hux

Hversu nýleg?

Þessi frétt var á Stöð 2 í gær: "Nýleg skoðanakönnun, sem Capacent Gallup hefur gert á Norðausturlandi, leiðir í ljós að 69,5% íbúa eru hlynnt byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Yfir 80% telja að bygging álvers myndi hafa jákvæð áhrif á búsetuskilyrði til lengri tíma á Norðurlandi.
Í könnun sem gerð var í desember sl. mældist stuðningur við álvershugmyndir á Bakka 58,2% á Norðausturlandi. Á Húsavík mælist stuðningurinn í nýju könnuninni 83% en var tæp 76% í desemberkönnuninni."

Þarna kom einnig fram að fleiri eru nú jákvæðir gagnvart álversframkvæmdum á Reyðarfirði en í desember. En það var aðallega orðið nýleg sem ég staldraði við. Ekki kemur fram hvenær könnunin var gerð né fyrir hvern. Það er frekar óvenjulegt. Ég held ég gefi mér bara að hún hafi verið gerð í aðdraganda kosninganna og að ekki hafi verið ákveðið að spila niðurstöðunum út strax af pólitískum ástæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Hún er nýleg svona miðað við aldur jarðar held ég. Annars var þessi könnun gerð í mars/apríl, hún kom við hér meira að segja en ætli menn hafi viljað birta hana í kosningabaráttunni. Það gæti þó auðvitað verið að á þeim bænum hafi menn bara ekki haft tíma til að vinna úr henni vegna anna við framkvæmd kosningakannana

Ragnar Bjarnason, 21.5.2007 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband