13.5.2007 | 23:09
Spegill, spegill
Á kjördag fyrir réttu ári fór mótmælaganga um miðborg Reykjavíkur. Kolbrún Halldórsdóttir taldi gönguna til marks um þann stuðning sem VG nyti í borginni. Núverandi starfsmaður VG var einn skipuleggjenda. Þar var borið skilti með áletruninni "Drekkjum Valgerði". Spurð álits á uppátækinu sagði þessi starfsmaður VG að skipuleggjendum þætti miður að Valgerður hafi tekið þessum orðum persónulega. "Þetta var komið í fjölmiðlana áður en að við gátum við ráðið en þetta er náttúrulega ekkert á okkar vegum þessi borði. Þetta er ekki á vegum Íslandsvina, þannig að ég get ekkert svarað fyrir það en mér finnst mjög ólíklegt að það verði farið út í ofbeldið."
Skipuleggjendur göngunnar gerðu engar ráðstafanir til að fjarlægja þennan borða, firrtu sig aðeins ábyrgð á honum um leið og VG eignaði sér fylgi göngumanna. Ég minnist þess ekki heldur Steingrímur hafi séð ástæðu til þess að fordæma þetta atvik né minnist ég þess að aðrir forsvarsmenn VG hafi gert það. Ég minnist þess hins vegar að ýmsir VG menn hafi talið ráðherrann gera úlfalda úr mýflugu með því að kveinka sér undan þessu. Á bloggsíðum einstaklinga sem tengdir eru VG kepptist hver um annan þveran við að gera sem minnst úr þessu og saka ráðherrann um móðursýkisleg viðbrögð þegar hún óskaði eftir að lögregla kannaði hvort alvara byggi að baki hótuninni. Maður sem iðulega er gestapenni á heimasíðu Ögmundar Jónassonar skrifaði í Moggann, sakaði ráðherrann um ómerkilegan málatilbúnað með því að kvarta undan þessu og hvatti hana til að leita læknisaðstoðar frekar en lögregluaðstoðar.
Svo eru það þessi ummæli Ögmundar sjálfs á heimasíðunni hans nýlega: "Hvað Framsókn varðar finnst mér að fólk eigi að halda áfram að vera góðhjartað. Mesta náð og líkn sem ég get hugsað mér Framsóknarflokknum til handa er að kjósendur sameinist um að leggja þann flokk til hinstu hvílu. Í því væri fólgin mikil miskunnsemi. Kv. Ögmundur"
Í kvöld óskaði Steingrímur J. Sigfússon eftir því að Jón Sigurðsson bæði hann afsökunar á því að ungir framsóknarmenn hafa gert teiknimynd af stoppkalli, sem óneitanlega líkist Steingrími J. Sigfússyni og er augljós gagnrýni á málflutning Steingríms. Í öðrum sjónvarpsþætti nýlega nefndi Steingrímur þessa teiknimynd einnig og reyndi þá ranglega að tengja hana við fyrirtæki sem rekið er af syni Jóns.
Reyndar virðist honum Framsóknarflokkurinn svo ofarlega í huga að í sjónvarpsþættinum í kvöld henti það hann að kalla Guðjón Arnar Guðjón Ólaf. (Steingrímur kallaði Guðjón Ólaf "háttvirtan yfirgjammara" í þingræðu nýlega) Og enginn sem horfði á Kastljóssþáttinn um skattamál gleymir því í bráð hvernig Steingrímur J. hellti sér þar yfir ungan framsóknarmann sem beindi til hans spurningu sem Steingrími fannst óeðlileg. Sök þess unga manns virtist fyrst og fremst sú að hann var framsóknarmaður og því hvorki verður kurteisi í ávarpi né öðrum samskiptum við Steingrím J.
Steingrímur hefur kallað andstæðinga sína á þingi gungur og druslur, kallað þá fífl, beðið þá þegja og almennt gengið manna harðast fram í brigslum og svívirðingum um ýmsa andstæðinga sína í íslenskri pólitík undanfarin ár.
Barmmerkin Zero Framsókn, Aldrei kaus ég framsókn hefur hann varið, útgefna bók forsvarsmanns VG í Reykjavík með níðvísum um framókn, hefur hann aldrei gert athugasemd við.
Nú er hann friðlaus út af teiknimynd ungra framsóknarmanna þar sem skopmynd af honum bregður fyrir og krefst þess opinberlega að formaður Framsóknarflokksins leggist í duftið.
Blessaður maðurinn, guð hjálpi honum, gefi honum logn í höfði og frið í hjarta, þannig að hann megi njóta til fulls með sínu fólki þess ágæta sigurs sem hann vann í kosningunum um helgina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:41 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 536746
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð samantekt Pétur, og orð í tíma töluð. Vonandi fer Steingrímur að vanda orðaval sitt og sína andstæðingum sínum tilhlýðilega virðingu í ræðu og riti. Enginn Þingmaður þjóðarinnar er orðljótari í garð andstæðinga sinna en formaður VG honum til lítils sóma.
Gunnlaugur Stefánsson, 13.5.2007 kl. 23:32
Kannski hefði þjóðin afskaplega gott af því að fá Steingrím til að leiða næstu ríkistjórn öfgahóps kommúnista. Steingrímur finnst líka gott að sparka í liggjandi menn og kann sér ekki hóf í orðum og dómum. Hann er öfgafullt dæmi um mann sem gengur fram af réttlátri reiði – reiði sem hann ræður ekki við. Ég efast um að Steingrímur eins og hann er búinn að mótast og þroskast sem stjórnarandstæðingur hafi þá mannasiði og virðingu sem íslendingar vilja krefjast þegar kemur að opinberum samskiptum og umræðu. Til þess er hann of einstrengislegur og heilsteyptur stjórnarandstæðingur. Hann þarf nefnilega að snúa við blaðinu.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:51
Góð samantekt hjá þér Pétur. Fannst ömurlegt að sjá Steingrím væla undan þessu í Kastljósi áðan þar sem hann er nú sjálfur "sérfræðingur dauðans" í aðdróttunum og skítkasti.
Skúli (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 23:59
Kannski vert að geta þess að það er stigsmunur á því hvort um sé að ræða framleidda auglýsingu eða spjall á vefsíðu Ögmundar. En ef ég man þessa auglýsingu rétt var verið að vara við að kjósa menn sem vildu reka bankana úr landi og setja upp netlöggu. Þetta var náttúrulega mjög ýkt túlkun. Eins og að taka viðbrögð Steingríms við því að perrar voru að reyna að tæla börn og unglinga á netinu (msn) ef ég man rétt. Og svo voru ummæli Ögmundar náttúrulega komin til bæði af því að fjármálstofnanir voru alltaf að hóta að flytja út ef þetta og hitt gerðist sem og að þær eru að flytja hagnað sinn til landa þar sem þær borga minni eða enga skatta af söluhagnaði hlutabréfa (eða eitthvað svoleiðis). Og svona auglýsing er náttúrulega upphafið af því að menn í næstu kosningum verða búnir að safna upptökum og textabútum sem verða svo klipptir úr samhengi og notaðir til að sýna hversu slæmir mótframbjóðendurnir eru og þá erum við formlega orðin að "Litlu Bandaríkjunum" Þar sem reglan er hafa skal það sem skaðar mest skítt með sannleikann" Og eins þá er til lítils að kvarta undan því hvernig komið var fram við t.d. Jóninu í síðustu viku og nota svo svona meðöl í auglýsingum sem borgaðar eru af okkur þjóðinni með styrkjum til flokkanna.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2007 kl. 00:20
Aldrei kaus undirritaður framsókn og mun aldrei gera. Ég kaus Ögmund og félaga í gær. En veistu það. Ég er alveg sammála þér. Það er ótrúlegt að horfa upp á Steingrím (af öllum mönnum) vælandi yfir svona smámunum.
Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:24
Ég er í prinsippinu á móti auglýsingum sem nota þann stíl að gera gera grín að stjórnmálamönnum eða tala þá niður eins og tíðkast t.d. í U.S.A.
En mér finnst alls ekki gott útspil hjá Steingrími að bregðast svona við þessu. Það hefði verið sterkara hjá honum út því hann fann þörf fyrir að bregðast við, að gera þá bara grín að þessum barnaskap og þess vegna snúa boðskapnum upp á þá sem áttu upphafið.
Ég hef t.d. ekki orðið vör við að ISG hafi eitthvað sérstaklega verið að bregðast við ósmekklegum photoshoppuðum myndum af henni þar sem hún er „auglýst“ til sölu sem „ódýr stjórnmálamaður“ . Þetta eru ósmekklegheit sem eru stunduð reglulega hjá ákveðnum bloggverjum sem miðað við efni bloggsins eru lengst til hægri í litrófi stjórnmálanna. ISG veit sem er að slíkt dæmir sig sjálft. Það er t.d. þannig með mig að um leið og ég sé efni eins og þetta, hvaða stjórnmálaflokkur sem á í hlut, þá hætti ég að skoða blogg viðkomandi.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 00:38
Er ekkert að frétta af barnum?
Oddur Ólafsson, 14.5.2007 kl. 01:22
Magnús Helgi, - en hvernig var með bókina Aldrei kaus ég Framsókn. Var hún ekki framleidd af stuðningsmanni VG og dreift á vegum VG? Ef þú flettir henni þá er hún uppfull af níði um Framsóknarflokkinn. Barmmerkin Zeró Framsókn voru væntanlega framleidd af stuðningsmönnum VG og dreift af flokksmönnum.
Steingrími fannst ekkert að þessu, -bara smá grín.
Honum fannst heldur ekkert að því að hótað væri að drekkja Valgerði, - bara smá grín.
Kannski er kominn tími til að Steingrímur fari að haga sér eins og fullorðinn maður, í stað þess að liggja í gólfinu, baðandi út öllum öngum, argandi og gargandi eins og illa uppalið hrekkjusvín.
Eygló Þóra Harðardóttir, 14.5.2007 kl. 09:15
Fyrirgefðu Eygló en sú bók hefur ekki farið það víða að ég hef ekki séð hana og er að heyra af henni fyrst nú. En ég var bara ekki að tala um ykkar auglýsingu eingöngu heldur þessa þróun yfirleitt. Þegar þetta er komið í auglýsingar þar sem ráðist er að ákveðnum manni þá er þess stutt að bíða að þetta verði algengt í hverjum kosningum að ráðist verð að ákveðnum manni með áburði byggðan á ummælum sem eru slitin úr samhengi. Og þetta notað í auglýsingum í sjónvarpi. Þetta kemur til með að stig magnast þar til að þjóðin verður að borga flokkum fyrir að gera auglýsingar sem ganga út á mannorðsmorð. Þetta er hættan. Það er annað sem er sagt hér á blogginu þar er fólk að skrifa ekki flokkar.
En ef að Vg stóð að útgáfu þessarar bókar þá er það jafnslæmt.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.5.2007 kl. 09:26
Á endanum er enginn flokkur eða baráttan háð sem er saklaus af þessum níðingsskap...er það nokkuð??? Hættið bara öll að hrekkja hvort annað og einbeitið ykkur að því sem bíður..að búa hér til mannsæmandi samfélag fyrir alla. Er það ekki annars þaðm se þið fáið greitt fyrir hjá okkur?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.5.2007 kl. 11:25
Ég tek nú undir að teiknimyndin af Steingrími er ekki það versta sem hefur komið upp nú í kosningabaráttunni eða zero framsókn.
Það versta er aðför framsóknarmanna að Ómari Ragnarssyni fjórum dögum fyrir kosningar þar sem hann var sakaður um umhverfisspjöll á svæðum sem eru sokkin eða eru að sökkva undir Hálslón. Og með góðu fulltyngi Morgunblaðsmanna og Staksteina.
Lárus Vilhjálmsson, 14.5.2007 kl. 16:09
Ég skil vel afhverju Spaugsstofan gerir aldrei grín að Steingrími J. Sigfússyni. Þeir félagar Örn, Karl, Pálmi, Sigurður og Randver þora því hreinlega ekki vegna fyrirsjáanlegra viðbragða hans.
Mér fannst sigurvegarinn Steingrímur ekki haga sér eins og landsföðurlegur stjórnmálaleiðtogi með þessum aðfinnslum sínum að hinum særða Framsóknarflokki. Ég myndi aldrei sitja í bíl með svona skapillum manni - eins og hann kom mér fyrir sjónir í gærkvöldi.
Lýður Pálsson, 14.5.2007 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.