hux

Tekinn

Össur Skarphéðinsson gagnrýndi í gær sjálfstæðismenn fyrir að bera áfengi í nemendur í Háskólanum í Reykjavík með því að bjóða þeim til sín í vísindaferð og síðan á Hverfisbarinn til drykkju. Vandlætingin leyndi sér ekki í skrifum Össurar, hann taldi víst að hegningarlögin hefðu verið sveigð, jafnvel brotin til þess að kaupa stuðning nemenda. Þetta voru nokkur tíðindi. Var Samfylkingin loksins farin að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum í þessari kosningabaráttu þótt í litlu væri?

En nú hefur komið krókur á móti bragði frá Sjálfstæðismönnum.  Heiðrún Lind Marteinsdóttir rifjar á bloggi sínu upp að eingöngu hálfum mánuði áður en sjálfstæðismenn buðu stúdentum HR í vísindaferð og að því loknu á Hverfisbarinn hafi Samfylkingin boðið stúdentum sama skóla í vísindaferð og síðan á Hverfisbarinn. Ég bíð spenntur eftir að Össur fordæmi þetta brot Samfylkingarinnar á almennu velsæmi og jafnvel hegningarlögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Eru nemendur Háskólans í Reykjavík ekki yfir 20 ára gamlir? Hvað er vandamálið? Skil ekkert í Össuri vini mínum hvað þetta varðar.

Hallur Magnússon, 8.5.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Lifi lagerinn!

Júlíus Valsson, 8.5.2007 kl. 22:42

3 identicon

Kommentin við pistil Össurar eru dásamleg.  Þar er farið hamförum um taugaveiklun Sjálfstæðisflokksins og hversu Samfylkingin er að velgja þeim undir uggum.

Snilld! 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 00:55

4 identicon

Pétur fellur hér í djúpa grifju með því að vanda ekki nægilega til verks á þessum samanburði. Heiðrún Lind gerir það reyndar viljandi en mig grunar að kappið hafi hlaupið með Pétur.

Þessi samanburður er nefnilega ekki alveg réttur. Jú vissulega bjóða báðir stjórnmálaflokkarnir í vísindaferð (það gera reyndar held ég allir flokkar) EN, takið eftir þessu stóra EN, eftir hinn eiginlega kokteil þá býður Samfylkingin öllum á Hverfisbarinn og þar fá allir sama tilboðið á barnum EN hjá Sjálfstæðisflokknum fengu þeir sem voru með merki flokksins í barminum frían bjór en aðrir EKKI.

Þarna liggur grundvallarmunur og Heiðrún Lind gerir það sennilega viljandi að fjalla ekkert um það en hvað með þig Pétur, sérð þú engan mun á þessum tveimur samanburðum ? 

Þetta er svipað og eftir vísindaferð í Ölgerðina að þeir sem eru merktir Egils Appelsíni fái frían bjór eftir ferðina á pöbb í bænum meðan aðrir fá það ekki. 

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:54

5 identicon

Þetta er frábært. Og þegar búið verður að lögleyfa hass þá geta stjórnmálaflokkar líka boðið nemendum í pípu að lokinni vísindaferð.

Arnþór Jónsson (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 09:26

6 Smámynd: Jón Gestur Guðmundsson

Þótt maður gangi með merki sjálfstæðisflokksins er ekki þar með sagt að maður kjósi flokkinn. Margir gætu hafa sett á sig merkið bara til þess að frá frían bjór og hent síðan merkinu þegar út er komið.

Ég geri engan greinamun á tilboði D og tilboði S.

Jón Gestur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 09:39

7 identicon

Mér þykir bjór góður og væri alveg til í þiggja nokkkra í sambandi við svona uppákomur. En ég mundi aldrei láta hafa mig út í að ganga með xD merki i barminum, til að það gæti orðið. Það þíðir að ef ég hefði verið nemandi í HR, hefði ég orðið útundan. Jú, það er mikill munur á þessum tveimur tilvikum, sem verið er að bera saman.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:56

8 Smámynd: Lýður Pálsson

Og eins og sagan hefur kennt okkur síðustu vikurnar er enn og aftur verið að reyna að draga kosningabaráttuna niður á lægra plan.  Af hverju ræðir Össur ekki málefnin í stað þess að tala um vínveitingar fyrir hóp nemenda sem eru 20 ára og eldri? Sá yðar sem syndlaus er .... og svo framvegis.....! Allir flokkar vilja  veita vel ekki satt?

Lýður Pálsson, 9.5.2007 kl. 11:11

9 identicon

Skæl skæl þarna er grundvallarmunur á og skæl mikið óréttlæti. ég er ekki einu sinni í HR og fékk því ekki ókeypis bjór og skæl varð því útundan skæææææl.

ég fæ ekki einu sinni skæl rós frá vottum jehóva skæl sem þramma hús úr húsi nú skæl fyrir kosningar skæææææl.

Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 11:26

10 Smámynd: Bjarki Már Baxter

Er eitthvað að því að einstaklingar yfir tvítugu úr HR fái frían bjór gegn því að bera merki Sjálfstæðisflokksins á bar í Reykjavík? Heldur fólk virkilega að HR-ingum verði "smalað" á Hverfisbarinn gegn þeirra vilja? Þessi umræða er alveg arfavitlaus. Það hafa allir stjórnmálaflokkar einhverja atburði þar sem boðið er uppá léttar veigar nú fyrir kosningar og hafa alltaf gert. 

Bjarki Már Baxter, 9.5.2007 kl. 12:01

11 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Já Bjarki, rétt en tilefni umræðunnar er jú tvískinnungur Össurar sem gagnrýnir aðra og hefur uppi stór orð um það sem hans eigin menn eru að gera.

Pétur Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband