9.5.2007 | 11:32
Frjálst og óháð
Capacent reiknar kostnað stjórnamálaflokkanna við auglýsingar í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Hverjum skyldi reiknast útgáfa DV í gær en þá var sérstök kosningaútgáfa þess borin í öll hús? Það er stórt spurt en mér finnst ástæða til. Þegar þessu blað er flett og skoðaðar fyrirsagnir og umfjöllunarefni er ekki að sjá að ríkisstjórnin hafi gert nokkurn einasta hlut af viti alla sína tíð. Þetta er samfelld gotnesk messa um samsærið mikla, hér hafa stjórnvöld verið á fullu við að níðast á smælingjum og hlunnfara ekkjur í heilt kjörtímabil, ef marka má framlag ritstjórnar DV.
Hámarki nær boðskapurinn í opnugrein sem stjórnarformaður Baugs og stjórnarformaður útgáfufélags DV, Hreinn Loftsson ritar í blaðið til þess að kynna lesendum áhugamál sitt um nýja Viðeyjarstjórn. Sú stjórn vill Hreinn að snúi sér að einkavæðingu heilbrigðiskerfisins og fleiri slíkum verkefnum.
Annar óháður sérfræðingur skrifar í blaðið, sá er Birgir Hermannsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar, og hugmyndafræðingar Samfylkingarinnar. Af því að ég er alinn upp að leita að því sem skásta í hverjum hlut ætla ég að nefna að annáll Guðmundar Magnússonar fannst mér yfirvegaður og sanngjarn og palladómarnir um stjórnmálaforingjana voru það líka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:46 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536800
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta "blað" sem dreift undir heitinu DV gengur svo langt að það getur bara ekki verið að fólk taki þetta alvarlega. Maður er mest hissa á því, eins og ástandinu er lýst hér undanfarin ár í þessu meinta kosningablaði, að maður skuli ennþá draga andann. Grímulaus árás á stjórnarflokkana báða. Vona að ég þurfi aldrei aftur að fletta DV, hef ekki gert það áður síðan núverandi aðilar tóku við rekstri þess og þurfti bara að fletta því í 1-2 mín í morgun til að átta mig á hvers kyns sorp þetta var.
Gústaf (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.