10.5.2007 | 11:53
Langtímaminni III
Sjaldan hefur feitari kosningavíxill verið gefinn út en sá sem Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra undirritaði með búvörusamningi hálfum öðrum mánuði fyrir kosningar árið 1991. 30 milljarðar króna var verðmæti samningsins á verðlagi þess tíma. Ef ég kann að uppreikna vísitölu neysluverðs jafngildir það 53,3 milljörðum króna á verðlagi dagsins í dag.
Búvörusamningur Steingríms tók gildi á árinu 1992 og gilti til ársins 1998, þ.e. að öllu leyti eftir að kjörtímabili Steingríms lauk. Stjórnarandstaðan gagnrýndi þetta og sagði Pálmi Jónsson: "Þetta er einskonar stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar sem er að kveðja. Að vísu er næsta ríkis stjórn sett í óþægilega aðstöðu, því að það hefur auðvitað áhrif að bændasamtökin eru búin að skrifa undir þessa stefnuyfirlýsingu, að vísu með fyrirvara enn sem komið er. Eigi að síður er alþingi óbundið, og það hlýtur að koma í hlut næstu ríkis stjórnar að beita sér fyrir þeim laga breytingum sem hún vill koma fram, og ekki er hægt að segja á þessu stigi hvort verða þær sömu eins og núverandi ríkisstjórn vill að verði. Ég tel því að undirskrift á þessum svokallaða samningi hefði átt að bíða næstu ríkisstjórnar." Mér finnst eins og þarna sé Pálmi að segja nákvæmlega það sem stjórnarandstaðan hefur verið að segja undanfarna daga og allt gott og blessað um það.
Hálfum mánuði fyrir kosningar undirritaði Svavar Gestsson samning um byggingu bóknámshúss fyrir Fjölbrautarskólann á Sauðárkróki. Svavar var víða á ferð með pennann og 11 dögum fyrir kosningar undirritaði menntamálaráðuneytið samning um byggingu síðari áfanga Fjölbrautarskóla Suðurlands. Framkvæmdirnar voru framundan næstu árin.
Liðlega 2 mánuðum fyrir kosningarnar 1991 fól Steingrímur J. Sigfússon samgönguráðherra Vegagerðinni að bjóða út framkvæmdir við jarðgöng á Vestfjörðum. Að því máli hafði lengi verið unnið og fyrir lá þingsályktun Alþingis og heimild til að verja 380 milljónum til verksins þetta ár, sem var innan við 10% af heildarkostnaði. Þessu var spilað út í aðdragand kosninga. Þremur dögum fyrir kosningar undirritaði hann svo samning um smíði nýs Herjólfs og batt þar með endahnút á nokkurra ára ferli þar sem fyrir lágu heimildir Alþingis.
Stjórnarandstaðan nú hefur gagnrýnt ýmsa kosningavíxla og VG lagt fram frumvarp um að banna slíkt 90 dögum fyrir kosningar. Stefán frændi minn Pálsson segir mér að þetta eigi aðeins við um samninga og yfirlýsingar sem ekki styðjist við fjárheimildir frá Alþingi. Hann mótmælir því harðlega að ég nefni Herjólf í þessu sambandi. Nú hef ég ekki farið yfir alla "kosningavíxla" þessa árs en tel að flestir þeirra styðjist við samþykki og fjárheimildir, amk hvað varðar þetta ár. Ég held því að það sé í raun enginn munur á þessum málum sem stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt nú og stjórnarandstaða á öllum tímum hefur gagnrýnt og í raun sé þessi framganga í samræmi við rótgrónar venjur og hefðir í íslenskri pólitík, hvað sem mönnum finnst um þær venjur og hefðir. Á þennan hátt hafa allir íslenskir pólitíkusar starfað frá upphafi vega, ekki síst Steingrímur og samherjar hans. Þeir eiga auðvitað fullan rétt á að beita sér fyrir umbótum og breytingum, það er hið besta mál, en þeir eru þá meðal annars að breyta verklagi sem þeir sjálfir hafa viðhaft þegar þeir hafa verið í aðstöðu til.
Sama á við um friðlýsingu Hrauns í Öxnadals og Arnarnesstrýtna í Eyjafirði sem greint er frá í dag. Hvorttveggja málið hefur verið í ferli árum saman en þeim er lokið nú, skömmu fyrir kosningar. Ólíkt búvörusamningi Steingríms hefur þessi friðlýsing hins vegar lítinn sem engan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð.
Arnarnesstrýtur friðlýstar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:14 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það tók mig 5 mínútur að finna upplýsingar um þetta hjá einu ráðuneyti, heilbrigðis- og tryggingmálaráðuneytinu. Nenni ekki að leita meira, en segir þetta ekki meira en mörg orð? Samanlagður kostnaður 1.008 milljónir.
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2498
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2494
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2492
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/radherra/RaedurSF/nr/2486
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2489
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2488
http://www.heilbrigdisraduneyti.is/frettir/nr/2481
kolbeinn (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:19
Siv Friðleifsdóttir sýndi nú hversu merkilegar svona friðlýsingar eru þegar hún, sem umhverfisráðherra, af-friðlýsti Kringilsárrana með einu pennastriki, þegar það hentaði.
Örn Úlfar Sævarsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.