18.5.2007 | 11:19
Baugsstjórn nefnd og bónorð fram borið
Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Baugsstjórn sé hún og Baugsstjórn muni hún heita. Býður svo Ingibjörgu Sólrúnu forsætisráðuneyti. Nýr pistill eftir formanninn á framsokn.is. Þar segir:
Forystumenn í Sjálfstæðisflokknum skiptu sér í nokkra hópa eftir kosningarnar. Einhverjir fóru að tala við Samfylkingarmenn og einhverjir aðrir við Vinstrigræna, meðan flokksformaðurinn sjálfur ræddi við flokksformann Framsóknarflokksins. Ekki fer á milli mála að trúnaðarbrestur verður milli Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna vegna þess einkennilega vinnulags sem Sjálfstæðismenn hafa viðhaft þessa daga. Það er ekki aðeins tvöfeldni, heldur frekar margfeldni sem einkennir þetta.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar er óskabarn eigenda eins stærsta auðfélags landsins, svo sem berlega kom fram í sérblaði DV sem gefið var út í kosningavikunni Framsóknarflokknum til ófrægingar. Ef þessi nýja ríkisstjórn kemst á koppinn verður hún trúlega kennd við foreldri sitt og nefnd Baugsstjórnin. [...]Nú er ljóst að eiginlegar og formlegar stjórnarmyndunarviðræður eru framundan. Rétt er að það komi skýrlega fram af hálfu Framsóknarflokksins að það liggur fyrir að Framsóknarmenn hafa vel getað hugsað sér að benda á Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur til að leiða viðræður við aðra núverandi stjórnarandstæðinga og Framsóknarmenn, ef slíkur stjórnarmyndunarkostur kemur yfirleitt til greina af hálfu Samfylkingarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (14.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.