8.5.2007 | 20:38
Þegar stórt er spurt...
"Stefna okkar er að vera á móti þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa mótað og skoða málið ofan í kjölinn." Um það bil svona svaraði Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingmannsefni VG í Kraganum, þegar Valgerður Sverrisdóttir beindi til hennar þeirri spurningu í beinni útsendingu Kastljóssins frá Egilsstöðum hver væri stefna VG í þjóðlendumálum. Umfjöllunarefnið var byggðamál. Mér fannst þetta athyglisvert svar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:59 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536802
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Illa stýrður og hreint út sagt leiðinlegur þáttur að mínu áliti!
Jóhann Rúnar Pálsson, 8.5.2007 kl. 23:09
Ég sá hluta af þessum þætti og mér fannst Guðfríður Lilja vera pikkföst í sama farinu, notaði alltaf sama svarið við mism spurningum og svaraði þal nánast aldrei því sem var spurt um.
Það er "gaman" fyrir fólk á Húsavík á láta einhverja skákstelpu að sunnan segja sér fyrir verkum og banna því að nota orkuna á staðnum og þau verðmæti sem felast í nýtingu hennar.
Enn hefur enginn komið fram og greint frá því hvaða náttúru er verið að fórna þarna fyrir norðan.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 23:34
Er sífellt í þrátefli blessuð konan. Lofaði ágætu í upphafi baráttunar en sígur alltaf neðar hvað varðar trúverðugleika á því að geta komið að landsstjórninni. Virðist sem Vg geti einungis verið á móti. Kemur altént alltaf hik á þann flokk þegar ræða á raunhæfar leiðir að velferð landsbyggðarinnar.
Jóhann Rúnar Pálsson, 8.5.2007 kl. 23:52
Já, Guðfríður Lilja stóð sig ekki vel í þættinum. "Flottast" fannst mér hjá henni þegar hún hélt því fram að hún hefði ferðast meira um Norðausturland en Valgerður Sverrisdóttir og þegar hún sagði okkur frá öllu því góða sem hún hefði lært í útlöndum. Væntanlega komið heim til að boða "nýja" sannleikann.
Enn á ný kemur í ljós hversu innantóm atvinnustefna VG er, líkt og þegar Þuríður Backman talaði um stofnun bakaría sem dæmi um atvinnuppbyggingu á svæðinu.
Eygló Þóra Harðardóttir, 9.5.2007 kl. 08:53
Valgerður fær mikið hrós fyrir að ná að kalla spurningu inní eina af þessum endalausu ræðum Guðfríðar Lilju um öll tækifærin í uppbyggingu samgöngukerfa, jöfnun flutningskostnaðar... "Hver er undirstaðan, hvaðan eiga peningarnir að koma" náði Valgerður að spyrja (ca. svona orðað), og þá stóð ekki á svarinu hjá VG konunni: "Það er til nóg af peningum í þessu samfélagi". Sem er reyndar rétt hjá henni en verður varla lengi ef hún kemst nálægt ríkisstjórn. Þá fáum við zero hagvöxt og miklu hærri skatta. Held líka að ræðan hennar um að þar sem hún hafi verið tíu ár í háskólum erlendis þá viti hún meira en aðrir um verðmæti íslenskrar náttúru - sem var undirliggjandi merking í orðum hennar - hafi varla skorað mörg stig, nema kannski hjá því unga hugvísindafólki sem er hvort sem er þegar á lista hjá VG.
Gústaf (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 10:16
Það var líka athyglisvert og sérlega málefnalegt innskotið hjá Valgerði þegar hún hnýtti því aftan í frammíkall sitt að VG væri þjóðnýtingarflokkur. Ég hef kannski fylgst svona illa með, en ég man ekki eftir að hafa heyrt VG koma með tillögur til þjóðnýtingar á einu eða neinu (og hér geri ég skýran greinarmun á því að þjóðnýta eitthvað og að láta eiga sig að einkavæða eitthvað). Kannski einhver Framsóknarmaður geti útskýrt fyrir mér hvað ráðherrann var að fara með þessu. Þó tók fyrst steininn úr þegar Valgerður reyndi að sverja af sér og sínum flokki þáttöku í þjóðlendufarsanum, enda hlógu viðmælendur hennar í forundran að þeirri ámátlegu viðleitni.
Karl Hjörvar, 9.5.2007 kl. 16:36
Ekki trúi ég að VG né Íslandshreifingin hafi verið stolt af frambjóðendum sínum á borgarafundinum á Egilsstöðum sem sýndur var í sjónvarpinu í gærkvöldi. Slakari frambjóðendur man ég ekki eftir að hafa séð fyrr. Engin raunhæf svör við einu né neinu, aðeins gagnrýnt. Blaðamenn eru ágætir í að gagnrýna en við gerum meiri kröfur til frambjóðenda til Alþingis. Kjósendur þurfa svör við því hvernig á að leysa úrlausnarefnin, það er ekki nóg að benda á þau.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.