8.5.2007 | 14:09
Vörður varðanna?
Það er komið fram að Jóhannes Rúnar Jóhannsson, einn umsækjenda um embætti Ríkissaksóknara sé búinn að draga umsókn sína til baka. DV greindi frá því í dag og jafnframt að búist sé við að Jón H.B. Snorrason verði skipaður í þetta lykilembætti æðsta handhafa ákæruvaldsins í landinu. Samkvæmt mínum heimildum er ekki ólíklegt að fleiri umsækjendur en Jóhannes Rúnar eigi eftir að draga umsóknir sínar til baka.
Umsækjendur voru allir fimm kallaðir í viðtöl við Björn Bjarnason dómsmálaráðherra í síðustu viku. Að þeim loknum var þeim tilkynnt að ákvörðun um veitingu embættisins yrði tekin og kynnt 4. maí. Þann dag barst umsækjendum svo tölvupóstur þar sem fram kom að ákvörðun hefði verið frestað og yrði hún tilkynnt síðar.
Samkvæmt mínum upplýsingum lásu amk nokkrir umsækjendur þannig í viðtal sitt við ráðherrann að hann hefði í hyggju að skipa Jón H. B. Snorrason í embættið. Það var í framhaldi af því sem Jóhannes Rúnar dró sig í hlé. Jón er nú aðstoðarlögreglustjóri í Reykjavík og undirmaður Stefáns Eiríkssonar, nýs lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Áður var hann undirmaður Haralds Johannessen, ríkislögreglustjóra, sem yfirmaður efnahagsbrotadeildar þess embættis og saksóknari í efnahagsbrotamálum. Hann er sagður í nánum og miklum tengslum við þessa tvo yfirmenn þeirra tveggja lögregluembættanna á höfuðborgarsvæðinu sem ríkissaksóknaraembættið á mest samskipti við og hefur eftirlit með.
Árangur Jóns við saksókn efnahagsbrotamála hefur ekki þótt öfundsverður og fáir kollegar hans í stétt lögfræðinga og lögmanna telja að saksóknaraferill hans sé til þess fallinn að mæla sérstaklega með honum í embætti ríkissaksóknara. En boltinn er nú hjá Birni Bjarnasyni, framherja Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu. Lögfræðingar landsins fylgjast spenntir með. Ætlar Björn sér virkilega að skipa Jón í embættið og jafnvel fyrir kosningar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536802
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pétur. Ég er fegin að sjá þó frétt um þetta, þ.e.a.s. hér, á einu mest lesna bloggi landsins, því að mest lesni vefmiðill landsins MBL hefur ekki frétt af þessu stórmáli!!!??? En vonandi eru þeir búnir að frétta þetta núna ... hjá þér
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 14:44
Þöggun moggans er æpandi! Óþægilegt mál fyrir djélistann. Kannski BB hefði átt að vera áfram á spítalanum? En það er sérkennilegt að dómsmálaráðuneytið treystir sér ekki til fylgja þeim reglum sem gilda um auglýsingar á störfum sem það skipar í. En valdið spillir: Reglur eru fyrir aðra!
Auðun Gíslason, 8.5.2007 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.