14.5.2007 | 19:56
Meðvituð breikkun...
Hugmynd VG um að Framsóknarflokkurinn verji minnihlutastjórn VG og Samfylkingar er annað hvort meðvituð tilraun VG til að eyðileggja möguleika á myndun ríkisstjórnar án þátttöku Sjálfstæðisflokksins eða þá til marks um ótrúlegan skort á pólitísku næmi og tímaskyni af hálfu VG.
Alveg rétt, minnihlutastjórnir hafa iðulega setið við völd á Norðurlöndum. En þær eru engu að síður neyðarúrræði sem menn grípa til þegar stjórnarkreppa blasir við, það er bara ekki hægt að trúa því að mönnum sé alvara með að kasta þeim fram á fyrstu metrum, þegar það virðast amk fjórir aðrir möguleikar á meirhlutastjórn í stöðunni. Þegar þetta ótrúlega tilboð bætist við eggjahljóðið sem maður hefur heyrt frá VG í garð Sjálfstæðisflokksins fyrir og eftir kosningar finnst mér blasa við að líta á þetta sem örvæntingarfulla tilraun til þess að: 1. reyna að slíta framsókn úr faðmi sjálfstæðismanna svo að VG komist sjálfir í þann eftirsótta faðm. 2. friða bakland VG, þannig að hægt sé að selja því að það sé framsókn að kenna að VG hafi ekki átt kost á vinstra samstarfi. VG er hvort sem er vant að reyna að kenna framsókn um allt það sem miður fer.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.5.2007 kl. 20:57 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536621
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú veit maður hvað þetta "Af hverju ekki ríkisstjórn með zero Framsókn" þýddi.
Annars er gaman að fylgjast með stjórnmálunum núna. Kaffibandalagið ætlaði í viðræður um ríkisstjórnarsamstarf þegar þau voru með einn mann í meirihluta fyrri hluta kosninganætur. Nú telur sama fólk að eins manns meirihluti núverandi ríkisstjórnar sé of tæpur. Gaman líka að sjá að Steingrímur er búinn að gleyma öllu sem PR skrifstofan sagði honum fyrir kosningar. Á kosninganótt grenjaði hann í Ómari fyrir að stela öllum atkvæðunum sínum (1-2%) og svo vildi hann fá sérstaka afsökunarbeiðni í beinni frá Jóni Sig. Þessi minni "sigur" hans fer mjög í taugarnar á honum og nú að kenna öðrum um.
Framsókn skíttapar í þessum kosningum en Vg bætir mest við sig. Samt munar ekki nema tveimur þingmönnum á þessum tveimur flokkum og því fæ ég ekki séð að annar flokkurinn hafi fengið einhver sérstök skilaboð um að vera í stjórn. Þjóð getur ekki sent frá sér skýr skilaboð einfaldlega vegna þess að þjóð er ekki einn aðili. Ákveðinn hluti þjóðar getur bara sent frá sér skilaboð sem endurspeglast í fylgi flokka, tal um annað er rugl.
ég held að það séu bara tveir raunverulegir kostir í stöðunni.
1. Sama stjórn, Jón Sig segir af sér og Siv tekur við af honum sem formaður. Framsókn með 3 ráðherra. Jón var ekki kosinn og því á hann ekki að vera í stjórn þó hann sé örugglega mjög traustur. Þessi stjórn fellur þá bara ef samstarfið gengur illa. Framsókn glímir við vanda á höfuðborgarsvæðinu, ekki á landsbyggðinni. ég efast um að þessi vandi á höfuðborgarsvæðinu lagist eitthvað við það að vera í stjórnarandstöðu. Mér sýnist ganga ágætlega hjá Birni Inga í borgarstjórn þó hann sé bara einn þar fyrir Framsókn. Fólk hefur ekki áhuga á að sjá Framsókn taka of marga stóla og ekki heldur að sjá mann í ráðherraembætti sem var hafnað í kosningu. Þessi möguleiki myndi hugsanlega ganga frá ISG og Steingrími J.
2. D+S. Það yrði gríðarsterk stjórn. Í raun svo sterk að hún myndi sennilega aldrei falla í kosningum (þyrfti að missa 12 menn sem yrðii skandall). Þá væru vg og framsókn búin að dæma sig í ævilanga stjórnarandstöðu, flokkarnir sem hatast. Þqð yrði einnig frekar erfitt fyrir framsókn að halda upp öflugri stjórnarandstöðu þegar svo lítill munur er mörgum stefnumálum B og S. Vg myndi líklega halda áfram að eflast í stjórnarandstöðu.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:16
Ég er nærri því búin að klóra gat á hausinn á mér yfir þessu „útspili“ VG. Stundum þykist ég nú geta rappað ýmislegt um hina pólitísku refskák sem oft fer í gang eftir kosningar en þessi leikur VG gerir mig algjörlega kjaftstopp!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 21:40
Tek undir með ykkur um þetta súrrealíska útspil Ögmundar. Ég held samt nafni að greining þín sé ekki alveg rétt. Ég held satt að segja að það sé fólk í VG sem einlæglega vill búa til vinstristjórn en mæti harðri andstöðu við allt snatt með Framsókn. Því sé þetta eins konar málamiðlun að leyfa Ögmundi "að minnsta kosti" að segja þetta. Svo verður þetta bara enn ein fýlubomban! Ég var reyndar að blogga um þetta rétt áðan ef einhver kærir sig um að kíkja.
Mér finnst þetta allt skelfilega barnalegt og vitlaust hjal út um allar jarðir þegar verið er að skýra fylgistap Framsóknar. Þjóðin þetta og þjóðin hitt. Af hverju eru kjósendur ekki jafnvondir við íhaldið? - Fólk verður að átta sig á því að hluti kjósenda Framsóknarflokksins yfirgáfu hann (en ekki þjóðin). Þetta fólk hefur líklega kosið Framsókn á öðrum forsendum en kjósendur Sjálfstæðisflokkinn kusu hann. Íhaldskjósendur vildu að Sjálfstæðisflokkurinn héldi á málum eins og hann gerði. En Framsóknarkjósendurnir hljóta að hafa búist við öðru af sínum flokki og hafa talið hann hafa haldið illa á málum. Mín kenning er að kjósendur á þéttbýlissvæðinu hér sunnan heiða hafi yfirgefið flokkin vegna þess að því þótti hann ekki halda vel á félags og heilbrigðismálum (hvort sem þið frammarar teljið það rétt eða rangt). Þetta er meginskýringin og skýrir einnig hvers vegna fylgistapið er ekki eins mikið í dreifbýlinu þar sem fólk hefur fremur tilhneigingu til að kjósa um atvinnu- og samgöngumál.
Pétur Tyrfingsson, 14.5.2007 kl. 23:20
VG og B hafa jú rifist eins og hundur og köttur lengi, en ég held að bakland Framsóknar væri miklu frekar til í að vera hluti af nýrri vinstri stjórn heldur en að stökkva enn og aftur upp í íhaldsvagninn. Er það ekki?
Og því spyr ég: Af hverju er nýtt R lista samstarf á landsvísu ekki hægt?
Það gengur hreinlega ekki lengur að hafa Sjálfsstæðisflokkinn með öll tromp á hendi áraTUG eftir áraTUG. Ef D kemst aftur að, þá verður þetta komið upp í 20 ára stjórnarsetu samfellt. Þetta þekkist ekki í löndunum í kringum okkur að sami flokkur sitji svona lengi samfellt við völd.
Ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá spillir valdið, svo einfalt er það nú bara. Það getur ekki verið hollt neinu lýðræðisríki að hafa sama flokkinn með tögl og haldir í samfélaginu svona lengi. Framsókn gæti bakkað upp þessa nýju vinstri stjórn, fengið 2 ráðherra og unað vel við sitt og byggt upp um leið fylgi sitt á landsbyggðinni með frábærum mönnum eins og Bjarna Harðars.
Please, Pétur, allt annað en Sjálfsstæðisflokkinn. Skil ekki þetta rugl í mínum mönnum í Samfylkingunni og sérstaklega hjá VG að vera sífellt að ráðast á Framsókn. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur. Höfuðandstæðingur vinstri manna er Sjálfsstæðisflokkurinn. Kominn tími til menn átti sig á því.
Bestu kveðjur,
Karl F. Thorarensen.
Ferdinand (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:36
Það er rétt að minnihlutastjórnir eru ekki algeng fyrirbæri hér á landi en þær eru algengar t.d. í Danmörku. Þær eru ekkert endilega neyðarúrræði sem gripið er til þannig að koma megi í veg fyrir stjórnarkreppu og það er raunar sjaldnast er það svo í Danmörku. Ég sé ekki mikinn mun á minnihlutastjórn sem framsókn ver falli eða meirihlutastjórn VG, S og D. Þetta eru hvoru tveggja skemmtilegar og athyglisverðar hugmyndir. Báðir kostirnir fela í sér breidd og samræður. Það er orðið heldur þreytt þetta meirihlutaræði hér á Íslandi. Af hverju er ekki hægt að semja sig að niðurstöðu og gefa þannig þinginu það vægi sem það á með réttu að hafa? Er eðlilegt að 1 þingmál að meðaltali komist í gegn á þingi sem flutt er af þingmönnum - ekki ríkisstórn? Það er gott þegar menn koma með aðrar hugmyndir en þær sömu gömlu. Þetta mætti mín vegna vera Sjálfstæðisflokkurinn einn í stjórn og framsókn eða Samfylking verja stjórnina falli - nú eða VG.
Hólshreppur (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:43
Sammála ykkur Pétrar. Þetta er ótrúlega útspil hjá VG, óskammfeilið og þar að auki held ég að það myndi jaðra við valdarán ef S+V stjórn yrði mynduð með einhverjum klækjum. Hungrið í völd er greinilega að rugla menn í ríminu þarna.
Hvað afhroð Framsóknar varðar, þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu, þá held ég að til viðbótar því sem PT nefnir hér að ofan, hafi eftirfarandi þættir valdið miklu:
Ef Framsókn ætlar að eiga möguleika á upprisu verður að taka á öllum þessum málum af mikilli einurð.
Bjarni M. (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 23:45
Ég hef tekið eftir í samræðum mínum við þá sem telja minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknar vel inn í hött að þeir átta sig ekki á að þetta er spurning um pólitískar hefðir. Í löndum þar sem eru skýrar blokkir og menn fara ógjarnan yfir á hinn bakka árinnar til að leita hófanna eru minnihlutastjórnir í takt við pólitískar venjur. En í samsteypukerfinu íslenska er þetta út úr kortinu. Þess vegna talar nafni minn um neyðarúrræði sem er viðeigandi hér á landi en ekki t.d. í Svíþjóð.
Annað. Það hefur ekkert verið lamið minna á íhaldinu en Framsókn. Munurinn er að sumir kjósendur Framsóknar verða fyrir áhrifum vegna þess að þeir vonuðu annað en þegar íhaldið er gagnrýnt bjuggust kjósendur þess ekki við öðru og skilja "spillinguna" og "valdhrokann" á annan hátt og láta sér því í léttu rúmi liggja. Ef Framsóknarmenn skilja þetta ekki þá halda þeir að kjósendur þeirra setji exið við B á sömu forsendum og þeir sem merkja við D. Hvernig dettur mönnum það í hug?
Ég get upplýst það hér hvers vegna ég er mótfallinn vinstristjórn: Það er vegna þess að Framsókn hefur fyrir fullt og allt yfirgefið gamla félagshyggjustefnið í samvinnuhreyfingunni og því yrði það aðeins til að lengja líf þessa flokks að gefa honum tækifæri. Það er nóg að hafa einn auðvaldsflokk í landinu eins og Hannes H. Gissurarson gerir sér grein fyrir - enda lagði hann til sameiningu þessara flokka. Þetta er ekki illa meint af minni hálfu og engin heift fylgir máli heldur kalt pólitískt mat (sem mér er reyndar þvert um geð; átti marga frændur sem voru góðir og gegnir Framsóknarmenn þar á meðal móðurbróður minn sem stóð hjarta mínu jafn nær og foreldrar mínir).
Pétur Tyrfingsson, 15.5.2007 kl. 00:05
Hæst glymur í tómri tunnu. PT veit ekki mikið um það sem er að gerast í Framsókn nema kannski það sem hann býr til í hugarfylgsnum sínum einn við tölvuna í dimmu herbergi í reiðiskasti seint um kvöld.... þetta er ástæðan fyrir hinu gríðarlega fylgistapi VG á lokasprettinum, fólk vill ekki reitt fólk í ríkisstjórn, því það á það til að glefsa frá sér. Sýnum háttsemi !!! Þetta vita allir.
Ólafur (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 07:46
Sklelfing ertu illa áttaður Ólafur minn. Ég kaus Samfylkinguna og hef ekki verið að tala um það sem er að gerast innan Framsóknar heldur meðal þeirra sem hættu við að kjósa flokkinn þinn og eru utan hans. Fólkið sem þið Framsóknarmenn botnið ekkert í og vitið ekkert um enda misstuð þið það. Ég hlýt að vita meira um það fólk en þið... er það ekki? ....annars væri það ennþá hjá ykkur!
Pétur Tyrfingsson, 15.5.2007 kl. 08:23
Ég verð að taka undir það sem Pétur Tyrfingsson hefur sagt hér um muninn á kjósendum XB og XD. Hinir hefðbundnu kjósendur Framsóknar eru óánægðir en ekki kjósendur Sjálfstæðisflokks. En ekki gefast upp á okkur strax Pétur minn. Það er ennþá mikið af félagshyggjufólki í Framsókn. Ég tel sjálfan mig þeirra á meðal og ég er ekki einn.
Stefán Bogi Sveinsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 09:58
Ríkisstjórnin hélt velli og heldur áfram - að svo stöddu amk.
Kjósi Framsókn hins vegar að draga sig út út stjórnarsamstarfinu er spurningin með hvaða hætti hún gerir það. Líkur á að hún geri það til að ganga til samstarfs við vinstri vænginn og myndi vinstristjórn hafa líklega endanlega glutrast niður við taktlaust útspil Ögmundar er hann bauð þeim náðarsamlegast að gerast hækju sína og tilboð Steingríms J. til Jóns Sigurðssonar í beinni útsendingu um hann mætti biðja sig afsökunar. Hafi þetta átt að vera meðvitaðir klækjaleikir, sem ég mér er gjörsamlega fyrirmunað að látið þá njóta vafans af, þá reyndust bæði þessi útspil lánlaust glópaklúður.
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:42
Glaður að heyra það Stefán Bogi.
Pétur Tyrfingsson, 15.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.