hux

Skjóta fyrst og spyrja svo

Mér var verulega brugðið við umfjöllun Kastljóssins í gær um mál Jónínu Bjartmarz. Þarna var Helga Seljan stillt upp eins og útvarpsstjóra að flytja áramótaávarp, hann ræddi ekki við nokkurn mann heldur flutti langa einræðu, vitnaði í ónafngreinda heimildarmenn og eftir stóð sú staðhæfing hans að Jónína hefði misbeitt aðstöðu sinni á þingi til þess að útvega kærustu sonar síns ríkisborgararétt. Það togaðist á að ég vildi ekki trúa slíkum vinnubrögðum upp á Jónínu, sem ég þekki vel, og ég vildi ekki trúa því að Ríkissjónvarpið færi með svona grafalvarlegar staðhæfingar í loftið án þess að standa á traustum grunni.

Í dag hef ég svo fylgst með því hvernig fréttaflutningur dagsins hefur flysjað hvert lagið af öðru utan af  málinu og nú stendur ekkert eftir annað en það að Kastljósið og Ríkisútvarpið ákváðu að bera sakir um misnotkun aðstöðu og valds á Jónínu Bjartmarz, korteri fyrir kosningar, án þess að geta sýnt fram á að nokkuð hafi verið óeðlilegt eða óvenjulegt við afgreiðslu allsherjarnefndar Alþingis á þessu ríkisborgararéttarmáli. Og jú, það stendur líka eftir að Ragnar Aðalsteinsson telur eðlilegt að breyta verklagsreglum um hvernig fjallað er um umsóknir um ríkisborgararétt frá þeim sem ekki standast formlegar kröfur dómsmálaráðuneytis og Útlendingastofnunar, þ.e.a.s. þeirra aðila sem nú leita til allsherjarnefndar Alþingis með sín erindi.

Hvernig er hægt að verja það að senda þessar ásakanir í garð Jónínu í loftið án þess að vera búinn að tala við allsherjarnefndarmenn og spyrja þá út í málið? Var Kastljósinu ekki ljóst að með þessu var verið að gera tilræði til ráðherraferil og þingmannsferil Jónínu Bjartmarz?  Er málum svo komið að það er hægt að bera hvað sem er upp á stjórnmálamann ef hann tengist Framsóknarflokknum? Eftir fréttir kvöldsins og Kastljósið þar sem Jónína fékk loks færi á að skýra sína hlið, liggur fyrir að þeir aðilar sem tóku ákvörðunina voru amk ekki spurðir áður en Kastljósið sendi þetta mál í loftið.

Það var skotið fyrst og spurt svo. Fréttin var farin í loftið áður en Guðrún  Ögmundsdóttir, stjórnarandstæðingur úr Samfylkingu, og Bjarni Benediktsson, nefndarformaður úr Sjálfstæðisflokki, voru leidd fyrir áhorfendur til að ræða málið. Þau staðfesta  bæði að þau hafi ekki vitað að þessi stúlka, sem þau mæltu með að fengi ríkisborgararétt, tengdist fjölskyldu Jónínu og að Jónína hafi engin áhrif haft á ákvörðun þeirra og að það sé rétt sem hún segir að hún hafi ekki skipt sér af málinu. Hvernig ætla Kastljósið og Ríkissjónvarpið að bregðast við?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Óli Helgason

alsherjarnefndin hlýtur að þurfa að athuga heimilishagi og hvar fólk býr ef það sækir um ríkisborgararétt og hljóta þá að hafa séð hvar hún býr, hjá Jónínu ráðherra, þeir vita kennske ekki hvar ráðherra býr?, kannske tékka þeir ekki á svoleiðis, fólk getur kannske búið á götunni og fengið ríkisborgararétt?, ég var ekki var við að fréttamenn spyrðu að þessu sem komu að þessu máli.

Hallgrímur Óli Helgason, 28.4.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Skrítið að Bjarni Ben hafi ekki komið fram í fjölmiðlum og sagt "Jú vissulega fórum við ekki að reglum, við vorum að hjálpa tengdadóttur JB.......þannig virkar þetta....come on"

Tómas Þóroddsson, 28.4.2007 kl. 00:25

3 identicon

Burt séð frá hvort Jónína Bartmarz hafi misbeitt stöðu sinni eða ekki, þá stendur það kristaltært upp úr í þessu að Helgi Seljan samfylkingarmaður viðhafði ófagleg vinnubrögð í alla staði, bæði í einræðu sinni í gær og svo aftur í viðtalinu í kvöld, þar sem hann greip nær undantekningarlaust fram í fyrir viðmælandanum.   

Þarna var gerð tilraun til pólitiskrar aftöku frekar en til þess sem ætlast er til af fréttamönnum RÚV, þ.e.a.s. vandaðrar og óvilhallrar málsmeðferðar.    Maður getur ekki annað en túlkað þetta sem svo að þarna sé verið að hafa með grófum hætti áhrif á ferli lýðræðisins rétt fyrir kosningar.   Skyldu hinir leyndu "heimildarmenn" fréttamannsins vera flokkssystkini hans hjá Samfylkingunni?  Kæmi ekki á óvart a.m.k.    

Bjarni M. (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 00:54

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tommi, Ætlar Samfylkingin sem sagt að haga sér svona, komist hún í ríkisstjórn, fyrst þú gengur út frá því að þetta sé náttúrulögmál? Margur heldur mig sig.

Gestur Guðjónsson, 28.4.2007 kl. 00:57

5 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Mér þykir þetta á allan hátt ógeðfellt og hættulegt mál. ...fyrir unga fólkið okkar í landinu á tímum hnattvæðingar og allt það. Ég er ekki verjandi Framsólknarflokksins. Hef þó velt upp fleti á málinu á bloggi mínu og fengið býsna margar athugasemdir. Bið ykkur að lesa ef ykkur liggur mikið hjarta um þetta mál (fyrirgefðu nafni að ég skuli auglýsa blogg mitt; hvað gerir maður ekki ef legið er undir feldi í meira en viku?!).

Pétur Tyrfingsson, 28.4.2007 kl. 01:25

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Já þeir geta oft komið mönnum í vandræði þessir ónafngreindu heimildarmenn.....

En ég er sammála ykkur, þetta mál er sennilega "much to do about nothing".  En síðan vil ég óska þessari konu til hamingju með ríkisborgararéttinn, ég efast ekki um að hún er vel að honum komin. 

Oddur Ólafsson, 28.4.2007 kl. 02:19

7 identicon

Ég er búin að vera að skoða það sem skrifað er um þetta og sé að einn þeirra sem ég hef lesið, Pétur Tyrfings, er með komment hér að ofan. Ég er svo hjartanlega sammála honum Pétri, það er furðulegt að ætla að lögfræðingurinn Jónína hjálpi ekki tilvonandi tengdadóttur að komast gegnum þennan bírókratíska frumskóg sem útlendingar þurfa að glíma við í svona tilvikum. En mér dettur ekki í hug að ætla að hún hafi beitt einhverjum óvönduðum meðölum. Mér finnst illa vegið að vandaðri konu og skoðun mín hefur ekkert með pólitík að gera. 

En mér finnst ekki svo mikil athygli beinast að því hver kom þessari frétt af stað. Þar hallast ég að kenningunni hans Friðjóns frænda hans Karval, bloggvinar míns.  Gæti það verið að flokksbróðir hennar Jónínu, hann Guðjón Ólafur eigi þar einhvern hlut að máli? Spyr sú sem ekki veit en skemmtir sér stundum við samsæriskenningar

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 02:38

8 Smámynd: Pétur Tyrfingsson

Þessar speglasjónir Friðjóns finnst mér afar ósmekklegar Anna. Ég er hissa á þér að taka mark á þeim áður en þú spyrð hvar Friðjón hafi komist yfir myndina af stúlkunni. Myndin er "hard data" eins og við segjum í vísindum. Einhvers staðar komst Friðjón yfir hana og það gefur tilefni til að álykta að hann sé hnútum kunnugur. Var það ekki bara hann sjálfur sem lak ef eitthvað var til að leka? Við vitum að Friðjón hefur heimildir (myndin) en við megum aðeins geta okkur til um að Guðjón samsærismaður hafi haft þær og lekið. Sorrí. Ég er bara að rökræða eins og Sherlock Homes út frá "circumstansial evidence". Ég hef í sjálfu sér enga skoðun á þessari hlið málsins því hún skiptir engu rassgatsmáli.

Ef einhver ætlaði sér að koma höggi á Jónínu og skaða ímynd hennar þá hefur það mistekist. Hún er kona meiri í mínum augum eftir allt þetta rugl en Þórahallur og hans lið kominn í flokk bjálfanna í fjölmiðlaheiminum eftir minni bók, bjálfanna sem nenna ekki að lesa undir morgundaginn og halda að fréttaflutningur og fréttarýni snúist um tilfinningalega sjokkerandi afþreyingu. Hefur einhver hér í samdrykkjunni lesið þá ágætu bók "Musing ourselves to death"?

Pétur Tyrfingsson, 28.4.2007 kl. 04:47

9 identicon

Pétur, ég var nú svo græn að ég hélt hann hefði nú bara náð sér í þessa mynd á netinu eins og allar milljónirnar sem gúggla myndir fyrir bloggið sitt. Þekki Friðjón reyndar ekki neitt og tilvist myndarinnar á blogginu hans áttaði ég mig ekki einu sinni á að væri „skúbbið“. Ég var fyrst og fremst að skoða þessa spekúlasjón um lekann. Og ég verð bara að viðurkenna að mér finnst leikirnir sem leiknir eru í innanflokksframapoti stundum miklu ljótari heldur en meðölin sem notuð eru til að koma höggstaði á einhverja í öðrum flokkum. Þess finnst mér það bara alls ekki útilokað að þessi leki komi „innan frá“. Einhver kaus að reyna að koma höggi á Jónínu, sá gjörningur allur finnst mér ekki síður fréttin í þessu máli.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 10:41

10 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Bakkabúar-70 módel, þér var eytt, segðu til þín ef þú vilt vera með. 

Pétur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 11:18

11 identicon

Af hverju er Guðjón Ólafur ekki spurður beint um þetta mál. Ég hef það eftir fólki að Guðjón hafi komið inn á heimili Jónínar og jafnvel tekið í hendina á hinni tilvonandi tengdadóttur.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 11:22

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það sem vekur furðu mína er að ef Jónína talaði ekki máli þessa nýja Íslendings sem ég býð velkomna til landsins afhverju hún fékk ríkisborgararétt hér eftir svo stuttan tíma en t.d. ekki Falasteen Abu Libdeh  sem skrifar í Fréttablaðið í dag og segir m.a.:

Hingað var gott að koma, þó það skuli engum detta í hug að Ísland hafi verið hluti af framtíðar­draumum sextán ára unglings frá Palestínu. Koma mín hingað var liður í þeirri viðleitni móður minnar að reyna að finna okkur börnunum öruggt umhverfi til að búa í.

"Eftir að hafa verið hluti af íslensku samfélagi í þrjú ár, verið við nám, eignast barn og starfað á íslenskum vinnumarkaði fannst mér tímabært að sækja um að öðlast í fyrsta sinn á ævinni þann rétt sem fylgir því að tilheyra sjálfstæðu ríki – að fá raunverulegt ríkisfang.

Þrátt fyrir að það væri fullljóst að ég væri komin hingað til að vera, þrátt fyrir að hafa lært tungumálið, þrátt fyrir að ég væri farin að gefa íslenska ríkinu hlutdeild í tekjum mínum og þrátt fyrir að ég væri orðin móðir, þá sá allsherjarnefnd ástæðu til að hafna ósk minni um að gerast íslenskur ríkisborgari. Einu rökin sem lögð voru til grundvallar ákvörðun nefndarinnar voru þau að ég væri ekki búin að búa hér í full sjö ár.

