15.5.2007 | 10:41
Séð og heyrt
Einar Sveinbjörnsson skrifar grein í Moggann í dag og segir:
Kosningaúrslitin hvað varðar Framsóknarflokkinn eru skýr. Hann missir 5 af 12 þingmönnum sínum og nærfellt annað hvert atkvæði tapast í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi. [...] Allar hugmyndir þess efnis að Framsóknarflokkurinn haldi áfram ríkisstjórnarþátttöku með Sjálfstæðisflokknum við þessi skilyrði eru fráleitar. Að sama skapi er tal um annars konar stjórnarþátttöku út í hött. Allra síst á Framsóknarflokkurinn að leiða VG til valda, þann flokk sem með ófyrirleitni og á stundum hreinum níðingsskap hefur hamast á Framsóknarflokknum um langa hríð. Forysta flokksins verður að skilja skilaboð kjósenda og Framsóknarflokkurinn með lægsta fylgi í sinni 90 ára sögu getur fátt annað gert en að sleikja sárin í stjórnarandstöðu. Hann taki sér nú góðan tíma til að skipuleggja
pólitíska viðspyrnu og endurmeti stefnu sína og starfshætti. Þannig hefji menn nýja sókn til fyrri stöðu flokksins þar sem stefnan verði sett á 20% fylgi í næstu kosningum. Í mínum huga væri framhald núverandi stjórnarsamstarfs vanhugsað feigðarflan fyrir Framsóknarflokkinn. Það fer ekkert á milli mála að fjölmargir framsóknamenn úr grasrótinni eru á þessari sömu skoðun.
Auðbjörg Ólafsdóttir, skrifar í Viðskiptablaðið og segir:
Flest framsóknarfólk er nú sammála um að nauðsynlegt sé fyrir flokkinn að taka ekki þátt í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Ljóst er að ef forysta flokksins hlustar ekki á grasrótina og heldur áfram stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn mun flokkurinn sennilega þurrkast út á næsta kjörtímabili.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:46 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536798
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur, ágæti gamli kollega.
Kannski getur þú útskýrt þessi viðhorf fyrir mér, en mér er ómögulegt að botna í því að Framsókn geti ekki bætt við sig fylgi aftur nema fara í stjórnarandstöðu. Sama hvernig ég hugsa málið, ég næ þessu ekki. Er ekki hægt að endurskipuleggja starfið og sinna hugmyndavinnu og stefnumótun til nýrrar framtíðar nema utan ríkisstjórnar? Ég hef hingað til haldið að pólitík snerist um völd og áhrif og mér finnst Framsókn ekkert þurfa að skammast sín fyrir sín verk.
Ágúst Ásgeirsson, 15.5.2007 kl. 12:26
http://adalheidur.blog.is/blog/adalheidur/entry/211140/
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, 15.5.2007 kl. 13:42
Eina vitið er að hætta núverandi stjórnarsamstarfi. Ríkisstjórn sem hangir á einu atkvæði og á líf sitt undir Árna Johnsen er ekki mér að skapi.
Nóg höfum við Framsóknarmenn þurft að líða fyrir ýmislegt sem íhaldið hefur gert en tökum ekki að okkur að bera ábyrgð á endurkomu Árna.
Mér finnst jafnvel þetta eina atriði duga til að við hættum þessu samstarfi.
Þorfinnur Björnsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:33
væri ekki upplagt að fá gallupkönnun,sjá til dæmis hvað margir sjálfstæðismenn vilja stjórna með Ingibjörgu Sólrúnu
Hermann Ragnarsson, 15.5.2007 kl. 17:32
Ég spyr - skilja forustumenn framsóknar ekki skilaboðin..... Formaðurinn var ekki kosinn, Umhverfisráðherra ekki heldur, eitt stærsta afhroð sem flokkurinn hefur goldið - er skilningur þeirra þá á þá leið að kjósendur vilji þá í Ráðherrastól - hvað með yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar á kosninganótt ?? man ekki betur en svo að hann hafi sagt að væru úrslitin á þessa leið (sem þau urðu) þá tæki flokkurinn ekki þátt í Ríkisstjórn.
Vona bara að Framsóknarflokkurinn sýni kjósendum þá virðingu að una úrslitum og noti næstu 4 ár til að byggja sig upp í stjórnarandstöðu.
magnús (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 17:36
Það er tómt mál að tala um að framsóknarflokkurinn geti ekki verið í ríksstjórn áfram. Fyrir því er meirihluti framsóknarmann fylgjandi þegar málið er hugsað. Fylgismenn framsóknarflokksins fengu bara svo mikið sjokk að ekki var hugsuð staðan til enda. Auðvitað er best fyrir framsóknarflokkinn að vera áfram í rikisstjórn og byggja upp innviði hans um leið með öflugum hætti og í alvöru. Það er vel hægt. Stjórnin heldur. Framsóknarmenn og konur ættu að virða þau skilaboð fyrst ig fremst frá fylgismönnum sínum að koma á framfæri sínum málum til almennings með öflugri hætti en tíðkast hefur. Draga skýrar línur í starfi hans.
