1.5.2007 | 18:25
Hvað segir Starfsgreinasambandið?
Hvað segir stjórn Starfsgreinasambandsins um framgöngu og fullyrðingar framkvæmdastjóra síns, Skúla Thoroddsen, í 1. maí ræðu á Húsavík þar sem hann las skáldskap sinn um fyrirhugaða einkavæðingu Landsvirkjunar, dylgjaði um það að fyrirtækið væri ætlað einhverjum einstökum mönnum og að Kjartan Gunnarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, ætti að vera forstjóri. Er þessi gamli alþýðubandalagsmaður ekki með öllum mjalla?
Hvernig ætlar Starfsgreinasambandið að bregðast við? Er það sátt við að Skúli framkvæmdastjóri lesi úr þessari væntanlegu jólabók sinni húsvískri alþýðu á 1. maí til þess að blanda sér í kosningabaráttu vegna yfirvofandi alþingiskosninga með lygum og dylgjum um tiltekna stjórnmálaflokka og einstaklinga?
Þetta er auðvitað ósvífin flokkspólitísk misnotkun á aðstöðu af hálfu manns sem er er starfsmaður samtaka sem launþegar í tilteknum starfsgreinum eru þvingaðir með lögum til aðildar að. Verst er að maðurinn talar gegn betri vitund þegar hann fullyrðir að vilji Framsóknarflokksins standi til að einkavæða Landsvirkjun.
Gegn þeirri staðhæfingu stóðu þá þegar ályktun síðasta flokksþing, yfirlýsingar nýs stjórnarformanns þegar hann tók við stjórnarformennsku og nú eftir yfirlýsingar Jóns Sigurðssonar í útvarpsfréttum þarf ekki frekari vitnanna við um að framsókn mun ekki standa að einkavæðingu Landsvirkjunar. Hafi Skúli ekki haft fyrir því að afla sér þessara upplýsinga áður en hann flutti ræðu sína er hann að væna menn um lygar og óheilindi og er það honum auðvitað til minnkunar.
Ekki er þetta þó Skúla til jafnmikillar minnkunar og þeim samtökum sem hafa hann sem forsvarsmenn og hljóta að treysta því að menn vilji hlusta og taka alvarlega opinberar yfirlýsingar framkvæmdastjórans enda séu þær ígrundaðar og málefnalegar. Eða er það svo að verkalýðshreyfingin hefur helst til málanna að leggja þjóðfélagsumræðunni 1. maí að ráðast með lygum, dylgjum og svívirðingum 10 dögum fyrir þingkosningar?
Segir að byrjað sé að undirbúa sölu Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:32 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 536853
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En segðu mér Pétur af hverju lá Framsóknarflokknum svona mikið á að koma Páli Magnússyni í stöðu stjórnarformanns Landsvirkjunar fyrir kosningar?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:38
á næsta kjörtímabili? nei. eftir 20 ár. já. ekki á næsta kjörtímabili heldur eftir 5 kjörtímabil. Annars er þetta maður sem syttur í krafti valds sem hefur verið búið til og meðlimir þess hafa ekkert um það að segja hvort þeir vilji taka þátt eða ekki. Félagafrelsi er því miður ekki virkt á Íslandi. Verkalýðsfélög ráða lögum og lofum og drottna eins og einræðisherrar yfir félagsmönnum sínum.
Skúli er með pólitískan áróður og ef hann veit ekki betur þá er hann hreynlega að ljúga.
Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 19:13
Engin svör um nýja stjórnarformanninn?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 1.5.2007 kl. 19:20
Hann er ráðinn svo hann fari ekki upp á móti nýrri stjórn framsóknar. koma flokksgæðingum sem eru að hætta í góð mál ef það mætti svo segja. Ég tel að hvort sem framsókn heldur áfram í stjórn eða ekki þá verði skipt um mann á næsta aðalfundi.
Fannar frá Rifi, 1.5.2007 kl. 19:27
Ingibjörg: Lögum samkvæmt ber að halda aðalfund í Landsvirkjun fyrir lok apríl. Það hefði verið ábyrgðarhluti að skipa Jóhannes Geir áfram til starfa, Ingibjörg, farðu bara yfir í huganum hvernig ímynd og staða fyrirtækisins í huga almennings hefur þróast. Jóhannes Geir hafði gert þetta a ðfullu starfi sem er ekkert nema venjuleg stjórnarseta. Jón Sig hefur sýnt stórmennsku með því að verja þennan vælukjóa í fjölmiðlum.
J'ona: láttu ekki svona, þótt sjálfstæðisflokkurinn sjái fyrir sér einkavæðingu eftir 2ö árveitir það eki ábyrgum manni neitt leyfi til að láta svona eins með dylgjur um mótíf og fyrirætlanir manna sem hafa ályktaað og gefið yfirlýsingar sem ganga þvert á dylgjurnar.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 19:51
Og ég verð að segja það Ingibjörg af því að ég sé á bloggi þínu að þú gefur þig út fyrir að vera talsmaður Samfylkingarinnar að það er þeim flokki til minnkunar að talsmenn hans á borð við þig taki undir dylgjurnar og steypuna í þessum félaga sínum, Skúla Thoroddsen, það er ekki vanþörf á að beita þeim aga í umræðum hér að menn virði ekki fyrirliggjandi staðreydir að vettugi eins og hver önnur smekksatriði eða þá að þeir ætli andstæðingum sínum beinlínis að ljúga.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 20:00
Heill og sæll Pétur
ja hérna, ef ég skil þetta rétt ertu farinn að kalla flokksbróður okkar, Jóhannes Geir, vælukjóa. Ómaklegt.
Ólafur Sveinn (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 20:07
Fannar á Rifi: hvaða erindi eiga draumar þínir og aðrir órar í kommentakerfið mitt? "Ég tel..." á hverju byggirðu þessa steypu öðru en fordómum þínum?
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 20:08
Já, Ólafur vælukjói er hann, búinn að njóta þess trúnaðar að gegna þessu starfi í 12 ár og er ekki maður til að þakka fyrir þann trúnað sem honum hefur verið sýndur heldur lætur hégóma sinn og sjálfhverfu verða að atriði í málinu. Það heitir í minni bók að vera vælukjói.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 20:10
Sæll aftur
Sumir myndu telja það jákvætt að að stjórnarformaðurinn væri starfandi. Það hins vegar skiptir ekki öllu máli. Held það sé óumdeilt að Jóhannes hafi verið góður fulltrúi Framsóknarmanna í stjórn Landsvirkjunnar og það er ekkert óeðlilegt við það að hann hafi verið miður yfir því að hætta. Hins vegar er miður þegar eigin flokksmenn eru farnir kalla menn "vælukjóa".
Ólafur Sveinn (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 20:20
Það er alls ekki óumdeilt Ólafur eins og fram kemur í athugasemd minni og það er miður þegar hann tekur eigin atvinnuhagsmuni fram yfir það að hegða sér eins og maður ggv þeim sem hafa sýnt honum trúnað.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 20:31
Atvinnuhagsmuni sagði ég og það á við í tilfelli J'ohannesar Geirs, sem gerði hlutastarf við stjórnarsetu sem venjulegt fólk sinnir í hlutastörfum að sínu eins og aðalstarfi og er það einsdæmi í rekstri ríkisfyrirtækja hér á landi eftir því sem ég kemst næst.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 20:40
Svo sýna verkin að Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum er trúandi til alls þegar kemur að einkavæðingu, þá einkum og sér í lagi einkavinavæðingu, og helmingaskiptum.
Jóhannes Ragnarsson, 1.5.2007 kl. 21:01
Sæll Pétur; viltu meina að slæm ímynd Landsvirkjunar í hugum almennings sé Jóhannesi Geir að kenna?
Ingibjörg Stefánsdóttir, 1.5.2007 kl. 21:03
Ég ætla nú ekki að ganga svo langt, Ingibjörg, að kenna honum einum um en hann hefur verið þarna á vaktinni og sem pólitískt kjörinn stjórnarformaður og ber sem slíkur ákv ábyrgð á þeirri þróun sem hefur orðið hefur. Aðalatriðið er þó að maðurinn búinn að fá að sitja þarna í 12 ár.
En telur þú að það hafi verið vont fyrir Landsvirkjun að Jóhannes Geir var ekki skipaður áfram?
Jóhannes: Málflutningur þinn er á ömurlegu plani.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 21:08
Hvað er svona sérstakt við að Skúli misnoti aðstöðu sína við vel launuð störf sín "í þágu" félaga og samtaka launafólks. Ég veit ekki betur en að þeir geri það allir, Samfylkingarmennirnir, sem hafa verið kjörnir og ráðnir til verka á þeim vettvangi!
Ég er alveg viss um að þessir menn fá allir blauta drauma af tilhugsun um þá "góðu gömlu tíma", þegar stéttarfélagsaðild jafngilti aðild að krataflokki og að téðir krataflokkar voru reknir fyrir stéttarfélagagjöldin, án þess að þeir spyrðu kóng né kúk! Er þetta ekki enn svona, í einhverjum mæli, í Noregi???
Halldór Halldórsson (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 21:44
Það er skítalykt af málinu öllu. Að vísu gamalkunnug. Framsókn lofaði þjóðinni að grunnnet símans yrði ekki selt...auðvitað var það selt...Framsókn lofaði að Landsbankinn yrði seldur mörgum og dreifð eigarnaraðild tryggð....hvað gerðist....það er ekki hægt að taka mark á Framsóknarflokkum...siðspilltur og gersneyddur siðferði... áfram spilling ekkert stopp
Jón Ingi Cæsarsson, 1.5.2007 kl. 21:47
Ægir: Þegar fyrir liggur ályktun flokksins um að ekki skuli einkavæða fyrirtækið, þegar nýr stjórnarformaður hefur lýst því yfir að veganesti hans sé að standa gegn einkavæðingu og þegar Jón Sigurðsson hefur áður lýst því yfir að flokkurinn vilji ekki einkavæða fyrirtækið þá er það Skúli sem ber sönnunarbyrðina fyrir því að það sé ekkert að marka þetta hjá þeim. Hann gefur í skyn að þeir tali gegn betri vitund, séu þátttakendur í einhverju samsæri og ljúgi að almenningi og þess vegna eru þetta ómaga orð þangað til hann færir fyrir þeim gild rök. Jón Ingi, þínir fordómar og þitt kjaftæði í þessum efnum er ekki svaravert.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 22:08
Hér fara fram rökræður Sölvi og þeir sem hafa ekkert málefnalegt fram eru krafðir um rök, það er kurteisi í mínum bókum að taka ekki mark á öðru en því sem fólk getur stutt rökum.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 23:10
Pétur, voðalega er heitt hérna hjá þér! Það sem Skúli gerði í dag hefur greinilega verið það sem myndi kallast í einhverjum fræðunum að ýta á takka. Ekki ætla ég að fara að leggja dóm á sannleiksgildi þess sem fram kom í ræðu Skúla en ég þekki hann úr fyrra starfi og hann er hinn mætasti maður Þegar málefni landsvirkjunar hafa verið annars vegar hef ég sjálf margsinnis fengið þá tilfinningu að verið sé að hanna atburðarás og þar eigi bæði D og B hlut að máli. Ég stend aftur á móti algjörlega utan við koppabúrið og veit því minna en ekki neitt. Ef Skúli telur sig vita meira hefur hann væntanlega álitið það í það minnsta móralska skyldu sína að vekja athygli á því. Mér finnst þú svona ýja að því að stjórn Starfsgreinasambandsins ætti að sjá ástæðu til að taka hann á teppið. Fyndist það nokkuð langt gengið í ljósi þess á hvaða degi orðin falla. En það er nú bara mín skoðun.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:12
Bara svona að velta fyrir mér:
Magnús Helgi Björgvinsson, 1.5.2007 kl. 23:17
Magnús, það er þér til minnkunar að reyna að stökkva á þennan ömurlega vagn. Ef það er svo að þú teljir stjórnmálamenn í öðrum flokkum ljúga í sínum ályktunum og yfirlýsingum og tala þvert um hug sér þá er erfitt að ræða málið efnislega. Spurningar þínar eiga það meira og minna sammerkt að ganga út frá því og nenni ekki að taka þann tíma sem þarf til að rekja rangfærslurnar sem þar koma fram. Ég hef ekki sagt að Skúli sé í Samfylkingunni, aðeins að hann sé gamalkunnur Samfylkingarmaður. En bloggarar eins og þið Ingibjörg eruð mjög flokkspólitísk frá sjónarhóli samfylkingarinnar. En ég beindi spjótum að Starfsgreinasambandinu vegna orða Skúla en eftir að þið samfylkingarfólkið hér hefur tekið upp á því að spinna ummæli hans hér í stað þess að fordæma þetta innistæðulausa blaður er kannski tilefni til þess að spyrja sig: hvers vegna skyldi það nú vera? Og um það hvort ráðherrar Samfylkingarinnar muni ekki fela flokksbræðrum og systrum sem þeir treysta til að manna pósta á borð við stjórnarformennsku í Landsvirkjun skulum við ræða eftir svona fjögur ár í ljósi reynslunnar. En það er einmitt hlutverk stjórnarmanna að krefjast þess að menn séu ráðnir til starfa í fyrirtækjum sem annast ímyndarmál og önnur mál. Varðandi þær ályktanir sem þú telur að hafi verið til staðar, ég staðhæfi það hér að það hefur ekki verið farið gegn ályktun flokksþinga í neinu þessara mála sem þú talar um. Tefldu þeim fram ef þú ert með þær.
