21.5.2007 | 10:36
Frankenstein á sterum
Það var athyglisvert að hlusta á fréttaskýringuna sem María Sigrún Hilmarsdóttir var með í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi um afstöðu manna í Sjálfstæðisflokknum til myndunar ríkisstjórnar með Samfylkingunni. Upplegg Maríu Sigrúnar var Reykjavíkurbréfið þar sem fram kom það sem sérfræðingar kalla vænisjúkar haldvillur um að í framtíðinni kunni Ingibjörg Sólrún að kasta nýja samstarfsflokknum á dyr til þess að fá sjálf að verða forsætisráðherra fyrst kvenna.
Það er ljóst að María Sigrún hefur góð tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Henni hefur gengið afar vel að fá áhrifamenn í þeim flokki til að tjá sig af hjartans einlægni og án þess að koma fram undir nafni. Vitaskuld eru margir þeirra ánægðir með stjórnarsamstarfið en öðrum er hreint ekki hlátur í huga. Tvö eftirminnileg atriði í nánast orðréttri endurritun þess sem fram kom í frétt Ríkissjónvarpsins í gær um hug ónefndra áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum til stjórnarsamstarfs við Samfylkinguna:
Aðrir tóku undir með Reykjavíkurbréfi og að með samstarfinu væru sjálfstæðismenn búnir að blása lífi í Frankenstein, ekki nóg með það því þeir hafi einnig gefið honum stera.
Ýmsir sjálfstæðismenn taki undir það þegar framsóknarmenn tali um Baugsstjórnina og bendi á að forysta Baugs hafi lagt áherslu á tvennt: að Jón H. B. Snorrason verði ekki ríkissaksóknari og að Björn Bjarnason verði ekki ráðherra. Hið fyrra hafi þegar gengið eftir og nú spyrji margir hvort Björn Bjarnason sé á ráðherralista Geirs H. Haarde.
Segir Ríkissjónvarpið. Það stefnir greinilega í athyglisverðan fund í flokksstjórn eða miðstjórn Sjálfstæðisflokksins þegar nýi stjórnarsáttmálinn verður samþykktur. Væri ekki tilvalið að halda þann fund í Borgarnesi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
GÓÐUR!
Einar Ben Þorsteinsson, 21.5.2007 kl. 22:37
Þú hér !
Pétur Gunnarsson, 21.5.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.