hux

Hvað ætli Helle og Mona segi?

Ég var að velta því fyrir mér hvað þær Mona og Helle, norrænu jafnaðarmannaleiðtogarnir sem heimsóttu landsfund Samfylkingarinnar, muni segja þegar þær fá af því fréttir að Ingibjörg Sólrún, stallsystur þeirra hér á sögueyjunni, sé að mynda ríkisstjórn með hægriflokknum hér. Það mundu jafnaðarmannaleiðtogar á Norðurlöndum seint íhuga af alvöru.

Magnús Stefánsson er með skyldar pælingar í pistli sem má lesa hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er líka algengt í Danmörku að Radikale venstre eða Enhedslisten t.d. verji stjórn falli - t.d. stjórn Sósíaldemókrata. Það er allt annar kúltúr en þekkist hér. Ég hugsa að Helle hefði gert nákvæmlega það sama og Ingibjörg gerði sæti hún uppi með sambærilegt umhverfi og þekkist hér. Það er einföldum og næsta barnalegt að blanda þessu saman - því miður er kerfið ekki þroskaðra. Hugsanlega hefði ríkisstjórn V og S orðið til ef Framsóknarflokkurinn íslenski væri meira í líkingu við hinn danska bróður sinn - en það er bara ekki þannig, veruleikinn er annar og Helle og aðrir jafnaðarmenn á Norðurlöndum eru sammála því.

Hólshreppur (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 17:43

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Satt segir þú að það er annar kúltúr hér en þar og minnihlutastjórnir myndar enginn meðan möguleikar á meirihlutastjórn eru í spilunum. og augljóslega verður ekki slík kúltúrbreyting nema út úr krísu. en segðu mér tvennt: hefur það gerst t.d. að sósíaldemókratar í danmörku 1. myndi meirihlutastjórn til hægri: 2. verji hægri minnihlutastjórn falli.  ef að sé og ef að mundi átján fætur á hverjum hundi.

Pétur Gunnarsson, 20.5.2007 kl. 17:52

3 identicon

Það er spurning hvort ekki eigi bara að lögleiða einkarétt Framsóknarmanna á því að mynda stjórn til hægri frá miðjunni...

IG (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 18:53

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Við lifum hér í pólitísku umhverfi samsteypustjórna. Flokkar verða að mynda ríkisstjórn. Það er ekki saga fyrir eins flokks stjórn hér, nema þá í örfáum tilfellum mislíflegar minnihlutastjórnir, síðustu tvær á vegum Alþýðuflokksins þar sem Sjálfstæðisflokkurinn varði þær falli um mjög skammt skeið, 1958-1959 og 1979-1980 undir forsæti Emils Jónssonar og Benedikts Gröndals. Það blasti við öllum að eftir þessar kosningar varð að mynda stjórn tveggja flokka eða fleiri.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.5.2007 kl. 20:28

5 identicon

Á það sem Magnús vitnar í ekki flest líka við Framsóknarflokkinn og væntanlega er hægt að draga upp fullt af tilvitnunum í báðar áttir hjá Framsókn og VG um takmarkað ágæti hvors annars.  EN allt í einu vill Framsókn hoppa uppí með flokkunum sem slagorðið í kosningabaráttunni átti við.  Er þetta þrefeldni eða hvað?

Ragnar (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband