8.5.2007 | 21:24
Björn spinnur
"Ráðuneytið gat ekki vitað fyrirfram, hvað margir mundu sækja um embætti aðstoðarríkislögreglustjóra eða álitið, að britingarstaður auglýsingar réði því." Þetta virðist vera vörnin sem Björn Bjarnason telur sig geta fært fyrir vinnubrögðunum sem hann viðhafði við að auglýsa laust til umsóknar starf aðstoðarríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í sama pistli rökstyður hann ákvörðunina um að auglýsa aðeins í Lögbirtingi með því að auglýsingunni hafi verið beint að tilteknum markhópi.
Og svo telur Björn sig þess umkominn að kalla mig spunameistara??? Allur er þessi málflutningur hans með ólíkindum og byggir á útúrsnúningi jafngagnsæjum þeim sem hann botnar færslu sína á, þegar hann heldur því fram öðru sinni að ég hafi verið á bar þegar ég heyrði af samtölum Steingríms J. og Geirs H. Haarde meðan Geir var enn að velta því fyrir sér hvort VG væri ein af sætu stelpunum á ballinu. Það var sannkallaður spuni sem Björn reynir enn að stimpla inn en öllum sem lásu þá færslu mína óbrjáluðum augum var ljóst að svo var ekki. Það virðist hluti af vörn Björns í þessu máli og sennilega málstað hans fyllilega samboðið að svo lágt sé lagst.
En Birni hentar nú eins og stundum áður að reyna að fara í sendiboðann og gera hann ótrúverðugan. Efnislegar varnir á hann fáar. Mig langar að bæta úr því og benda Birni á vörn sem hann gæti reynt að bera fyrir sig í máli þessu. Hann hefur notað þá vörn áður. Þótt gildi röksemdarinnar sé af skornum skammti, verður því ekki á móti mælt að skemmtigildið er ótvírætt. Rifjum upp þessa vörn sem Björn beitti þegar hann stóð að umdeildri skipan í embætti hæstaréttadómara. Vörnin var þessi: Ég hafði málefnalegar ástæður fyrir því að skipa þennan mann í embættið. Það er þess vegna ómálefnalegt að halda uppi gagnrýni á þessa embættisveitingu sem var byggð á málefnalegum forsendum. Orðrétt sagði Björn um hæstaréttardómarann í viðtali við Ara Sigvaldason, fréttamann RÚV: "Ég tók ákvörðunina á málefnalegum forsendum, þess vegna er hún hafin yfir gagnrýni."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:23 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536800
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sagði hann ekki líka um ráðninguna á Ólafi Berki eitthvað á þessa leið að "ákvörðunin er hafin yfir gagnrýni". Svona til að hafa það algjörlega hrokalaust
það má sjá hann segja þetta viðtali í þessu upprifjunar- og áróðursmyndbandi ungra Samfylkingarmanna: http://www.youtube.com/watch?v=8Hx9GAhRMDA
Andrés Jónsson, 8.5.2007 kl. 22:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.