hux

Capacent klúðrar

Capacent tók að sér að reikna út auglýsingakostnað stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar og klúðraði því. Þeir tvíbókuðu einhverjar tekjur og ofmátu kostnað framsóknar um 4,3 milljónir. Er ekki tilvalið að Capacent noti svona 4,3 milljónir af sínum peningum í auglýsingar til þess að reyna að bæta þann skaða sem þessi rangfærsla fyrirtækisins hefur valdið á viðkvæmu stigi í kosningabaráttu?

Ranga fréttin var 2. frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær með mikilli dramatík um að Framsóknarflokkurinn væri búinn að auglýsa mest og væri langt kominn með auglýsingapeningana. Leiðréttingin svokallaða um að í raun hafi Samfylkingin auglýst mest var lesin undir mynd í miðjum hádegisfréttum á laugardegi sem enginn hlustar á. Sama á við um fleiri miðla. Ranga fréttin var forsíða á vef RÚV en leiðréttingin rataði aldrei þangað inn.

Og um þetta samkomulag; það tók gildi eftir að Samfylkingin ein flokka var löngu farin í gang með blaðaauglýsingar. Það mælir bara blöð, útvarp og sjónvarp, ekki t.d. kostnað við símhringingar, sem er aðaláherslumál Sjálfstæðisflokksins, ekki markpóst og beina markaðssetningu, sem er líka mikil áhersla á hjá Samfylkingunni eins og sést af því að fólk á þeirra vegum gengur nú í hús og gefur rósir auk þess að senda stefnuplögg í markpósti á valda hópa. Það mælir ekki flettiskilti og götuskilti og ekki vefauglýsingar. Og það mælir ekki heldur 3ja milljóna króna leigu Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks á Húsdýragarðinum í Reykjavík.

Og heldur ekki útgáfu á blöðum, eins og þeim sem Samfylkingin hefur vikulega dreift í öll hús í borginni, og framsókn dreifði í dag í öll hús í Reykjavík. Þannig að þessar mælingar Capacent segja hvort sem er enga sögu nema þessa einu: þeir klúðruðu því, ollu skaða og eru ekki að leggja sig fram um að bæta fyrir hann. Þegar þetta bætist við lýsinguna á vinnubrögðum í skoðanakönnunum þeirra hér að neðan sýnist mér að þetta fyrirtæki sé í ákveðinni krísu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Leyfi mér að benda á næstsíðustu færsluna mína, sem ég skrifaði um hádegisbilið í dag. Leyfi mér líka að benda innan sviga á þá síðustu.

Hlynur Þór Magnússon, 5.5.2007 kl. 20:04

2 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Reyni öðru sinni að setja hér inn athugasemd: Leyfi mér að benda á næstsíðustu færslu mína, sem fjallar um þetta mál og var sett inn um hádegisbilið í dag. Leyfi mér líka innan sviga að benda á þá síðustu ...

Hlynur Þór Magnússon, 5.5.2007 kl. 20:08

3 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Nákvæmlega Hlynur þetta með næstsíðustu færsluna en nú sé ég síðustu færsluna þína og mótmæli harðlega því sem þar kemur fram.

Pétur Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 20:18

4 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Heldurðu virkilega að þetta komi til með að skipta einhverju máli?

Davíð Logi Sigurðsson, 5.5.2007 kl. 22:28

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Þetta þýðir bara annað af tvennu:

  1. Einhver hefur gert mistök í mælingum og Framsókn hefur í rauninni notað 10 sinnum meira auglýsingafé en allir hinir til samans; eða
  2. Það þarf að reka auglýsingafulltrúa Samfylkingarinnar.

Elías Halldór Ágústsson, 5.5.2007 kl. 22:41

6 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Já Davíð Logi, ég held að þetta skipti máli og hafi valdið raunverulegum skaða þeim sem mistökin bitnuðu á.

Pétur Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 23:28

7 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Ef þið haldið að þessi tvítalning muni fella Framsókn á kjördag, tja ... þá er nú grunnt á málefnatengdum atkvæðum merktum 'B'. Svona taugaveiklun yfir svona tittlingaskít. Góðu fréttirnar eru að það er öllum skítsama! Vondu fréttirnar eru að Framsókn fær eftir sem áður á baukinn þann 12.

Jón Agnar Ólason, 5.5.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband