3.5.2007 | 15:12
Reiðilestur
Ósk Vilhjálmsdóttir, sem skipar 2. sæti Íslandshreyfingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu, hellti sér yfir Egil Helgason og aðra starfsmenn Stöðvar 2 eftir kosningafundinn í Reykjavík norður í gærkvöldi. Egill lýsir þessu svo í pistli þar sem hann talar um að Íslandshreyfingin sé að fara á taugum og hafi það helst fram að færa að skamma fjölmiðlamenn.
Á eftir kosningafundi á Stöð 2 í kvöld réðst á okkur reið kona úr Íslandshreyfingunni. Hún vildi meina að kosningaþættirnir væru svo leiðinlegir að þeir væru að eyðileggja kosningarnar. Vildi meina að þetta væri miklu betra til dæmis í Þýskalandi.
Egill nafngreinir ekki konuna en hann er að vísa til Óskar að sögn heimildarmanns sem varð vitni að uppákomunni. Það þótti mér undarlegt að heyra, Ósk Vilhjálmsdóttir varð eiginlega til sem álitsgjafi og og nafn í pólitískri umræðu af því að hún var fastagestur í Silfri Egils. Mér finnast reyndar kosningaþættir ekki alltaf skemmtilegir, sumir ömurlegir, eins og skattaþátturinn á RÚV þar sem klapplið hló niðursoðnum hlátri eins og í amerískri sápuóperu og Steingrímur J missti sig yfir góðan dreng sem spurði saklausrar og sjálfsagðrar spurningar um yfirlýsingar Ögmundar um bankana. En ég horfi alltaf á þessa þætti á Stöð 2 og bíð eftir lokakaflanum þegar Egill kveikir á grillinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Steingrímur J missti sig yfir góðan dreng sem spurði saklausrar og sjálfsagðrar spurningar"
mér finnst þessi lýsing alveg frábær
halkatla, 3.5.2007 kl. 15:15
Ánægjulegt að geta glatt þig, Anna Karen,
Pétur Gunnarsson, 3.5.2007 kl. 15:24
flott að heyra en ekki gladdi nýjasta færslan þín mig eins mikið... en maður fær víst ekki allt
halkatla, 3.5.2007 kl. 15:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.