Lucia Celeste Molina Sierra er án efa hin álitlegasta tengdadóttir og eflaust hefur hún sínar forsendur fyrir þeirri ákvörðun sinni að sækja um íslenskt ríkisfang en mér finnst að bæði ég og aðrir sem hafa gengið í gegnum þá reynslu á undanförnum árum að þurfa að leggjast á hnén og biðja um að fá að tilheyra þessu samfélagi og vera hafnað, eigi skilið frekari útskýringar. "

Ef allt er eðlilegt við afgreiðslu þessa máls þá vakna spurningar um vinnu Allsherjanefndar og jafnræði í afgreiðslu mála.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.4.2007 kl. 11:39

13 Smámynd: Pétur Gunnarsson

ég tek undir lokaályktun þína, Magnús, en er Falasteen ekki komin með ríkisborgararétt nú var hún ekki að ýsa því sem gerðist fyrir áratug eða svo?

Pétur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 11:44

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jú en hún þurfti að bíða í 7 ár eins og svo margir. Sem og reglan um ríkisborgararétt fyrir fólk sem giftir sig undir 24 ára aldri. Það eru ýmsir sem gætu átt um sárt að binda eftir svona handahófslegar afgreiðslur mála hér á landi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.4.2007 kl. 11:50

15 identicon

Já, var það ekki , þetta var e-ð sem ektka framsókamaður gerir

Eyðir þvi sem er óþægilegt

Skammastu þín Pétur

Þú ert með netfangið mitt , þú gast sent á það í stað þess að eyða öllu sem að ég skrifaið

Vei þeim sem geta ekki sætt sig við að sanneikurinn er oft sár.

bakkabuar-70model (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 11:53

16 Smámynd: Júlíus Valsson

Hér er líklega "Hin nýja blaðamennska" að verki. RÚV ætti að skammast sín og biðja Jónínu Bjartmarz afsökunar sem fyrst á þessu virðingarleysi í hennar garð.  Hver er ábyrgð útvarpsstjóra í þessu máli? Hann ætti að byrja á því að skamma strákinn fyrir dónaskap. Hverjir búa annars í blokkinni hjá honum?

Júlíus Valsson, 28.4.2007 kl. 12:01

17 Smámynd: Júlíus Valsson

...auk þess legg ég til að RÚV verði selt sem fyrst. Ríkið á ekki að kosta svona niðurrifsstarfsemi.

Júlíus Valsson, 28.4.2007 kl. 12:05

18 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Þetta er ekkert óþægilegt bakkabuar-70 módel, þetta er þess eðlis að ef þú segir þetta skaltu segja það undir nafni, það er gerð sú krafa hér að þeir sem vilja bera sig mannalega komi fram eins og menn.

Pétur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 12:41

19 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Óskaplega eru stjórnarandstæðingar orðljótir og ógeðslegir hérna Pétur.

Helga Sigrún Harðardóttir, 28.4.2007 kl. 16:03

20 identicon

Eftir öllum framgangi þessa máls virðist eðlilegt að álykta svo að bæði Guðrún og Bjarni hafi látið Guðjón plata sig, hvort sem Jónana átti beinan hlut að máli eða ekki. En þetta sýnir að breyta verður vinnureglum í allsherjarnefnd í svona málum.

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 16:40

21 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Nafni, ég á Amusing ourselves to death eftir Neil Postman og hef lesið hana, ágæt bók. Anna ég sé ekki hvers vegna í ósköpunum hann Guðjón ólafur ætti að vera að vinna gegn eigin möguleikum á þingsæti í RN með því að drepa þingmanninn í RS sem er ágæt vinkona hans, Júlíus, góður punktur, Helga, mér finnst þetta  ágætlega ballanserað fólk í það heila tekið að venju en einn og einn nafnlaus og/eða óskráður hugleysingi, svona eins og fótboltabullurnar í stúkunni en fastagestirnir góðir að vanda, t.d.  nafni minn og Anna (alnafna konunnar minnar!) sem ég held að séu bæði stjórnarandstæðingamegin í lífinu en með mjög málefnaleg innlegg og gagnleg. 

Pétur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 18:19

22 Smámynd: Pétur Henry Petersen

power corrupts

Pétur Henry Petersen, 28.4.2007 kl. 20:37

23 Smámynd: Pétur Henry Petersen

Við því er að bæta að úr því að þingmenn telja að þeir eigi að njóta einhverskonar súper eftirlauna og með því hafa efnahagslega sérstöðu meðal þegnanna, þá getur vart talist óeðlilegt að lögin og framkvæmd þeirra sé önnur fyrir þá en meðal pöpulsins. Eða hvað?

Pétur Henry Petersen, 28.4.2007 kl. 20:45

24 identicon

Ég sá enga aðra Önnu hérna í kommentunum svo ég tek kommentið um málefnanlegu innleggin til mín og segi takk Ég hef gaman af að spjalla um pólitík en mér finnst ómálefnanleg pólitík mjög leiðinleg tík svo ég reyni af fremsta megni að forðast þann pytt. Helst gerist það þegar maður fellur fyrir málsnilld einhverra pólitíkusa og gleymir gagnrýnu „gleraugunum“ heima. En varðandi það hvar ég stend í pólitík þá finnst mér ég óttalegur munaðarleysingi svona stundum. Finnst samt full ástæða til að vera gagnrýnin á alla ættleiðingarkosti. En mikið er gaman að vera alnafna konunnar þinnar, nema kannski fyrir þig, ef þú skyldir nú eiga það til að blogga í laumi og heldur að þú hafir verið tekinn í hvert skipti sem þú sérð nafnið mitt

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:00

25 identicon

Þykir þér ekkert athugavert við það, Pétur, að Jónína skuli greiða atkvæði í þessu máli á alþingi? Er eðlilegt að ráðherra taki þátt í kosningu um hvort tengdadóttir hennar fái íslenskan ríkisborgararétt?

Andri Valur (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 21:51

26 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ég get tekið undir það með þér, Andri Valur, að ég vildi að hún hefði ekki tekið þátt í atkvæðagreiðslunni, hún vissi á þeim punkti að það var verið að veita tengdadóttur hennar þessi fríðindi og nákvæmlega þetta er það eina sem liggur fyrir um hennar atbeina að málinu.
En ég ætla að bera í bætifláka fyrir hana á þeim punkti: 1. þetta var ekki ágreiningsmál. 2. þingmenn eru ekki undir stjórnsýslulögum enda ekki hluti af stjórnsýslunni og vanhæfisreglur eru ekki hluti af þeirra starfsumhverfi. Ég átta mig á að þetta er ekki sterk rök og í raun aðeins formleg af því að vanhæfisreglurnar eru auðvitað fyrst og fremst lögfesting á siðareglu um að hygla ekki skyldmennum og vinum, sem er það sem þetta snýst um þegar allt kemur til alls. Þess vegna held ég að miðað við það fram fram er komið sé framganga Jónínu aðeins siðferðislega umdeilanleg á þessum eina punkti: hún tók þátt í atkvæðagreiðslunni. 3. Ég tel mig muna það rétt að ýmsir þingmenn, þar á meðal Pétur Blöndal, Árni M. Mathiesen og fleiri, greiddu atkvæði um lagaumhverfi Sparisjóðanna þegar þeir voru sjálfir stofnfjáreigendur í slíkum sjóðum og höfðu að því er segja má fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðunni, sem leiddi til þess að stofnfjárbréf urðu markaðsvara. Þingmenn hafa líka alltaf fjárhagslega hagsmuni af ýmsum málum, t.d. hafa menn setið á þingi sem hafa verið með rekstur í sjávarútvegi, landbúnaði og ýmsum greinum en hafa greitt atkvæði um þau lög sem að þeim atvinnugreinum snúa. Við vitum minnst um hlutafjáreign þingmanna og annarra og þeirra fjárhagslegu hagsmuni af afgreiðslu ýmissa mála af því að þær upplýsingar eru ekki opinberar nema um þingmenn framsóknar skv listum sem birtir voru árið 2005.  (Svo hafa þeir vitaskuld sömu hagsmuni og aðrir landsmenn af skattalagabreytingum og slíku, og ætli einhverjir séu ekki að berjast fyrir eigin hagsmunum og náinna ættingja þegar þeir berjast fyrir og greiða t.d. atkvæði með réttarbótum fyrir öryrkja, aldraða og samkynhneigða. Nákvæmlega þess vegna eru þeir ekki undir sömu vanhæfisreglum og stjórnsýslan, þá gætu þeir hreinlega ekki sinnt starfi sínu.)
Ég vona að þú sért sammála mér um að þessi atriði ætti að hafa í huga.

Pétur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband