9.5.2007 | 12:46
Lúðvík Geirsson í Vb: Alcan getur gert nýja tillögu um Straumsvík
Á forsíðu Viðskiptablaðsins í dag er viðtal við Lúðvík Geirsson, bæjarstjóra í Hafnarfirði. Þar segir Lúðvík. "Það er ekkert sem útilokar það að [Alcan] vinni frekar með sínar deiliskipulagstillögur. Það er ekkert leyndarmál. Það var felld hér ákveðin tillaga en það er ekkert sem bannar mönnum að leggja málið fyrir með nýjum hætti til frekari skoðunar."
Þetta rímar vel við þann orðróm sem heyrst hefur undanfarið að Lúðvík vinni að því að sannfæra Alcan menn um að þeir þurfi ekki að fara með starfsemi sína frá Hafnarfirði, þeir geti bara byggt nýja kerskála á lóðinni og lagt nýja deiliskipulagstillögu fyrir bæjaryfirvöld. "Alcan hefur allt frelsi til að skoða sín mál og vinna sínar hugmyndir og leggja þær fyrir til umræðu og kynningar. Auðvitað myndum við fara yfir það," segir Lúðvík í Viðskiptablaðinu.
Sama dag og þessar fréttir berast um áhuga Samfylkingarmeirihlutans í Hafnarfirði til að forða því aðálverið í Straumsvík verði flutt úr bænum með því beina og óbeina tekjutapi og auknum útlögðum kostnaði sem það hefði í för með sér fyrir Hafnfirðinga eru forystumenn VG í örvæntingarfullri tilraun til þess að koma stóriðjumálum aftur á dagskrá þjóðmálaumræðunnar. Á heimasíðu Ögmundar og í rammagrein Steingríms J. í Mogga í dag, er gefið í skyn að formaður Framsóknarflokksins standi í leynisamningum við Alcan um stækkun Straumsvíkur. En hvaða aðkomu hefur formaður Framsóknarflokksins að því máli. Er ekki boltinn hjá bæjarstjóranum í Hafnarfirði eins og fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Er það ekki bæjarstjórn Hafnarfjarðar sem hefur málið hjá sér?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536800
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíddu Pétur. Ertu sem sagt að segja að Lúðvík hefði átt að segja ósatt í þessu viðtali.
Það eru bara engar reglur hvorki skrifaðar í bókstaf, né í siðferði, sem gefa Lúðvík og bæjarstjórn Hafnafjarðar það tækifæri að banna fyritækjum að koma með deiluskipulagstillögur. Enda yrði það heimskulegar reglur og vægast sagt ósanngjarnar fyrir fyritæki.
Vilt þú kannski að það séu til þannig reglur? Að sveitafélög geti bannað fyrirtækjum að koma með skipulagstillögur að lóðum sínum? Bara að stoppa það þar, engar tillögur inn á okkar borð, punktur pasta??
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 14:03
Þetta er nú meira vindhöggið hjá þér Pétur.
Af því ekkert í máli Lúðvíks styður það sem þú vilt koma á kreik notar þú "ólyginn sagði mér" tæknina sem ákveðinn innmúraður ritztjóri er þekktur fyrir.
Gaspur áfram - ekkert stopp?
Dofri Hermannsson, 9.5.2007 kl. 16:40
Dofri þú veist að Lúðvík er út um allan bæ að reyna að róa órólega krata í Hafnarfirði sem kraumar á eftir framgöngu meirihlutans í Hafnarfirði, t.d. Árni Hjörleifsson og fleiri, hann heldur því í þessu viðtali opnu að taka nýja deiliskipulagstillögu til meðferðar í bænum og að 25% atkvæðisbærra manna geti krafist atkvæðagreiðslu um hana. Hlynur, reyndar er venjan sú held ég að skipulagsvaldið er hjá sveitarfélaginu og það hefur frumkvæði að deiluskipulagstillögum á hverjum reit, þannig held ég að megi fullyrða að sé venjan og lestu nú ekki svona mikið í þetta. En það er bæjarstjórinn í Hafnarfirði sem er lykilmaðurinn varðandi það hvort stækkun verður í Straumsvík eða ekki og það er mergurinn málsins.
Pétur Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 17:22
Þegar hægir um og gruggið sest þá er smá saman að renna upp fyrir mörgum Hafnfirðingum að þeir voru fórnarlömb lýðskrums.
Tryggvi L. Skjaldarson, 9.5.2007 kl. 22:05
Ja ef rétt er farið með þá verða rúm 50 % Hafnfirðinga bandsjóðandi brjálaðir. Og hvað þá? Önnur atkvæðagreiðsla? og önnur, og önnur? Nýjar og nýjar tillögur lagðar á borð? Alveg þar til niðurstöður kosninga sýna sigur í "rétta"átt? Nei ætli það, Hafnfirðingar tækju upp frönsku aðferðina á Samfylkinguna þar í bæ.
Báran, 10.5.2007 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.