1.5.2007 | 00:56
Hvað segir Alþingi?
Ekki hefur verið sýnt fram á að Jónína Bjartmarz hafi átt þátt í því að kærasta sonar hennar hlaut hér ríkisborgararétt. Þeir þrír þingmenn sem ákvörðunina tóku segja að hún ekki hafa beitt þá þrýstingi. Þremenningarnir bera ábyrgð á tillögunni til Alþingis. Eftir Kastljósið í kvöld er hins vegar óhjákvæmilegt að nánari upplýsingar verði veittar um það hvernig allsherjarnefnd hefur staðið að því að veita þessar ívilnanir undanfarin ár. Eins þætti mér æskilegt að fá tæmandi upplýsingar um ástæður synjunar erinda hjá nefndinni í öllum tilvikum. Ef gert var á hlut einhverra með þessari ívilnun eru "tjónþolarnir" þeir einstaklingar sem sóttu um sl. vor en var synjað. Í Kastljósinu var nefnt dæmi um mann sem hlaut synjun og í ágætlega unnu yfirliti Sigmars, sem greinilega er með ítarleg trúnaðargögn frá Útlendingastofnun í höndum, kom ekki fram hvaða ástæða hefði verið gefin fyrir þeirri synjun. Ætli það liggi fyrir upplýsingar um af hvaða ástæðum er hafnað og af hvaða ástæðum er samþykkt eða er þetta algjörlega háð frjálsu mati, sem er annað orð yfir geðþótta, nefndarinnar hverju sinni? Nú þurfa frekari upplýsingar að koma fram frá Alþingi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:07 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi grein er skrifuð af sanngirni, meira þarf ég ekki að segja.
Jón Valur Jensson, 1.5.2007 kl. 01:01
Auðvitað var um mismunun að ræða í þessu máli. Það var ljóst frá upphafi. Spurningin er hvers konar mismunun. Og ég held einmitt að það hafi verið geðþóttamismunun.
Ég bloggaði um þetta og var svolítið sár þegar fólk lét eins og ég þekkti ekkert til þessara mála og vissi ekki af allri vitleysuni sem er hér í gangi. Mér finnst það bara ekki snerta þennan krakka hennar Jónínu nokkurn skapaðan hlut. Ekki frekar en þegar kennarar fá kauphækkanir hjá sveitarfélögunum en við sálfræðingarnir hjá ríkinu sama og ekki neitt. Ég fer ekki að hneykslast á því að kennarar fái hærra kaup!
Málið er að ég hef mætt fólki í starfi mínu sem sálfræðingur sem "er í tómu tjóni" og vanlíðan meðal annars vegna óþarflega strangra laga og geðþóttavinubragða á þessu sviði. Og harmurinn er ómældur oft og tíðum.
Vandin hér er þessi: 1) Það þarf einhverjar leiðbeinandi reglur um afbrigði frá lögum (sem þarf reyndar að breyta og rýmka áður). 2) Setja á sérstaka nefnd sem sér um þetta sem er t.d. skipuð af félagsmálaráðherra. 3) Gera ráð fyrir málskotsrétti. 4) Málum er svo skotið til undirnefndar allsherjarnefndar sem hlutast á öll rök í málinu og getur hnekkt úrskurði afbrigðanefndar. Þar með eru þessi mál leyst.
Ég minni á eitt. Ef stelpan ætlar að læra eitthvað í Bretlandi þá er auðvitað hagræði að því að hún hafi ríkisborgarrétt til að fría hana frá skriffinsku um dvalarleyfi á sumrum hér (og kannski þeirra beggja krakkanna). Svo er annað. Hún er frá Guatemala og ríkisborgarréttur getur skipt hér máli í sambandi við réttindi til heilsugæslu o.fl. í Bretlandi. Minni á að þetta er ungt fólk á klassískum íslenskum barneignaraldri.
Það væri gæfa okkar ef umræðan færðist frá þessu einstaka máli yfir á sjálfan verkinn. Það er í lagi að spyrja alls konar spurninga og vera hissa. Verra er þegar fólk svarar spurningunum og talar svo út frá því.
Pétur Tyrfingsson, 1.5.2007 kl. 02:19
Vonandi verður þér að ósk þinni Pétur.
Gestur Guðjónsson, 1.5.2007 kl. 10:17
Þegar útlendingur sækir um íslenskan ríkisborgararétt þarf m.a. að skila inn meðmælabréfum frá tveimur íslenskum ríkisborgurum. Hverjir skildu hafa skrifað þessi bréf fyrir stúlkuna?
Stefán (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 17:25
Góð spurning Stefán og líklega veit Kastljósið svarið við því, þeir virðast með öll gögnin hjá sér. Ætli það væri ekki komið fram ef þar væri um Jónínu að ræða?
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 17:37
Tek undir með þér Pétur að það þyrfti að setja gagnsæjar leiðbeinandi reglur um þetta ívilnandi afbrigði frá lögum og ætli allir útlendingar sem sækja til útlendingastofnunar og dómsmálaráðuneytis en fá synjun þar fái leiðbeiningar um að þessi leið sé e.t.v. fær, að sækja um til alþingis, þrátt fyrir synjunina? Mér þykja þau í raun ótrúlega fá erindin sem nefndin fær, aðeins á fjórða tug, hefði talið að þau væru mun fleiri á hverju ári. Og ég er sammála um að það er sjálfsagt að rýmka hinn almenna rétt, fólk skýtur rótum í samfélaginu hér á mun skemmri tíma en sjö árum.
Pétur Gunnarsson, 1.5.2007 kl. 17:55
...og fleiri Íslendingar tengjast oftar útlendingum tilfinningalegum, félagslegum og siðferðilegum böndum bæði sem námsmenn og starfsmenn erlendis og einnig hér heima. Lög og reglur hafa alls ekki mætt þessum afleiðingum örra þjóðfélagsbreytinga. Svo eru flóttamenn og aðrir þeir sem taka sig upp úr harðræði og kjósa sér okkar samfélag önnur deild.
Pétur Tyrfingsson, 1.5.2007 kl. 20:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.