Ég held fyrst og framst að kosið var um hægri stjórn eða vinstri stjórn í þessum kosningum og kjósendur kusu fyrst og fremst hægri stjórn áfram með forystu sjálfstæðisflokksins. Það var kosið á milli XG og XD og það leit út fyrir að vinstri öflin næðu tilætluðum árangri og það vildi meirihluti þjóðarinnar ekki. Framsókn galt fyrir það aveg eins og allir hinir flokkarnir.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:02
http://ippa.blog.is/ippa/
Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 18:17
Þingmannafjöldinn er farinn úr 16 í 7 á 12 árum. Á að taka sénsinn og halda áfram. Ef við verðum í 16 ár í ríkisstjórn með íhaldinu er eins hægt að sameina flokkana. Það verða allir hættir að gera greinarmun á flokkunum. Vinstri grænir og íhaldið eru víst byrjaðir að semja hef ég heyrt. Göngum úr ríkisstjórninni strax og þá er möguleiki að Ólafur Ragnar geti tekið að sér að leggja línurnar í stjórnarmyndun. Það er nauðsynlegt krydd í tilveruna. Sjáið fyrir ykkur Ástu Möller og félaga!!
Þorfinnur Björnsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 18:29
http://ippa.blog.is/blog/ippa/entry/211251/ Þarna kemur fram mín skoðun, árangur áfram ekkert stopp...
Vilborg Traustadóttir, 15.5.2007 kl. 18:38
Það er ekki spurning að flokkurinn á að halda samstarfinu áfram, annað væri útafkeyrsla. Öll gömlu,leiðinlegu og ósanngjörnu málin eru að hníga til viðar og við tekur endurreisn en því aðeins með því að hafa verkfærið í höndunum, valdstjórnina. Bollaleggingar og spá veðurfræðingsins verður að taka sem helgarspá sem ekki rætist.
Þorkell Hjörleifsson, 15.5.2007 kl. 21:47
Nei, við eigum ekki að ganga úr ríkisstjórn. Við eigum að vera í ríkisstjórn. Fólk talar um skýrann vilja kjósenda. Hann er skýr. Kjósendur fylktu sér bak við hægri öflin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er í forystu. Atkvæði fellu annað hvort til hægri eða vinstri. Framsóknarflokkurinn hafði ekki rödd þar á meðal. Flokkurinn spilar mjjög mikilvægt atriði í stjórnmálunum í dag. Hann er öfgalaus miðjuflokkur. Límið í pólitíkinni og það var aldrei kosningamál.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 22:23
Það væri kannski rétt fyrir Framsóknar menn að athuga hvort að það sé ekki rétt að fara að endurskilgreina sig sem flokk. Nú er almennt farið að líta á hann sem hækju fyrir íhaldið. Flokkurinn fer fremstur í röðinni og hrópar um það að það þurfi að gera vel við fyrirtækin svo þau græði og í stóriðjumálum víðsvegar um land. Það sem flokkurinn er að týna er félagshyggja /samvinnuhugstjónin sem var grundvöllur að stofnun flokksins. Nú talar flokkurinn tveimur tungum maður heyrir á almennu félagsmönnum drauminn um að félagshyggja nái aftur rótum í flokknum en forystumenn tala um viðskipti og fjármagn fyrirtækja sem þurfi að gera vel við. En hlutir eins og hjúkrunarrými og barna og unglingageðdeild getur bara beðið.
Magnús Helgi Björgvinsson, 15.5.2007 kl. 22:50
Held að þetta sé rétt mat hjá Einari. Máttur Framsóknar í D og B samstarfi yrði ákaflega lítill, Sjálfstæðismenn myndu fara sínu fram í einu og öllu og skellurinn yrði enn stærri í næstu kosningum.......
Sigfús Þ. Sigmundsson, 16.5.2007 kl. 08:55
Þeir sem framsóknarmenn sem ekki vilja núverandi stjórnarsamstarf hljóta að vilja flokkinn dauðann fyrir fullt og allt. Þeir sem það vilja eru ekki að hugsa um þjóðarhag heldur persónulega hagsmuni sem þeir telja betur borgið hjá Samfylkingunni því miður.
Sigríður Laufey Einarsdóttir, 16.5.2007 kl. 09:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.