Anna: Það má vel vera að Skúli sé mætur maður, en í þessu tilviki hegðar hann sér eins og dólgur og það undrar mig hvað margt Samfylkingarfólk hefur lagt sig fram um að verja þessa umræðusiði sem hann iðkar með þessu. Hvað getur hann haft fyrri sér í þessu annað en vilja til þess að beita rakalausum áróðri til þess að hafa áhrif á úrslit kosninga? Ég sé það ekki. Og hvað munduð þið segja ef birt væri frétt eins og þessi hér.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 23:33
gamalkunnur Alþýðubandalagsmaður ekki Samfylkingarmaður, átti það að vera.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 23:34
Ef frétt eins og sú á blogginu hans Binga birtist myndi ég segja að það gæti ALLT gerst þegar pólitík væri annars vegar, og rétt væri að kanna sannleiksgildið ... svo myndi ég líka segja að sá sem skrifaði væri með mjög fjörugt ímyndunarafl ef fréttin reyndist röng Annars er alltaf gaman að lesa bloggið þitt Pétur
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:44
ég styð þig Pétur að fullu og tel að þú hafi mikið til þíns máls. Málið er að það er fullt af fólki í opinberum störfum að reyna að koma höggi á núverandi stjórn. Það er fullt af fólki sem brýst fram núna í krafti embætta sinna með slæmar fréttir sem eiga alls ekki allar við og órökstuddarþ Guðmundur í Rafiðnaðarsambandinu var með skæting um daginn og ver með sína endalausu dómsdags spá, ekki talaði hann um það hve skjólstæðingar hans hefðu það gott, sem er nákvæmlega það sem hann á að gera hugsa um sitt fólk. Maður er alltaf að reyna að lesa minna af þessu bloggi sem er úti um allt og finna frekar gæða blogg ( þitt ma) vegna þess að allir eru í þessum sporum að skíta út menn og málefni og halda það virkilega að sitt fólk séu englar...
PS auðvitað eigum við ekki að styðja "þjóðstjórn í palestínu" vegna þess að ríkjandi stjórnmála afl´þar er Hamas sem stefnir að tortrýmingu Ísraelsríkis eins og við þekkjum það. Skrítið samt að sjá alla vinstri sennunna heimta það að hún sé studd vegna þess að Hamas stendur fyrir harðlínu stjórn með skýrri skipan frá Kóraninum þannig að ef þeir fái öllu ráðið er réttur tildæmis kvenna fyrir borð borinn og allt allmennt lýðræði ekki virkt, hvernig geta þeir stutt það. USa vill ekki styðja þá og alls ekki EU þannig að ef samfylkinginn myndi komast til áhrifa hér og ganga í EU ætla þeir að skila sératkvæði???????.
Ekki segja að það að styðja Hamas sé nauðsynlegur þáttur í friðarferlinu það er dónaskapur. Ef þeir hætta árásum og viðurkenna Ísrael er kannski möguleiki, málið er bara að þeir fá allt sitt fé í starfsemina sína vegna þess að þeir eru með vopnaða baráttu. Undanfarna mánuði hafa þeir dælt ógrynni af vopnum inn á Gaza?????? til hvers. Ekki segja að Ísrael sé að gera það sama vegna þess að það er munur á vörn og sókn
ehud (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 00:03
Bíddu Pétur ég hefði skilið þetta betur með Pál ef að kjörtímabilið væri að byrja en ekki að enda. Þetta finnst mér lykta illilega af helmingaskiptareglunni gömlu góðu.
Annað þá hef ég náttúrulega ekki aðgang að gömlum ályktunum Framsóknar en ég er næsta viss um að Framsókn ályktaði á flokksþingi að ekki ætti að selja grunnnet Símans.
Og svo að lokum þá var ég aðalega með þessu um ímyndina að benda á að þetta teldist ekki gott dæmi um góða stjórnunarhætti. Ef að hann Jóhannes var svona slæmur (reyndar ekkert hrifinn af honum sem stjórnarformanni) þá hefði verið vit í að gera þetta fyrr og undirbúa þetta betur.
Svo getur maður bara ekki sleppt svona tækifæri á að skjóta á framsókn. Það eru jú að koma kosningar.
Var jú að sjá auglýsingu frá ykkur (Framsókn) inn á www.kind.is þar sem að Steingrímur er skrumskældur þannig að það eru ýmis meðöl notuð núna.
Og svo úrúrsnúningur úr orðum Ögmundar þar sem þið haldið því fram að hann hafi lýst því yfir að hann ætli að reka bankanna úr landi.
Kveðjur
Magnús Helgi Björgvinsson, 2.5.2007 kl. 00:41
Magnús það er lagaskylda að halda aðalfund Landsvirkjunar fyrir apríllok ár hvert. Fyrirtækið heyrði undir iðnaðarráðherra en um áramót færðist það til fjármálaráðherra, og ég get tekið undir með þér að þá hefði verið rétti tíminn til að skipta á þeim bráðabirgðaaðalfundi sem haldinn var sem J'ohannes vældi út smáframlengingu. Og ég tek undir með þér að auðvitað hefði þetta mátt gerast fyrr. En ég veit að þú nýtur þess að skjóta og hefur ekki dregið af þér í því en ég hef alltaf talið þig málefnalegan og þessi seinni athugasemd þín er auðvitað til marks um það. En gömlu ályktanirnar finnurðu á framsokn.is og ég held að það gerði þér gott að kíkja þangað ég veit að í einhverjum þessara mála sem þú rekur getur verið að menn hafi breytt um stefnu en ég er nánast 100% öruggur um að það hafa menn ekki gert án þess að fara áður fyrir flokksþing og fá nýja ályktun sem veitir umboð til þeirra breytinga. Og fyrir mitt leyti segi ég, að það kemur ekki til greina að einkavæða Landsvirkjun.
Jamm, það er að færast kraftur í baráttuna og auglýsingarnar eru "óvenjulegar" sumar, líka karíus og baktus auglýsingin ykkar. En Ögmundur kemst ekki undan því að hann sagði að það væri til vinnandi að auka jöfnuð í samfélaginu að losna við þotluliðið úr landi, hans eigin orð. kv,
Pétur Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 00:51
Æ er þetta ekki bara gamall Allaballi kominn á fullt í samsæriskenningum. Hann heldur þessu eflaust fram í góðri trú.
Það er hins vegar ekki hægt að líta fram hjá því að það er flokkur hér á landi sem nýtur 40% fylgi þjóðarinnar sem stefnir að því að einkavæða orkuframleiðslu á landinu. Framsóknarflokkurinn hefur hingað til ekki haft burði til þess að stoppa af mál sem eru ofarlega í forgangsröðinni hjá Sjálfstæðisflokknum þannig að ef að ríkisstjórnin heldur velli þá er alveg eins líklegt að einkavæðingu Landsvirkjunnar verði hrynt í framkvæmd.
IG (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 09:44
Þórir: þér til upplýsingar: Geir er formaður Sjálfstæðisflokksins, þessi umræða snýst um að framsóknarflokkurinn vilji einkavæða Landsvirkjun, það liggur fyrir að svo er ekki af því sem ég hef hér haldið til haga, þannig að Geir verður að leita annað eftir stuðningi við að koma því áhugamáli sínu í framkvæmd. Það er nú rauði þráðurinn í þessari umræðu hér, svona þín vegna!
Pétur Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 11:13
Hvað meinar þú Pétur.... ? Framsókn fullyrti að grunnnet Símans yrði ekki selt og það átti að tryggja dreifða eignaraðild á Landsbanka við sölu. ég sleppti því að tillitssemi við þig að nefna aðferðir S-hópsins í við einkavæðingu og sölu Búnaðarbankans.... hvað sagði ég sem er ekki svaravert ágæti Framsóknarmaður ? Er það bara að segja ekki svara vert það sem óþægilegt er fyrir Framsókn.... það er ekki mér að kenna þó flokkurinn sé að þurkast út...það er heimatilbúið.
Jón Ingi Cæsarsson, 3.5.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.