4.5.2007 | 10:05
Allt annað líf
Allt annað líf. Þetta er slagorð VG, í blöðunum í dag er mynd Steingrími J. undir þessu slagorði. Mér finnst þetta fínt slagorð hjá VG, svona fyrir þeirra hatt. Ég held að þetta sé að virka fyrir þá. Ég held að með þessu sé einmitt verið að höfða til þeirra sem eru óánægðir með lífið og eru að bíða eftir því að eitthvað gerist. Að stjórnvöld taki nú á málinu. Ali t.d. fyrir þau upp börnin með því að herða útivistarreglurnar og koma á netlöggu í stað þess að taka sjálfur ábyrgð á því hvað krakkarnir manns eru að gera á netinu. Þá yrði nú allt annað líf. Ef ríkið gerði nú bara eitthvað í þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536802
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Voru Vg ekki ferkar að tala um að fylgjast með klámi á netinu, á íslenskum síðum sem og perrum sem væru að reyna að tæla börn. Finnst það nú allt í lagi að skoða það. Ég hef nú fylgst ágætlega með mínum dætrum og þeirra netnotkun en er ekki viss um að þær gætu ekki komist framhjá eftirliti mínu ef þær vildu. Veit að eldri dóttirin passaði sig á nú síðustu ár að stroka út öll samtöl á msn úr minninu. Þó ég sé ekki meðmæltur netlöggu þá finnst mér allt í lag i að það séu einhverjir sem fylgjast með og geti náð þessum perrum áður en þeir valda börnum skaða.
Magnús Helgi Björgvinsson, 4.5.2007 kl. 10:33
Nei ekki í upphafi var hugmyndin um netlögguna sú en nú kom Steingrímur J. með útskýringar í Kastljósi í gær sem allir eru sammála.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 10:49
Sæll Pétur, - gæti ekki verið meira sammála. Setti sjálf inn pistil um þetta í morgun, eftir að ég hafði fengið þennan fína bækling frá VG í póstinum og séð borgarafundinn með Steingrími og Sveini Hirti. Gat bara ekki orða bundist lengur.
Bendi þér sérstaklega á yndislega athugasemd frá Önnu Karenu, VG manneskja með meiru við pistlinum...
Eygló Þóra Harðardóttir, 4.5.2007 kl. 13:13
Þetta slagorð VG er náttúrulega alger snilld og engu logið í því. en það er staðreynd að ef VG komast að kjötkötlunum þá verður lífið "Allt annað líf" hjá okkur íslendingum, það er á hreinu. Ég hef hinsvegar miklar áhyggjur af því að það líf verði ekki "betra líf".
Guðmundur H. Bragason, 4.5.2007 kl. 14:57
Æji já, þetta er nefnilega svo ferlega gamaldags flokkur þó hann sé frekar ungur að árum.
Guðrún Helgadóttir, 4.5.2007 kl. 15:40
Iss, það er ekkert fútt að hafa hér. Eru bara framsóknarenglarnir vakandi núna? Þetta gæti þó skánað ef nafni þinn Tyrfingsson kíkti hingað inn, hann er nú þaulsetinn á blogginu á nóttunni. Sjáum hvað setur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 01:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.