23.5.2007 | 11:47
Nýja stóriðjustefnan: Árangur áfram - ekkert stopp!
Gárungarnir hafa sagt undanfarin ár að það skipti engu máli hvern mann kjósi maður sé alltaf að kjósa Framsóknarflokkinn. Mér datt þetta í hug þegar ég horfði á blaðamannafund Ingibjargar Sólrúnar og Geirs Haarde sem stendur yfir í þessum orðum skrifuðum. Þau voru að útskýra stóriðjustefnuna og þegar ég hlustaði heyrði ég ekki betur en að stefnunni mætti lýsa með þessum orðum: Árangur áfram - ekkert stopp. Þannig að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ætlar sér að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins í virkjana- og stóriðjumálum. Gárungarnir virðast hafa eitthvað til síns máls, það þarf ekki að kjósa framsókn til þess að tryggja stefnu framsóknar framgang.
Á mbl.is segir: "Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði að í þessu fælist ekki formlegt stóriðjustopp. Við erum ekki að beita stjórnvaldsaðgerðum til að stöðva orkufyrirtæki," sagði Geir."
Stefnt að lækkun skatta á kjörtímabilinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sem sagt Fagra Álver en ekki Fagra Ísland....
Oddur Ólafsson, 23.5.2007 kl. 12:33
Til hamingu með samstarfið við Byr! Auglýsingin er ekkert alltof truflandi, tekur sig bara vel út.
Kallaðu mig Komment, 23.5.2007 kl. 13:52
Já mér finnst þetta bara ágætt, Komment, þakka þér.
Pétur Gunnarsson, 23.5.2007 kl. 14:38
Framsókn er þá Guðjón bak við tjöldin.
Svava frá Strandbergi , 23.5.2007 kl. 19:58
Ég heyrði brandarann svona: það er alveg sama hvað maður kýs, alltaf kemur Finnur Ingólfsson upp úr kjörkassanum. Örlítið breytt merking. Gat ekki stillt mig um að smella á þig, þrátt fyrir auglýsinguna.
María Kristjánsdóttir, 24.5.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.