11.5.2007 | 08:10
Innanflokksvandamál?
Jóhannes Jónsson í Bónus, vinnuveitandi þúsunda kjósenda, auglýsir í öllum dagblöðum á eigin reikning í dag til þess að lýsa yfir stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn en hvetur menn um leið til þess að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar. Undir stórri mynd af sjálfum sér hvetur hann sjálfstæðismenn í Reykjavík til þess að strika yfir siðleysið. Líklega þyrfti annar hver kjósandi að verða við óskinni til að hún hefði minnstu áhrif..
Það er eins og Jóhannes sé að segja að hann sé búinn að sættast við Sjálfstæðisflokkinn og ætli að kjósa hann, eina skuggann sem ber á sambandið er að Björn Bjarnason er á listanum. Í texta auglýsingarinnar segir: Hvað skyldi Jón H.B. Snorrason eiginlega hafa á Björn Bjarnason úr því hann hyggst skipa manninn í þetta háa embætti þrátt fyirr allt hans klúður? Mér finnst þetta með miklum ólíkindum og takið ekki feil á því að ég hef skömm á aðferðum Björns við embættisveitingar.
Þarna er öðru sinni á tveimur dögum reynt í krafti gríðarlegs auðs að hafa áhrif á úrslit og framgang kosninganna á morgun. Fyrir tveimur dögum kom Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, fram með 100.000 eintaka kosningablað þar sem hann hvatti til þess að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn.
Nú stígur Jóhannes Jónsson fram og hvetur fólk til þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, láta ekki hugsanlega óánægju með framgöngu stjórnvalda í Baugsmálinu fæla það frá flokknum. Þetta er maðurinn sem árum saman hefur haldið því fram að Baugsmálið hafi verið pólitísk aðför afla í Sjálfstæðisflokknum að honum og fjölskyldu hans. Nú er eins og hann sé búinn að sættast við nýja valdhafa í flokknum og Björn sé eini fleinninn í holdinu. (Er engum auðugum sjálfstæðismanni í Suðurkjördæmi misboðið út af veru Árna Johnsen þar á framboðslista? )
Geir H. Haarde bað réttilega um það um daginn að kosningabæklingur Hreins Loftssonar yrði færur á auglýsingareikning stjórnarandstöðunnar. Má ekki með sama hætti fara fram á að auglýsingar Jóhannesar, c.a. 1,5 milljón verði færðar á auglýsingareikning Sjálfstæðisflokksins?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536611
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Geir H. Haarde bað réttilega um það um daginn að kosningabæklingur Hreins Loftssonar yrði færur á auglýsingareikning stjórnarandstöðunnar."
Er þá ekki rétt að setja allan útgáfukostnað Morgunblaðsins síðustu vikurnar á auglýsingareikning Sjálfstæðisflokksins?
Gunnar Grímsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 10:28
Pétur kíktu inn til mín og segðu mér af öllum embættisveitingum Björns að hverri þeirra var þannig staðið að skömm væri að?
Friðjón R. Friðjónsson, 11.5.2007 kl. 10:52
Er ekki hámark biturleikans að birta heilsíðuauglýsingu gegn andskota sínum? Eða er þetta kannski einelti?
Daði Ingólfsson, 11.5.2007 kl. 11:46
Að mínu viti ætti alls ekki að færa þessar 1,5 milljónir á auglýsingareikning Sjálfstæðisflokksins. Því þetta er ekkert annað en aðför að sjálfstæðisstefnunni og rógur gegn einum besta ráðherra Sjálfstæðisflokksins.
Þessi maður virðist vilja breyta Sjálfstæðisflokknum í eitthvað kommúnista og landráðavitleysu. Jón forseti snéri sér, án efa, í gröfinni vissi hann af slíkum mönnum sem Jóhannesi í Bónus sem þættust vera Sjálfstæðismenn. Því það er enginn vandi að skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn, en annað mál er hvort menn séu Sjálfstæðismenn.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 14:02
Ertu til í að útskýra þetta með Jón forseta aðeins betur, nafni?
Pétur Gunnarsson, 11.5.2007 kl. 14:12
Bráðfyndið að nefna nafn Jóns Sigurðssonar forseta í sömu andrá og Sjálfstæðisflokksins. Galli að Jón skuli hafa verið búinn að liggja í gröf sinni í hálfa öld þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður!
Davíð Logi Sigurðsson, 11.5.2007 kl. 14:17
Þessi auglýsing Jóhannesar er dálítið "Bónusleg", subbuskapur í fyrirrúmi og hroki af fyrstu gráðu. Maðurinn talar eins og hvítvoðungur sem ekkert illt hefur séð eða gert. Maður líttu þér nær.
Þorkell Hjörleifsson, 11.5.2007 kl. 14:50
Stefna Jóns forseta er fyrirmynd stefnu Sjálfstæðisflokksins, sjálfstæðisstefnunni. Björn Bjarnason er einn af þeim ráðherrum sem virðist hafa fylgt sjálfstæðisstefnunni í sinni hreinustu mynd og eðlilega um leið uppskorið andstöðu landráðasinnaðra vinstrimanna.
Þegar menn eins og Jóhannes í Bónus halda því fram að þeir séu sjálfstæðismenn en ráðast um leið gegn þeim sem einna best hafa staðið sig í að halda þeirri stefnu gangandi eru þeir komnir í mótsögn og sýna um leið fram á að þeir eru ekki raunverulegir Sjálfstæðismenn.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 15:15
Fyrst farið er að blanda Jóni forseta inn í þetta mál og Sjálfstæðismenn farnir að eigna sér hann, langar mig að spyrja: Hver var stefna Jóns forseta? Eru aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn með stefnu, sem er í andstöðu við stefnu hans?
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 16:42
Jón forseti var þjóðernissinnaður frjálshyggjumaður, það vita allir sem hafa lesið rit hans eða kynnt sér hann nokkuð. Hann vildi m.a. stofna íslenskt varnarlið og að Ísland yrði sjálfstætt og fullvalda.
Sjálfstæðismenn eru ekkert farnir að eigna sér Jón forseta, þeir eru hinsvegar að vinna að þeim málum sem hann vann að ólíkt flestum hinna stjórnmálaflokkanna.
Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.