13.5.2007 | 13:02
Hún er búin að vera
Auðvitað er ríkisstjórnin búin að vera, Jón Sigurðsson er búinn að lýsa því yfir í raun, gerði það strax og fyrstu tölur lágu fyrir þegar hann sagði að frumkvæðið yrði annarra. Skilaboðin úr kosningunum til framsóknar eru þau að stíga til hliðar og huga að sínum málum. Ekkert hefur komið frá Jóni Sigurðssyni sem breytir þeirri yfirlýsingu hans og í raun vakti hún ótrúlega litla athygli. Spurningin um hvort stjórnin standi eða falli óháð útkomu flokkanna sem hana mynda er tilbúningur fjölmiðla. Hins vegar er það augljóslega Geir H. Haarde í hag að tefja það að forseti Íslands komi inn í dæmið. Hann er með öll tromp á hendi. VG og Samfylkingin eru í kapphlaupi um að komast heim með Geir.
Fyrir Framsóknarflokkinn hér á höfuðborgarsvæðinu er þessi niðurstaða eins vond og hún gat orðið, að mínu mati, ekki óvænt, þetta er nánast það sama sem uppsafnaða Gallup könnunin sagði í vikunni fyrir kosningar en þingflokkinn mynda næstu fjögur ár sex þingmenn af landsbyggðinni með Siv sem eina fulltrúa um 7.500 kjósenda flokksins á höfuðborgarsvæðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:18 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536613
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Yfirlýsing Jóns í framhaldi fyrstu talna var skýr og afdráttarlaus auk þess að segja allt sem segja þurfti. Framhaldið var, eins og þú segir hártoganir fjölmiðla. Þetta var annars eins nálægt óskastöðu VG og Sf og hugsast gat.
Ragnar Bjarnason, 13.5.2007 kl. 13:45
Hvað hefur komið fyrir Steina. Vill hann núna fá Framsókn í ríkisstjórn? Þessu hefði ég aldrei trúað.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 13.5.2007 kl. 13:45
Ég heyrði Jón ekki tala um að hann sæi ekki fyrir sér áframhaldandi stjórnarsamstarf, hann sagði að það hvort stjórnarsamstarfið héldi áfram væri undir Geir komið. Ef áframhaldandi D og B er það sem Geir vill helst af hverju segir þá ekki B bara, OK, en nú sjáið þið um óvinsælu ráðuneytin, það er komið að ykkur að fást við erfiðu málin.
Mér finnst ekkert fýsilegt fyrir stjórnarandstöðuna að taka við þessu búi. Við sitjum að mínu mati á efnahagslegri púðurtunnu sem hefur fengið að safnast upp í þessu þensluástandi og springur við minnstu hreyfingu. Mér finnst að þeir sem bjuggu hana til eigi að axla ábyrgðina af því að taka til eftir sig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:41
En Pétur... hvað heldurðu að sé vænlegast fyrir Framsóknarflokkinn að gera, stjórn eða ekki-stjórn, með tilliti til þeirrar heimavinnu sem væntanlega verður farið í innan flokksins næstu mánuði, misseri og jafnvel ár?
ghs (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.