hux

Þættinum hefur borist bréf

Þættinum hefur borist bréf frá manni að nafni Jón Sigurðsson, nei það er ekki sá, heldur einhver allt annar. Reyndar er þetta opið bréf ætlað Hinrik Kristjánssyni, útgerðarmanni í Kambi á Flateyri, en ég ætla að birta það. Það hljóðar svo:
Kæri Hinrik, útgerðarmaður á Flateyri,
Það er erfitt að hlusta á þær fréttir sem berast nú af Flateyri.  120 manns sem missa vinnuna og byggðarlagið í áfalli og gríðarlegir erfiðleikar framundan. Fasteignir nánast verðlausar og litla sem enga atvinnu að fá þarna.
Nú kann þessi tillaga mín að virðast algerlega óviðeigandi , en í ljósi þess að skv. fréttum er verðmæti gjafakvótans sem Kambur á - og er að selja þessa dagana, um 7 Þúsund milljóna króna virði þá er spurning hvort Kambur gæti kannskti styrkt hvern starfsmann hjá sér um segjum 10 milljónir ?
Eftir stæðu 5.800 milljónir sem ætti að duga vel til elliáranna - og ef þú vilt vera virkilega höfðingjalegur þá myndu t.d. 20 milljónir gera kraftaverk fyrir flesta starfsmennina en þá ættir þú ekki nema um 4.600 millljónir eftir.
Eins og ég segi að ofan, þá biðst ég afsökunar ef þessi tillaga er dónaleg eða óviðeigandi í þínum augum - en einhvern veginn finnst manni að hluti af þessum 7 þúsund milljóna gjafakvóta ætti að renna til starfsmanna sem nú sjá ekkert framundan nema hrun og erfiðleika.
En kannski er það algerlega óviðeigandi og fáranleg tilhugsun og gjafakvótinn sé séreign útgerðarmanna - hvað veit ég, borgarbarnið sem aldrei hefur migið í saltan sjó?
Þú kannski lætur mig vita?

Bestu kveðjur,
Jón Sigurðsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ársæll Níelsson

Eftir því sem mér skilst þá keypti Kambur til allan þann kvóta sem nú stendur til að selja á brott, því er tæplega hægt að tala um gjafakvóta í þessu tilfelli. Ástæða sölunnar mun svo vera slæm skuldastaða sem, samkvæmt fréttum, verður til þess að eftir að buið er að greiða upp skuldir fyrirtækisins er "aðeins" um 1.000 milljónir eftir. Spurning um að reikna dæmið upp á nýtt með þetta í huga.
Tek það samt fram að ég er enganveginn að reyna að réttlæta það að heilt byggðarlag sé svipt lífsviðurværi sínu. Þarna er kvótakerfið í sinni verstu mynd að sýna tennur sínar.

Ársæll Níelsson, 21.5.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Pétur þú ert nú skarpari en svo að setja svona bull á síðuna hjá þér. Ef þú hefur lesið þetta áður en þú settir þetta inn(sem ég stórefa) þá veistu það sjálfur að megnið af upplausnarverði Kambs fer í að borga skuldir sem stofnað var til þegar kvótinn og bátarnir voru keyptur, og þar fyrir utan standa mjög tæknilega fullkominn fiskvinnsluhús sem ekki fæst króna fyrir. Þessi Jón Sigurðsson getur ekki verið nema svona tíu ára miðað við þetta bull. Held að þú sem reyndur blaðamaður ættir frekar að reyna að kafa ofan í þann vanda sem steðjar að landsbyggðinni og fyrirtækjum í útflutningi en að vera að eyða tíma í svona bull.

Ingólfur H Þorleifsson, 21.5.2007 kl. 22:37

3 identicon

Kæri Ingólfur,

Mér fróðir menn segja að eftir að skuldir séu dregnar frá standi eftir um 1000 milljónir....er það bull ?

þú kannski segir þetta bull lika ???

1.

Sægreifarnir spretta upp einn af öðrum þessa dagana. Fyrir mánuði síðan seldi Kristinn Aðalsteinsson þriðjungshlut sinn í Eskju, áður Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Kristinn, sem er sonur Aðalsteins Jónssonar, Alla ríka, fékk tvo milljarða, tvö þúsund milljónir króna, fyrir hlut sinn. Hann er annar afkomandi Alla ríka sem selur hlut sinn en áður seldi Elvar Aðalsteinsson og flutti til Lundúna þar sem hann lifir í þeim vellystingum sem kvótaauðurinn leyfir. Kristinn er einnig fluttur til Lundúna. Eskja er nú að meirihluta í eigu Bjarkar Aðalsteinsdóttur og eiginmanns hennar, Þorsteins Kristjánssonar aflaskipstjóra. Fyrirtækið sjálft ber skuldir vegna sölu sægreifanna tveggja. Víst er að sala afkomendanna hugnast ekki Alla ríka, sem nú er háaldraður á elliheimili. Hann lagði alla sína tíð áherslu á að halda uppi atvinnu fyrir fólkið í sínu byggðarlagi en nýtti sér ekki kvótaauðinn til þess að lifa lúxuslífi ...

2.

