hux

Bloggrúntur

Í gærkvöldi kom fram í Íslandi í dag að heimildir séu fyrir því að einhvers konar viðræður milli VG og Sjálfstæðisflokks séu í gangi. Í tilefni af því tók ég smá bloggrúnt og fann þetta:

Paul Nikolov, nýr varaþingmaður VG, segir: Þjóðin er búin að tjá sig um málinu - tveir flokkanir sem hún hefur sýnt það mesta uppsveiflan í stuðning eru Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-Grænn. Enginn hefur bætt við sig eins mikið og VG. Hinir hafði annaðhvort missti smá stuðning (Samfylking) hélt sitt stuðning (Frjálslyndir) eða misst næstum því helmingur stuðningsmanna og hefur aldrei fékk eins minnsta stuðning í síðasta 90 ára og hann á í dag (Framsókn). Það væri skynsamlegt ef ríkistjórnin myndi endurspegla rödd landsins með þessi staðreyndum í huga.

Anna Ólafsdóttir Björnsson var einu sinni á þingi fyrir Kvennalistann en er nú í VG. Hún segir þetta: "Nú er sú staða komin upp að ef Vinstri græn fara í ríkisstjórn (og þar sé ég eins og sakir standa ekki annan kost en DV stjórnina og hef fært fyrir því rök) þá væri hreyfingin í allt annarri aðstöðu en Kvennalistinn var á sínum tíma. Helsti munurinn, og sá sem mestu máli skiptir, er að VG færi í stjórn á þeim forsendum að geta haft veruleg áhrif í stjórnarsamstarfi."  Áður var hún búin að skipta ráðuneytum milli VG og Sjálfstæðisflokksins í þessum pistli hér.

Jenný er virkur bloggari og í VG. Hún horfði á Ísland í dag í gærkvöldi og veltir fréttunum fyrir sér. Segir þetta um könnun Fréttablaðsins í dag: "14% vilja VG og íhaldið.  Ég er ein af þeim.  Úr því að draumar um vinstri stjórn virðast brostnir þá sýnist mér þetta ágætur kostur." 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég heyrði ekki betur en Sóley T. segði í þætti á rás tvö í fyrrakvöld "þegar við tölum saman" en breytti því síðan snögglega í "ef við tölum saman" og átti þar við VG og D.

Ragnar Bjarnason, 16.5.2007 kl. 11:39

2 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Það er ekki nema 3% munur á Framsókn og VG.  Hvernig er hægt að túlka VG sem sigurvegara kosninganna?  86% kjósenda vilja ekki VG.

Dæmi snýst ekki um það hvað þú fékkst í síðustu kosningum.  Á Íslandi er lýðræði þar sem meirihlutinn ræður og því er auðvitað sigurvegari kosninganna sá flokkur sem fékk flesta Íslendinga til að kjósa sig, þ.e. Sjálfstæðisflokkurinn. Þar á eftir koma Samfylkingin, VG, Framsókn, Frjálslyndir og loks Íslandshreyfingin sem rak lestina.  Það er tvennt ólíkt að ná markmiðum sínum eða vera sigurvegari kosninganna.  Ef þú lendir í 18. sæti í formúlunni en stefndir á 17. sæti þá náðirðu markmiðum þínum en þú vannst ekki keppnina.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 16.5.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Kallaðu mig Komment

Vandi Framsóknarflokksins er ekki lítið fylgi - Ómar og Guðjón Arnar hefðu gefið hægri höndina fyrir það - heldur það hversu fáa leiki hann hefur í stöðunni, varðandi ríkisstjórnarmyndun. Ég er ekki að sjá Framsóknarflokkinn ganga inn í vinstristjórn. Það er ekkert traust á milli þessara flokka. Ennfremur hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einfaldlega ekki nóg fylgi til að mynda sterka stjórn að þessu sinni. Þar er ekkert frekar við Framsóknarflokkinn að sakast. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið einum manni meira, þá héldi stjórnin áfram án spurninga.

Kallaðu mig Komment, 17.5.2007 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband