17.5.2007 | 14:14
Hver á svartapétur?
Í hádegisviðtali Stöðvar 2 í gær kom algjörlega í ljós hver það er sem er ábyrgur fyrir því að ekkert er í spilunum sem gefur til kynna að hér verði mynduð þriggja flokka vinstri stjórn að þessu sinni. Steingrímur J. Sigfússon situr uppi með þann svartapétur.
VG sleit R-listasamstarfinu í borginni, tók þá ákvörðun að nota olíusamráðsmálið og þátt Þórólfs Árnasonar sem yfirvarp til þess. Planið var að komast í oddaaðstöðu og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar reyndi Árni Þór Sigurðsson að leggja grunn að slíku samstarfi í viðræðum við núverandi borgarstjóra. VG hefur í aðdraganda þessara þingkosninga og síðast en ekki síst með ótrúlegum yfirlýsingum allt frá því að kosningum lauk talað með þeim hætti að það er ljóst að eina stjórnarþátttakan sem VG hefur gefið kost er tveggja flokka stjórn með Sjálfstæðisflokknum. Þetta finnst mér augljóst að flokkurinn hafi ákveðið fyrirfram í þessari stöðu. Steingrímur J er með framsókn á heilanum, talar um helför flokksins og stóriðjustefnu Framsóknarflokksins án þess að leiða einu sinni hugann að því hver afstaða Sjálfstæðisflokksins er til stóriðju.
Guðmundur Steingrímsson skrifar innblásið ákall um myndun R-listastjórnar á bloggið sitt en segist svo farinn upp í sveit þannig að líklega er hann ekki vongóður um að uppskera árangur erfiðis síns. Mér segir svo hugur að það sé rétt mat. Vonbrigði yngra fólks í Samfylkingunni eru mikil og raunveruleg, þau vildu festa flokkinn í sessi sem mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn. Á Mannlífsvefinn er kominn moli með þeim skilaboðum að Össur sé ekki maðurinn sem er að koma á samstarfi Samfylkingar við Sjálfstæðisflokk og að það sé heiðurskvennasamkomulag (ISG og ÞGK?) um að Samfylkingin muni til þrautar reyna að ná saman við Sjálfstæðisflokk áður en aðrir möguleikar verði skoðaðir.
Þannig að þetta eru nú ávextirnir á trénu hans Steingríms J. Sigfússonar, eins og mál líta út nú. Verði niðurstaðan sú að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking nái saman, verður hans minnst sem guðföður þeirrar stjórnar. Höfuðandstæðingur VG er hitt félagshyggjufólkið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536798
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fróðleg og áhugaverð greining hjá þér Pétur. Mér fannst líka nokkuð áhugaverð greining Egils Helgasonar á Stöð 2 í gær þar sem hann benti á hvernig meirihluti VG á þingi væri samsettur, þ.e. eins og hann orðaði það „kerfislegt fólk úr Alþýðubandalaginu komst þarna inn“. Þá hljóta vonbrigði yngra fólksins í VG að verða mikil ef VG vill frekar fara í samstarf með Sjálfstæðisflokknum en mynda vinstri stjórn. Það fólk mun ekki sætta sig við afslátt af stóriðjustopps-stefnunni og, eins og Egill orðaði það „yfirgefa VG á degi 2“ VG virðist tilbúið að fórna því fylgi fyrir stóla - merkilegt!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 14:42
Takk fyrir Bloggvináttuna.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 17.5.2007 kl. 18:06
Steingrímur er bara samkvæmur sjálfum sér í þessu máli sem öðrum, hvernig ætti hann annars að gagnrýna allt sem gert er ef hann væri sjálfur gerandinn, sennilegast er það það sem hann skelfist mest að þurfa að taka ákvarðanir, því þá gæfi hann höggstað á sér til einhvers sem hefði svipaðan þankagang og hann sjálfur, það er að segja manni sem sægi klíkuskap, sukk og svínarí í öllum gerðum annarra en aðhefðist aldrei neitt sjálfur annað en aðfinnslur og útúrsnúninga á gerðum annarra.
Magnús Jónsson, 18.5.2007 kl. 05:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.