Á meðal þeirra sem selt hafa kvóta sinn að undanförnu er aflakóngurinn Guðmundur Einarsson í Bolungarvík. Guðmundur var aflakóngur á smábátum um árabil og byggði upp aflareynslu sem nú hefur skilað honum mörg hundruð milljóna króna kvótagróða við sölu aflaheimilda til Jakobs Valgeirs hf., fyrirtækis feðganna Flosa Jakobssonar og Jakobs Flosasonar í Bolungarvík en Flosi og Jakob eru nú um það bil að kaupa hluta af kvóta Kambs á Flateyri.

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þessi skrif Jóns Sigurðssonar eru held ég því miður að gefa okkur innsýn í það sem margt venjulegt fólk er að þenkja varðandi umræðu um sjávarútveginn. Auðvitað vita það allir sem eitthvað þekkja til sjávarútvegsins að hlutirnir eru ekki svona, en það er ekki nóg að við sem eitthvað þykjumst um þetta vita höfum það fyrir okkur, almenningur í þessu landi verður að setja sig inní hvað er að gerast í þessari undirstöðu þjóðfélagsins okkar....

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 21.5.2007 kl. 23:20

5 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Kæri nafni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sagt skilið við gamla tíma eins og þinn flokkur. Á Flateyri sem annars staðar var kjörorðið "Stétt með stétt!" í gamla daga sem hefði kostað milljónir nú en 2007 var það "Ef þið kjósið ekki D þá loka ég sjoppunni!".

Pétur Tyrfingsson, 22.5.2007 kl. 02:04

6 identicon

tekið af mannlif.is....er þetta lika bull Hafsteinn og Ingólfur ???

Mogginn birtir í dag drottningarrviðtal við sægreifann Hinrik Kristjánsson á Flateyri þar sem allt miðar að því að réttlæta það að Kambur selji afkomumöguleika almennings á Flateyri. Í fyrirsögn segir að Kambur hafi í tvígang þurft að kaupa kvóta sinn. Hjörtur Gíslason blaðamaður gleymir að láta þess getið að stór hluti kvóta Kambs varð til með því að smábátar sem stunduðu frjálsa sókn voru settir í kvóta en það var einmitt Hinrik Kristjánsson sem barðist fyrir því og er nú á leiðinni út úr greininni með milljarð króna. DV tæklar mál Kambs með öðrum hætti í dag. Blaðið ræðir við Jón Helga Kocinski sjómann sem staðfestir það sem sagt var frá á mannlif.is varðandi inngrip framkvæmdastjóra Kambs í kosningabaráttuna. Hinrik gekk þá á milli fólks og hótaði lokun fyrirtækisins ef fólk kysi ekki Sjálfstæðisflokkinn. Jón Helgi og fjölskylda hans eru á meðal þeirra sem keypt hafa hús á Flateyri í trausti þess að þar sé trygga atvinnu að hafa ...

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 09:38

7 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Jón, ég sagði hvergi að það yrði ekki einhver afgangur. En eins og þú setur dæmið upp í þessu bréfi þínu þá er Hinrik að fara með 7 milljarða í vasanum og það er bull og þú veist það jafn vel og ég. Ég sé ekkert athugavert við að maður sem er búinn að vera í 25 ár að byggja upp sitt fyrirtæki hagnist um einhvern pening. Hver er munurinn á að selja 50 tonn eða 2700, þetta er hans eign og hann er búinn að kaupa þetta og getur ráðstafað því eins og honum sýnist.

Ingólfur H Þorleifsson, 22.5.2007 kl. 10:35

8 identicon

Kæri Ingólfur,

Sjálfsagt að leiðrétta tölunar 7 milljarðar - sú tala kom hjá RÚV um daginn. Eftir stendur að það er leitun að atvinnugrein sem hefur svo erfið rekstrarskilyrði að nauðsynlegt sé að loka fyrirtækinu og innleysa cirka þúsund milljónir eða svo...að ekki sé talað um aðra aðila sem ég nefni að ofan og er fengið af mannlif.is

Kvótakerfið er eflaust mjög gott kerfi til að stjórna fiskveiðum og hagstjórnartækni jara jara jara.....það er bara þessi litli angi þess, þ.e. að einstaklingar geti selt sig úr greininni og labbað burt með þúsundir milljóna eins og t.d. afkomendur Alla ríka gerðu á Eskifirði sem misbýður réttlætiskennd flestra eðlilegra einstaklinga. Kambur fékk líka úthlutað sínum kvóta....as you read above án endurgjalds.

En því miður er Ísland soldið líkt USA þegar kemur að lobbíhópum, þ.e. þrýstihópum eins og LÍU.......þingið þorir ekki að breyta alveg eins og þingin í USA eru nánast gíslar allskyns lobbýhópa eins og NRA og fleiri góðra aðila.

Ef þú sérð ekki vitleysuna hvað þennan EINSTAKA þátt kvótakerfisins ræðir þá er tilgangslaust að rökræða frekar - þú hefur alveg rétt að hafa þá skoðun.

Manstu eftir samherjafrændanum sem nennti ekki lengur þessu slori og seldi sinn hluta og labbaði burt með rúmlega 3000 milljónir ?

Over and out !!!

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:00

9 Smámynd: Gorgeir og Lýgteinstæn teknólógí grúpp

Ég man ekki betur en Hinrik hafi staðið mótmælastöðu á Austurvelli þegar aukategundir smábáta voru settir í kvóta. Hættið svo þessu bulli.

Gorgeir og Lýgteinstæn teknólógí grúpp, 22.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband