hux

Út að kjósa

Loksins er komið að kosningum og ef marka má kannanir bendir flest til þess að 12 ára stjórnarsamstarfi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sé að ljúka. Sjálfstæðisflokkurinn stefnir í nokkuð góða kosningu en Framsóknarflokkurinn í afleita. 

Baráttunni lauk með formannafundi á Ríkissjónvarpinu í gær og ég held að sá þáttur hafi ekki valdið straumhvörfum í baráttunni fyrir nokkurn flokkanna. Samt fannst mér þetta langbesta frammistaða Jóns Sigurðssonar í sjónvarpsþáttum í allri baráttunni, hann var gríðarlega öflugur í umræðum um heilbrigðismál, skattamál, orkumál. Jóni virtist koma á óvart í upphafi þáttarins að menn væru farnir að tala um að framsóknarmenn hefðu háð neikvæða kosningabaráttu - og lái honum hver sem vill. Var sú umræða með ólíkindum rétt eins og það að sjá Steingrím verja auglýsingu Jóhannesar í Bónus af sannfæringu. Steíngrímur hélt því fram að sonur Jóns eða auglýsingastofa hans hefði gert teiknimyndaauglýsingua um stoppkallinn. Það er rangt. Í lok þáttarins fannst mér eins og enn vantaði mikið á að VG hefði sýnt fram á að VG væru  samstarfshæf í ríkisstjórn. Tal Steingríms um að framkvæmdir fyrir austan hefðu fyrst og fremst styrkt atvinnulífið í Póllandi og Kína og að hann væri á móti iðnvæðingu en með öllu hinu atvinnulífinu fór langt með að innsigla það í mínum huga.

Það skiptir gríðarlega miklu fyrir Framsóknarflokkinn að Jón Sigurðsson, formaður flokksins nái kjöri. Ég kýs í Reykjavík norður. Nú er að drífa sig á kjörstað. Leggja sitt litla lóð á vogarskálarnar.  Komaso.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kýs líka í Reykjavík norður. Mikilvægt að Jón Sigurðsson fái góða kosningu.
Set stórt X  við B

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.5.2007 kl. 12:25

2 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sammála þessu mati á þættinum í gærkvöldi og svona í viðbót heyrði ég frá nokkrum sem fannst Steingrímur með allra daufasta móti.

Ragnar Bjarnason, 12.5.2007 kl. 13:08

3 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Hverjum þykir sinn fugl fagur. Guðjón Arnar fór illa með Jón að mínu mati.

Davíð Logi Sigurðsson, 12.5.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Benedikt Halldórsson

...og kjörorð dagsins er: Í dag eru gulir blýantar mjög áhrifamiklir en ekki á morgun!!

Benedikt Halldórsson, 12.5.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband