19.5.2007 | 11:13
Pólitísk sifjafræði
Áhrifamikið fólk í Samfylkingunni hefur lengi verið áhugasamt um að koma á samstarfi flokksins við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur þessi, sem stundum kallar sig nútímalega jafnaðarmenn, hefur ekki séð Samfylkinguna fyrir sér sem sameiningar- og forystuafl á vinstri vængnum heldur fremur sem miðjuflokk, einhvers konar framsókn með rætur í póstnúmeri 101.
Meðal þessara aðila eru nánir samstarfsmenn Ingibjargar Sólrúnar eins og Margrét S. Björnsdóttir, sem er að sönnu enginn fótgönguliði í Samfylkingunni, heldur fremur sjóliðsforingi. Eftirfarandi grein, sem ég rifja upp samkvæmt pöntun, fékk Margrét birta á miðopnu Moggans þann 15. júlí sl. Erindið var að hvetja Samfylkingarfólk til að stefna að því stjórnarsamstarfi sem nú er í burðarliðnum. Greinin er afar löng og birt með viðhöfn á miðopnu Moggans. Henni lýkur með þessum orðum:
Þessi grein er rituð og birt hér til þess að samfylkingarfólk um allt land velti þeim kosti fyrir sér að vinna í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum, en mörg okkar hafa tilhneigingu til að líta fremur á dekkri hliðar hans en styrkleika. Dekkri hliðar sem í stjórnmálum samtímans birtast í auknum ójöfnuði, í pólitískri fyrirgreiðslu við einkavæðingu hlutar Landsbankans í VÍS og síðan helmingaskiptakerfi við sölu Landsbanka og Búnaðarbanka, birtist í pólitískum stöðuveitingum m.a. í Seðlabanka, lögreglu- og dómskerfi, Ríkisútvarpinu og utanríkisþjónustu og ótrúlegri bíræfni í eftirlaunamálum ráðherra, skeytingarleysi í aðbúnaði aldraðra, svo helstu mál séu nefnd. Þessi atriði mega þó ekki verða til þess að viðurkenna ekki aðra styrkleika Sjálfstæðisflokksins.
Forystuskipti hafa orðið í Sjálfstæðisflokknum og víst er að þar fara fyrir einstaklingar, sem vel má vinna með náist góð samstaða um fyrrgreind stefnumál. Og mér sýnist við yfirferð þeirra, að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi þar býsna margt sameiginlegt.
Samfylkingin hefur á að skipa hæfileikaríkum þingmönnum og öflugum formanni. Það er aðalsmerki góðra stjórnenda og forystumanna að velja sér til samstarfs sterka aðila, hafa styrk til að standast þeim snúning og laða fram það besta í fari þeirra. Neikvæð reynsla Alþýðuflokks og Framsóknarflokks af tveggja flokka samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn, kann að vera til marks um innri veikleika þeirra sjálfra, sem Sjálfstæðisflokknum verður varla kennt um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:28 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536557
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maður var alltaf að heyra svona skilaboð. Það birtust meðal annars á einhverjum vefmiðlinum að þeir Ásgeir Friðgeirsson og Borgar Þór hefðu handsalað samning í matsal Landsbankans þess efnis að Framsókn yrði skipt út seinasta sumar þegar Halldór hætti.
Ef menn spá nógu oft rigningu hljóta þeir einhvern tíman að hafa á réttu að standa.
Ég held að menn hafi nú ekki tekið þessar grein sem einhverjum sannleika á sínum tíma. Ekki frekar en að þetta hafi eitthvað með það að gera að nú sitji þessir flokkar við samningaborðið.
TómasHa, 19.5.2007 kl. 14:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.