hux

Skemmtileg tilviljun

Það er skemmtileg tilviljun að frétt í hádegisfréttum RÚV , sem fjallaði um að skort á aðgerðum til að framkvæma aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi, var unnin af fréttamanni sem heitir Guðrún Frímannsdóttir, Hún er einmitt alnafna konunnar sem var verkefnisstjóri í félagsmálaráðuneytinu við gerð áætlunarinnar. Ég gef mér að þetta sé ekki sama konan, fréttastofa RÚV mundi aldrei setja fréttamenn sína í þá aðstöðu að fjalla í fréttum um mál sem þeir eru svona nátengdir. En skemmtileg tilviljun, eða hvað, þetta er nú ekki svo algengt nafn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

... og alls ekki setur Kastljósið sitt fólk í þessa stöðu heldur - eða hvað?

Hallur Magnússon, 20.5.2007 kl. 16:41

2 identicon

Hallur.  Hvað átt þú við?

Kveðja - Sigmar Guðmundsson

sigmarg (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 16:49

3 identicon

Ætli hann Hallur eigi ekki við að helgur maður að nafni Seljan, sem var kosningastjóri Samfylkingarinnar gerði heiðarlega tilraun til að afhjúpa umhverfisráðherra í beinni útsendingu án þess að hafa í höndum gögn sem gáfu tilefni til þeirrar umfjöllunar hvað varðar stað og tíma... en þetta er að sjálfsögðu allt saman tilviljun :) Þú ert góður fréttamaður Sigmar, en þú þarft ekki að verja slíkt athæfi sem átti sér stað hjá herra Seljan, það er ekki siðlegt að slá skjaldborg um hann. Þú veist hvað ég á við innra með þér :) Þetta vita allir !!!

Ólafur (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 19:38

4 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þetta verður að fá á hreint, allra hluta vegna. Ég leitaði að Guðrúnu Frímannsdóttur í Íslendingabók, og þar koma nokkrar til greina, að meðtöldum þeim sem eru með millinafn eða Guðrúnarnafnið sem millinafn.

Hlynur Þór Magnússon, 20.5.2007 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband