höndum saman og leiði hann á því skeiði sem framundan er.
Valgerður gefur kost á sér í embætti varaformanns Framsóknarflokks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:08 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef mikla trú á Birni Inga og get ekki ímyndað mér að hann láti auðhring múta sér og verði honum þar með háður eins og dæmi eru um aðra unga stjórnmálamenn.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.5.2007 kl. 16:41
Sæll Pétur
Valgerður er góður kanditat í þetta embætti. Við getum öll verið sammála um það. Verðum við samt ekki líta til framtíðar? Við erum að reyna hasla okkur völl hér á mölinni og eðlilegt að við tilnefnum einstakling héðan í varaformannsembættið. Ég hef talað fyrir því að Siv eigi að sækjast eftir embættinu. Hún er jú eini þingmaður Framsóknarflokks á höfuðborgarsvæðinu.
Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 19:05
Sæll Jóhann, ég man líka aðeins eftir þessu og einmitt segi ég að ég viti það ekki af því að eitt var ólíkt með þeim sem keyptu Búnaðarbankann og Landsbankann, þ.e. þeir sem keyptu B'unaðarbankann buðu hæsta verð af þeim sem sendu inn tilboð en þeir sem keyptu Landsbankann buðu lægsta verð af þeim sem sendu inn tilboð.
Ólafur, Siv er orðinn þingflokksformaður og þar með komin í framkvæmdastjórn og ég held að hún hafi ekki áhuga á þessu heldur styðji Valgerði. Ég held að brýnustu verkefnin hér á höfuðborgarsvæðinu séu innri verkefni.
Pétur Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 09:43
....er ekki rétt að taka VÍS með í dæmið kæri Pétur ? Var það ekki tekið úr einkavæðingarferli Landsbankans og selt á 6.8 milljarðar og selt 3 árum seinna á um 30 milljarða af S-hópnum góða ?
og búbbinn...well, fyrrum viðskiparáðherra íslands gerði góð kaup þar ásamt vinum sínum og hvað hæsta verðið varðar...well done.
Jon Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:13
Jón, ég er ekki að verja neitt af þessu einn millimetra, en einhverra hluta vegna hefur Landsbankadæmið einfaldlega aldrei fengið neina umfjöllun, þó var það t.d. vegna þess sem Steingrímur Ari sagði af sér sem formaður einkavæðinganefndar
Pétur Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 13:11
......ég sem taldi að formaðurinn hefði sagt af sér vegna búbbans og vis...ok, þú segir fréttir.....en svo má bæta við að þeir fengu um 700 millu afslátt að auki á sölu lansans vegna gjaldþrots Frjálsrar Fjölmiðlunar....var ekki verið að taka inn peninga frá útlöndum osvfrv sem var meginástæðan fyrir sölunni á lansanum ?
jon sigurðsson (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 18:43
Sú var uppgefin ástæða Jón en hvernig það gekk eftir veit ég ekki, en sem sagt Steingrímur Ari Sagði af sér út af Landsbankanum.
Pétur Gunnarsson, 26.5.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.