3.5.2007 | 15:21
VG: Inn með börnin?
Ég held að ég skilji þessa færslu hennar Sóleyjar Tómasdóttur, ritara VG, rétt: Hún er að tala um að það sé nauðsynlegt að endurskoða og þrengja útivistarreglur barna á Íslandi. Ætli það sé stemmning fyrir því í þjóðfélaginu nú á þessum tíma þegar börnin eru farin út í sumar og sól?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536802
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
þegar lágt er lagst...
halkatla, 3.5.2007 kl. 15:50
Bíddu nú? Ritari VG er að leggja til hertar útivistarreglur barna og finnst þér lágt lagst að vekja athygli á því? Þar get ég ekki verið sammála. Eða ertu að segja að það sé lágt lagst að vilja skerða útivistartíma barnanna.
Pétur Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 16:31
Sóley tekur þarna dæmi af 7 ára dóttur sinni. Ég er sammála henni í því að mér finnst fáranlegt að leyfa 7 ára barni að vera úti til kl. 22:00 á skólatíma.
Björg K. Sigurðardóttir, 3.5.2007 kl. 16:41
Foreldrar eiga að setja börnum sínum uppeldisreglur, ekki ríkið! Svona afskipti af lífsstíl fólks getur ekki talist neitt annað en fasismi.
Geiri (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:49
"Sóley tekur þarna dæmi af 7 ára dóttur sinni. Ég er sammála henni í því að mér finnst fáranlegt að leyfa 7 ára barni að vera úti til kl. 22:00 á skólatíma."
Já, fussum svei. En það er leyft í lögum svo að þannig verður það nú bara að vera. Foreldrar eiga nú ekki að þurfa að ákveða útivistatíma barna sinna sjálfir! Hvílík kvöð. *hóst*
Maggi (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 16:59
Þó að börnin megi samkvæmt lögum vera úti til klukkan 22 á sumrin þá er það oftar en ekki svo að foreldrar leyfi börnum sínum ekki að vera svo lengi úti.
Þessi vinstri græna getur greinilega ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar kemur að barnauppeldi og ætti því ekki að eiga börn og síður á flokkur skipaður svona fólki að taka þátt í að stjórna landinu okkar
Harpa (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 17:07
að segja VG; inn með börnin er það sem ég átti við. Það er álíka og ef ég segði Framsókn; inn með spillinguna, en það hef ég vonandi aldrei gert, ef það átti sér stað þá hlýt ég að hafa verið drukkin. Ég hef sko ekki gaman af að alhæfa en geri það að vísu stundum þegar stjórnmál eru annarsvegar, segi t.d að allir sjallar elski fyrirtæki og Davíð Oddson, en það er ekki það sama og að gefa í skyn að allir í vinstri grænum séu á móti því að börn séu úti að leika sér.
halkatla, 3.5.2007 kl. 20:01
Pétur. Þú ættir að leggja fyrir þig dramatúlkun. Lestu færsluna aftur kallinn. Og aftur ef þarf. Þú hlýtur að skilja hana á endanum...
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:28
Sóley, ég held ég skilji þetta alveg, þú ert að segja að reglurnar séu of rúmar fyrir 7 ára dóttur þína, en málið er að þetta eru hámarksreglur og settu barninu bara þau mörk sem þú sjálf telur eðlileg og rétt - innan þess ramma. Það að það megi vera úti til 10 þýðir ekki að það þurfi að vera úti þangað til klukkan er 10. Og auðvitað getur verið erfitt að skýra fyrir krökkunum sínum að þau eigi að koma inn þótt hinir megi vera úti, en það er bara partur af pakkanum og stóra mamma á alþingi þarf ekkert að blanda sér í málið.
Pétur Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 20:38
Langar að benda Sóley á eitt ef hún á í svona miklum erfiðleikum með uppeldið að hægt er að fara á námskeið til að bæta sig. Held að það væri vænlegra til árangurs en að þeyta bannlúðra VG.
Guðmundur Ragnar Björnsson, 3.5.2007 kl. 20:41
Strákar. Ekki hafa áhyggjur af mér. Einbeitið ykkur að öðru mikilvægara. Við dóttir mín spjörum okkur án ykkar. Takk samt.
Sóley Tómasdóttir (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 20:49
ótrúlegt hvernig hún sóley getur nánast aldrei verið málefnaleg
Plato (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 23:52
Ekki verður vikist undan því að beygja sig undir járnlögmál rökfræðinnar. Þó áfengisverlsun ríkisins sé opin alla daga er ekki þar með sagt að ég fari í ríkið á hverjum degi og drekki mig svo fullan á kvöldin. Líklega þarf ég að sjá um það sjálfur að gæta mín en krefjast þess ekki að ríkið sé bara opið einu sinni í viku og selji mér ekki meir en 5 drykki í hvert sinn. - Svona Sóley! Viðurkenna bara að þú hafi meint annað en lesa má út úr því sem þú skrifar? Ef þú lærir ekki þess kúnst verður þú aldreið að því gæfa miðaldramenni sem mér hefur lukkast þegar mér tekst sem best upp. Auðvitað varstu ekki að meina það sem nafni minn leggur út og hvers vegna í ósköpunum hefurðu ekki húmor fyrir saklausum hrekkjum hans? Maðurinn er af bestu ættum sanngjörnum í þessu landi. Svo ekki þarf að efast um áskapað innræti hans! Hvenær náði húmorslausa fólkið völdum í vinstrihreyfingunni? Eða er þetta infiltrasjón kvenfélagsins í eðla hreyfingu sósíalista?
Pétur Tyrfingsson, 4.5.2007 kl. 01:07
Breytum lögunum. Hvaða vit er í því að láta börn undir 12 ára vera úti til 10 þegar það er skóli daginn eftir. Ég starfaði sem kennari í 10 ár og þurfti að taka á móti þeim, vansvefta og úrillum.
Við verðum að horfast í augu við það að foreldrar í dag hafa allt annað við tímann að gera en að ala upp börnin sín. Spennan í þjóðfélaginu er orðin það mikil að menn hafa bara nóg með að hafa ofan í sig og sína og halda þakinu yfir höfuðið. Þess vegna er uppeldisskyldan færð til skólanna. Þess vegna geta foreldrar ekki staðið í því að aga börnin sín og segja þeim að þeir (foreldrarnir) geti sett strangari reglur en landslög. Þó að þeir geti náttúrulega aldrei sett rýmri reglur.
Ef lögunum er ekki breytt og foreldrar skikkaðir til að sjá til þess að börnin fái nægan svefn, þá verður að breyta þjóðfélsgslegri umgjörð, þannig að þeir geti það.
Steinarr Bjarni Guðmundsson, 4.5.2007 kl. 02:03
Þetta húmorsleysi kom ekki inn með kvenfélaginu fyrr en það gerði þá eðlilegu kröfu að helmingur stjórnarmeðlima þess væru karlkyns.
Sóley, hafðu ekki áhyggjur af okkur. Einbeittu þér að einhverju mikilvægara. Við spjörum okkur án forræðishyggjunnar ykkar. Takk samt. Bingó.
Hákon Hrafn (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 02:07
Ef þú ert ekki að grínast Steinar Bjarni og áttar þig á hvað það gengur að ala upp börn þá ættir þú að einbeita þér að því að banna ferminar og setja lög gegn því að markpóstur sé sendur á heimili barna á fermingaraldri! Það er miklum mun þyðinarmeira að fá hjálp frá þjóðfélaginu til að ala börnin upp í gildismati hófsemdar og andlegra verðmæta. Ef þér er virkilega alvara þá tekst ertu sami rugludallurinn í uppeldismálum sem ég kynntis þegar ég var í barnaskóla (og fór sannarlega ekki vel út úr) og einnig allir mínir drengir sem ég hef þó komið til manns öllum þremur í andstöðu og mótþróa við ykkur! Allt vegna þessar ótrúlegu stjórnsemi og handaflshyggju sem þið virðist líklega hafa lært í Kennaraháskólanum. Sveiattan!
Pétur Tyrfingsson, 4.5.2007 kl. 02:17
...ég gleymdi rúsínunni. Hvenær ætlið þið kennarar þarna niðri að læra að gera greinarmun á aðalatriðum og aukaatriðum og kenna fólk i ykkar forsjá að átta sig á því sjálft að það þarf að læra þetta? Við háskólakennarar erum í eilífum vanda með þessa lexíu sem þið svíkist um að kenna fólki. Fólk á fysta ári í háskóla er enn að heimta að því sé sagt hvað það eigi að gera og brestur jafnvel í grát ef maður segir því að það þurfi að finna út úr því sjálft (nema sjálfsagt í kvennafræði þar sem það er dyggð að halta kjafti, vera sætur, gera það sem manni er sagt og ropa upp úr sér það sem kennarinn sagði).
Pétur Tyrfingsson, 4.5.2007 kl. 02:21
Einhvern veginn finnst mér að foreldrar ættu að hafa eitthvað með börnin að gera en ekki bara ríkið.
Hlynur Þór Magnússon, 4.5.2007 kl. 03:59
Kannski er samt rétt að ríkið annist þetta allt. Reynslan er fyrir hendi austantjalds á sínum tíma. Aldrei hefur náðst betri árangur í íþróttum, svo dæmi sé tekið. Aldrei hefur náðst betri árangur í vörnum gegn andþjóðfélagslegum hugsunum, svo dæmi sé tekið. Þar var ekki aðeins varað við litsjónvarpi, svo dæmi sé tekið. Það var einfaldlega bannað.
Hlynur Þór Magnússon, 4.5.2007 kl. 04:05
Það er ekkert annað. Flott svör að vanda hjá frau Sóley...atkvæðafælu VG.
Örvar Þór Kristjánsson, 4.5.2007 kl. 11:03
Hvers vegna yfirleitt að hafa skóla, fyrst að fólk veit allt best sjálft?
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.