5.5.2007 | 09:40
Úthverfapakk - nei takk
Það koma fram athyglisverðar upplýsingar fyrir minn smekk í smáletursdálkinum frá Degi til dags í Fréttablaðinu í dag. Þar er Sigríður Björg Tómasdóttir, fréttastjóri, búinn að leggjast í þá rannsóknarvinnu að telja í hvaða póstnúmerum efstu menn framboðslista búa. Hún kemst að því að hvorki fleiri né færri en sjö af efstu 10 frambjóðendum Samfylkingarinnar í báðum Reykjavíkurkjördæmunum eru búsettir í Mið- eða Vesturbæ Reykjavíkur, þ.e. póstnúmerum 101 og 107. Já, 14 af 20 efstu hjá Samfylkingunni í Reykjavík eru úr þessum hverfum.
Hjá VG er staðan þannig í Reykjavík norður af 4 af 5 búa í 101 eða 107 en sá fimmti alla leið austur í Norðurmýri sem er vitlausu megin við landamæri 101 og 105. Í Reykjavík suður er staðan önnur hjá VG, þar eru fjórir af fimm úr 108 eða 105. Athyglisvert.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:47 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536802
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er gott Pétur, að Sigríður skulir ekki hafa eytt tíma í að tiltaka búsetu frambjóðenda Framsóknarflokksins því hún skiptir ekki máli lengur í því samhengi.
Hinsvegar gæti staðsetning skipt máli fyrir nv. þingmenn Framsóknar í Reykjavík þegar kemur að því að leita að nýrri vinnu eftir 12. maí.
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 09:57
Það er greinilegt að fólk austan Elliðaánna á ekki greiða leið í framboð hjá vinstri flokkunum. Hvað ætli ráði því?
Guðmundur Ragnar Björnsson, 5.5.2007 kl. 12:45
Já, Guðmundur og varla einu sinni fólk austan Snorrabrautar.
Pétur Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 12:52
Sem sagt það er nokkuð til í því þegar landsbyggðarfólk kvartar yfir því að það sé kaffihúsalið í 101 sem berjist harðast gegn því að það geti nýtt orkuna sína til að byggja upp öfluga kjölfestu fyrir atvinnulífið sitt.
Bjarni M. (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 15:23
Þessar upplýsingar benda líklega í þá átt, Bjarni, og kannski er þetta líka einhver skýring á því að vinstri flokkarnir hafa ekki verið mjög áhugasamir um samgöngubætur í borginni enda er það fyrst og fremst vandamál í lífi fólks í austurhluta borgarinnar og í nágrannasveitarfélögunum.
Pétur Gunnarsson, 5.5.2007 kl. 20:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.