9.5.2007 | 22:29
Palladómur
Það var ferskleiki yfir formannaþættinum á Stöð 2, þar á bæ eru menn vel vakandi fyrir möguleikum miðilsins og leggja sig fram um að búa til sem best sjónvarpsefni úr stjórnmálaumræðunum. Vissulega verður sú áhersla til þess að stundum ná efnislegar umræður ekki djúpt og sú staðreynd hefur misjöfn áhrif á möguleika leiðtoganna til að flytja sitt mál. Afar vel heppnað þótti mér það að taka hvern formann í sérstaka fimm mínútna yfirheyrslu.
Mér fannst Geir H. Haarde öflugur í þessum þætti, hann var ákveðinn og skaut fast, t.d. lét hann í ljós megna vanþóknun á útgáfu Hreins Loftssonar á kosningabæklingi undir merkjum DV í dag. Hann talaði um pólitíska misnotkun Baugs á aðstöðu í því sambandi og lagði til að útgáfukostnaðurinn yrði færður á auglýsingareikning stjórnarandstöðunnar. Eins nýtti Geir vel færið til þess að setja ofan í við Steingrím J þegar hann lét undir höfuð leggjast að hafna þeirri dæmalausu stðhæfingu Hjörleifs Guttormssonar að álver væru meinvarp í íslensku samfélagi.
Mér fannst Jón Sigurðsson líka standa sig vel. Mér var ljóst fyrir þáttinn að hann hefði mun minni reynslu í sjónvarpskappræðum en keppinautar hans og að honum falla betur sjónvarpsþættir þar sem tóm gefst til djúprar efnislegrar umræðu um mál. Tveir sterkustu punktar Jóns fannst mér annars vegar vera þegar hann lýsti, eins og Geir vanþóknun á kosningabæklingi Hreins Loftssonar, og spurði hvort auðhringurinn vildi skipta Samfylkingunni inn fyrir Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn. Eins fannst mér gott svar Jóns í yfirheyrslunni hjá Svanhildi þegar hún spurði hann um eftirlaunin. Hann sagðist ekkert vilja þiggja nein eftirlaun heldur vildi hann fá að vinna til dauðadags.
Álitsgjafar Stöðvar 2 voru á einu máli um að Ingibjörg Sólrún hefði komið vel út og ég get tekið undir það, greinilegt er að öryggi hennar vex í takt við vaxandi gengi flokksins í könnunum. Mér fannst mest áberandi að hún var með meðvitaða línu um að spila öruggan leik, hún hélt því opnu að setjast í ríkisstjórn þótt hún yrði ekki forsætisráðherra. Við blasir að túlka það svo að hún sé að undirstrika áhuga sinn á stjórnarsamstarfi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Ætli sú stjórn fái nafnið Baugsstjórnin eftir kosningabækling Hreins Loftssonar?
Steingrímur J lenti í vörn þegar farið var að tala um bjórverksmiðjuna á Árskógsströnd og það að hann var á móti bjórnum á sínum tíma. Þá varð hann reiður og mér fannst hann gera mistök með því að taka svo mikinn tíma í að tala sjálfur um þetta. Svo lýsti hann því fyrirvaralaust yfir að Ingibjörg Sólrún yrði forsætisráðherraefni nýrrar vinstristjórnar.
Ég á erfitt með að tengja við Ómar sem stjórnmálamann og ég segi eins og fleiri að ég sé ekki að unaðsstundir og kílówattstundir þurfi að vera ósættanlegar andstæður eins og hann virðist telja.
Guðjón Arnar talaði mikið um kvótakerfið en kvartaði samt undan því að vera alltaf spurður um kvótakerfið. Hann var spurður hvort hann hefði átt þátt í því að svindla á kvótakerfinu og svaraði: Ekki svo ég muni. Mér fundust þeir Ómar og Guðjón áberandi sístir í þættinum en álitsgjafar þáttarins voru ekki sammála mér um það og töldu Ingibjörgu besta. Þannig er það. Hverjum þykir víst sinn fugl fagur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.5.2007 kl. 00:18 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála því sem þú skrifar hér. Fannst áberandi hve einn álitsgjafinn var ákafur í því að koma því að hver hefði verið sístur. Ekki er spurning um það að Jón var þeirra yfirvegaðstur í orði og æði.
Jóhann Rúnar Pálsson, 9.5.2007 kl. 22:41
Góður maður að vestan sagði: Ef aðeins fegurstu fuglarnir í skóginum syngju væri þögn. Kannski er kominn tími á þessa þögn...Agnes var áberandi síst í Kastljósi - þar þarf ekki frekari vitnanna við.
Hólshreppur (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 08:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.