6.5.2007 | 09:28
D + F vantar einn mann, samkvæmt Fréttablaðinu
Mér finnst athyglisvert við könnun Fréttablaðsins í dag að það munar litlu að Sjálfstæðisflokkurinn geti myndað tveggja flokka ríkisstjórn með Frjálslyndum. Könnunin í dag gefur sjálfstæðismönnum 28 þingmenn en Frjálslyndum þrjá, þannig að það vantar einn þingmann í meirihlutastjórn þessara tveggja flokka.
Það er athyglisvert í ljósi þess að frjálslyndir eru upphaflega klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum. Og tveir af líklegustu þingmannsefnum frjálslyndra í dag eru einmitt fyrrverandi varaþingmenn Sjálfstæðisflokksins, Guðjón Arnar og Jón Magnússon. Hve langt yrði þá þangað til frjálslyndir rynnu aftur saman við stofninn sem þeir klofnuðu upphaflega frá? Þá væri íhaldið komið með nánast hreinan meirihluta á Alþingi.
Ég held hins vegar að það sé alveg ljóst að núverandi ríkisstjórn verður ekki endurreist ef niðurstöðurnar verða í líkingu við þetta, ef Sjálfstæðisflokkurinn nýtur en Framsóknarflokkurinn geldur verka ríkisstjórnarinnar hljóta Framsóknarmenn að draga sig í hlé, ef fylgið er komið niður í um 10%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536617
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.