hux

Kristján Þór og Stjáni blái

Sjálfstæðismenn segja fátt í þessari kosningabaráttu og það litla sem þeir segja reyna þeir að draga til baka jafnóðum. Ásta Möller skipti um skoðun á ljóshraða í beinni útsendingu þegar verið var að ræða forsetann og stjórnarmyndun. Geir H. Haarde setti allt á fullt þegar farið var að tala um áhuga sjálfstæðismanna á einkavæðingu Landsvirkjunar og dró svo vel í land að síðan hefur ekki verið á það minnst. Í dag var Kristján Þór Júlíuson í hádegisfréttum Stöðvar 2 að reyna að hlaupast undan því sem hann sagði á vinnustaðafundi hjá Sæplasti í Dalvík og hefur sagt víðar á vinnustöðum að þetta ríkisstjórnarsamstarf verði ekki endurnýjað og að hann sjái helst fyrir sér stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar á næsta kjörtímabili.

Það var broslegt að sjá Kristján Þór reyna að hlaupast undan þessu. Hann neitaði aðeins að þetta hefði verið á opnum fundi, sem hvergi hafði verið fullyrt. Hann kannaðist við að hafa látið ummælin sjálf falla en það hefði verið í glensi. Ekki föttuðu þó allir brandarann og var mikið um þetta rætt manna á meðal og sama hefur verið upp á tengingnum á fleiri vinnustaðafundum í kjördæminu. 

Að lokum þetta:  Segir Kristján Þór eitt á vinnustaðafundum og annað á opnum fundum? Eru Kristján Þór og Stjáni blái ekki einn og sami maðurinn? Er hann í skemmtireisu eða á kosningaferðalagi um kjördæmið? Er hann ekki að biðja um traust almennings til að verða 1. þingmaður kjördæmisins?

Eftirmáli, smá upprifjun. Kristján Þór Júlíusson í viðtali við Dag, árið 1988:

Ég er ekki bundinn neinum flokkspólitískum böndum, enda held ég að myndi þrífast ákaflega illa í einhverjum flokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ég vona að Sjálfstæðisflokkurinn fari ekki í stjórn með Samfylkingunni,það tel ég slæman kost fyrir landsbyggðina, annars veit maður aldrei fyrir hvað Samfylkingin stendur, ef einhver flokkur skiftir oft um skoðun þá er sá merkilegi flokkur.

Ragnar Gunnlaugsson, 7.5.2007 kl. 16:10

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Jú Kjartan auðvitað má hann segja þetta og ekkert athugavert við það og alls ekkert til þess að hann sé að reyna að hlaupa í felur með að hafa sagt.

Pétur Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 17:53

3 identicon

Núna á síðustu metrum fyrir kosningar er Samfylkingin að koma heldur betur illa út. Kosningarloforð upp á tugi milljarða og þegar formaðurinn er spurður hvernig í ósköpunum á að fjármagna þetta, þá talar hann bara um að hagvöxturinn sjái um þetta. Fólk sér í gegnum svona. 

Tek undir það sem Ragnar segir um landsbyggðina og Samfylkingu. Hvað varðar mögulegt samstarf S og D, þá held ég að Samfylkingin hafi ekki "í sér" að standa í hárinu á Sjálfstæðismönnum. Það myndi henta Sjálfstæðismönnum.

Ólafur Haraldsson (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband