30.4.2007 | 11:50
Bloggrúntur
Tilvitnun í nokkra óvilhalla bloggara sem hafa tjáð sig um Kastljósmálið og ríkisborgararétt kærustu sonar Jónínu Bjartmarz.
Hlynur Þór Magnússon segir:
Mér finnst það eiginlega ekki mannsæmandi og alls ekki sæmandi Sjónvarpinu hvernig sumir Kastljóssmenn haga sér stundum. Einhvern veginn vil ég gera aðrar og meiri kröfur til Ríkisútvarpsins en annarra miðla. Ástæða þessara orða minna einmitt núna er framganga Kastljóssins gagnvart Jónínu Bjartmarz og framkoman við hana. Hver stjórnar þessu og hvaða hvatir liggja að baki?
Pólitískri fréttamennsku á Íslandi byrjaði að hraka þegar Atli Rúnar Halldórsson hætti í bransanum. Hann segir:
Enn bíð ég eftir að Kastljós Sjónvarpsins sýni mér fram á meintan skandal umhverfisráðherrans vegna ríkisborgaramálsins sem vakið var þar upp fyrir helgina. Ég hélt að menn þar á bæ hefðu eitthvað meira uppi í erminni til að spila út þegar hitna færi í kolum en tíminn líður og nú er ekki hægt að draga aðrar ályktanir en þær að það hafi ekki verið nein háspil á hendi og ermin tóm. Það vantar nefnilega sjálfan kjarnann í málið: sannanir fyrir því að ráðherrann hafi beitt sér á einhvern hátt til að flýta fyrir ríkisborgararéttinum til handa kærustu sonar síns. Alla vega var ekki hægt að skilja málið öðru vísi í upphafi en því hafi verið ýtt úr vör til að koma spillingarstimpli á ráðherrann. Gott og vel, þá verður líka að fá botn í málið með því að leggja gögn um spillinguna á borðið. Ef það er ekki gert hlýtur þetta að flokkast sem skítabomba. Af slíkum bombum er alltaf mikið framboð gagnvart fjölmiðlum og fjölmiðlafólki og þá er rétt að draga andann djúpt áður en lengra er haldið, einkum og sér í lagi í aðdraganda kosninga. Það þekki ég vel sjálfur frá fyrri tíð.
Borgar Þór Einarsson segir:
Auðvitað eiga fjölmiðlar að líta á þessi mál gagnrýnum augum en þegar ekkert bendir til þess að Jónína hafi beitt áhrifum sínum, þá verða menn að fara varlega í sínum fréttaflutningi.
Vitnum svo aftur í Guðmund Magnússon sem segir:
Guði sé lof að blaðamenn og aðrir fjölmiðlamenn eru ekki dómarar við dómstóla landsins. Aftur og aftur kveða þeir upp úrskurði byggða á hæpnum rökum, fljótfærnislegum ályktunum og ónógum sönnunargögnum. [...] Nýjasta dæmið um þetta er mál það sem kennt er við Jónínu Bjartmarz. Að sjálfsögðu gefur það tilefni til ágengrar og gagnrýninnar umfjöllunar í fjölmiðlum. En menn verða að skoða staðreyndirnar æsingalaust og án fordóma.
Og Pétur Tyrfingsson, sem segir:
Ég sé því ekki betur en allur þessi málatilbúnaður sé ekki bara barnalegur fíflagangur heldur líka siðferðilega ámælisverður svo ekki sé meira sagt. [...] Jónína átti samúð mína alla í Kastljósi enda lagði hún hægri hönd á brjóst sér þegar hún reis sjálfri sér og fjölskyldu sinni til varnar. Ég óska stúlkunni til hamingju með ríkisborgararéttinn. Hún er vel að honum komin og mér nægir alveg að henni þyki vænt um drenginn hennar Jónínu.
Ekki eru þetta nú neinir framsóknarmenn, en þekktir fyrir hófsaman og sanngjarnan málflutning hér í bloggheimi, svona yfirleitt amk. Þrír þeirra, Hlynur, Guðmundur og Atli Rúnar eiga að baki langan feril í blaða- og fréttamennsku.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:38 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Pétur. Alveg með ólíkindum hvað sumir vilja velta sér upp ú þessu. Nú síðast
Jón Valur Jensson. Hefði aldrei trúað á hann slíka heift og ómálefnalegt innlegg.
Þrátt fyrir það að Guðrún Ögmundsdóttir t.d ein nefndarmanna og Samfylkinga-
kosna er búin að kalla þetta ,,Storm í vatnsglasi". Jú, það virðast margir eiga bágt í dag! Það virðist nokkuð ljóst!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.4.2007 kl. 13:33
Stærsta málið í þessu öllu saman þykir mér að fulltrúarnir þrír í þessum hóp allsherjarnefndar fullyrði að þeir hafi ekki haft hugmynd um tengsl þessarar stúlku við Jónína.
Þarna eru þrjár manneskjur sem hafa það hlutverk að fara í gegnum allar bakgrunnsupplýsingar um umsækjendur og meta á grundvelli þeirra upplýsinga hvort viðkomandi eigi að hljóta íslenskt ríkisfang á undanþágu. Mér þætti eðlilegt að meðal þess væru upplýsingar um aðstæður umsækjanda á Íslandi, hvar hann býr, heima hjá hverjum, hverjir eru hans nánustu hér á landi og hver starfi þeirra og lífsskilyrði eru. Ætla nefndarmennirnir svo að reyna að telja okkur trú um að í öllum sínum rannsóknum á högum þessarar stúlku hafi þau hvergi rekist á það að hún býr heima hjá umhverfisráðherra? Kom nafn, titill eða þá í það minnsta heimilisfang Jónínu (sem nefndarmaðurinn Guðjón Ólafur Jónsson hlýtur nú að þekkja) hvergi fram í þessum gögnum?
Og ef svo er, er þá ekki eitthvað athugavert við vinnu þessa hóps? Eru meðlimir hans kannski ekki starfi sínu vaxnir? Eða þyrfti ekki í það minnsta að endurskoða vinnulagið?
Hitt þykir mér þó líklegra, að öll þrjú hafi vitað fullvel um tengslin við umhverfisráðherra, og þá væri heiðarlegast að viðurkenna það bara.
Stígur Helgason (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 15:49
Það er auðvitað ekkert að því að gagnrýna Kastljósið eða Ríkisútvarpið fyrir óvarkára umfjöllun, en eftir standa nokkrar spurningar..
Á hvaða forsendum var ákveðið að veita viðkomandi einstaklingi ríkisborgarrétt?
Til viðbótar væri líka athyglisvert að vita hver það var sem lak þessum upplýsinum til Kastljossins.
Í framhaldi væri ekki síður merkilegt að vita hver skoðun Jónínu Bjartmarz er á nýlegum lögum um útlendinga, sem meina mökum íslendinga undur 24 ára aldri að fá dvalarleyfi sem aðstandendur. Hún er jú ráðherra í ríkisstjórn sem setur þetta harkalega aldursskilyrði.
Það væri allavegana jákvæð niðurstaða þessa máls ef þetta yrði til þess að þingmenn endurskoðuðu þetta ákvæði (13. grein laga um útleninga) sem er hreint út sagt ferlega óréttlátt.
Broddi, 30.4.2007 kl. 17:21
Allt rétt og góðar spurningar Broddi. Spurningu 1 var svarað í Kastljósi í kvöld, það var vegna skerts ferðafrelsis sem kallað er. Spurningu 2. er ósvarað en nú þegar í ljós er komið að Kastljósið hefur fengið öll gögn málsins í hendur hlítur að vera gengið eftir svörum við því. Spurning 3. er sú eina sem ég kann svarið við, af því að ég vann hjá þingflokki framsóknar á þessum tíma, Jónína studdi ekki 24 ára regluna og óg greiddi þeirri grein ekki atkvæði, gerði grein fyrir atkvæði sínu með þessum orðum, sem spiluð voru í sjónvarpi: Ástin spyr ekki um aldur og ekki um landamæri.
Pétur Gunnarsson, 30.4.2007 kl. 23:15
Af hverju var Jónína að tala um mannréttindabrot í Guatemala í viðtali í Kastljósinu, þegar það hefur nú komið fram að umsókn tengdadótturinnar tengdist alls ekki neinum mannréttindabrotum?
Var hún að reyna að blekkja almenning?
Svala Jónsdóttir, 1.5.2007 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.