27.4.2007 | 15:57
Á atkvæðaveiðum í gruggugu vatni?
"Við komum í veg fyrir að vatnið væri einkavætt þangað til þá eftir kosningar, þannig að nú er meðal annars hægt að kjósa um það í vor hvort menn vilja að einkavæðingarlög ríkisstjórnarinnar um vatnið gangi í gildi eða hvort við fáum meirihluta til að fella þau úr gildi."
Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon í viðtali við Morgunvakt Ríkisútvarpsins í morgun og var þá að lýsa sigrum stjórnarandstöðunnar á liðnum vetri. Einkavæðing á vatni! Þetta hljómar eins og það eigi að fara að setja gjaldmæla á kranann inni í eldhúsi hjá manni? Er það svo? Er VG að fara að heyja kosningabaráttu sem snýst um það að það sé markmið þeirra flokka sem standa að ríkisstjórninni að láta almenning í landinu borga einkaaðilum gjald fyrir aðgang að neysluvatni? Hvað hefur VG fyrir sér í þessu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki endilega skilgreint markmið en það er það sem einkavæðingarlögin sem Steingrímur nefnir munu gera þegar upp verður staðið - undirbúningurinn er þegar hafinn, meðal annars með uppkaupum á jörðum.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:11
Hvílík paranoja
Pétur Gunnarsson, 27.4.2007 kl. 16:29
Alls ekki - bara áminning um að vanda sig við lög. Það er búið að búa til of mikið af hriplekum lögum og svo hafa menn og konur á Alþingi líka verið allt of sein að bregðast við þegar lekinn kemur í ljós. Vanda sig - það er málið!
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 16:37
Hriplek vatnalög?
Björgvin Valur (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:36
Já, akkúrat. Ef ekki verður vandað til lagasetningar um þjóðareign auðlindanna okkar þá mun vatnið „leka“ frá þjóðinni til einkaaðila, þessara sem við notum oftast orðið auðmenn yfir. Þeir gera náttúrulega það sem þeir eru sérfræðingar í, búa til úr því peningaauðlind úr því ... fyrir sig.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 17:51
Það er náttúrlega stórmál ef satt er, Anna, að það sé hætta á þessu, og segðu mér af hverju snúast kosningarnar bara ekki meira og minna um þetta stóra mál? Mér finnst það eiginlega áfellisdómur yfir öllu systeminu ef þetta er í raun og veru ætlun ríkisstjórnarinnar að það sé bara ekki talað um það nema í aukasetningum meðal annarra orða í einu viðtali í morgunútvarpinu á rás 1. Ég tel mig fylgjast nokkuð vel með og hef aldrei heyrt nokkurn einasta þingmann, ráðherra eða stjórnmálaflokk í landinu tala fyrir því að einkavæða neysluvatnsból landsmanna.
Pétur Gunnarsson, 28.4.2007 kl. 00:25
Ég hef einmitt verið að velta því sama fyrir mér. Og spurt sjálfa mig hvernig standi á því að hvorugur stjórnarflokkanna hafi áhyggjur af uppkaupum auðmanna á heilu og hálfu dölunum með alles. Og ég á sérstaklega erfitt með að skilja afstöðuleysi Framsóknarflokksins í þessu máli. Ég er að tala um stórfelld kaup, þau eru að nálgast svona 50% per dal sums staðar þar sem ég þekki til, gerir svona 16, 17 jarðir, sömu aðilar eiga allan dalinn þar fyrir norðan, og hálfan í þeim næsta við hann, og jarðir bætast við ein af annarri, svona hægt og sígandi. Það er sóst eftir framleiðslukvóta, veiðirétti, vatnsrétti, bara öllu því sem hægt er að græða á. Og þetta eru fjármálamenn, sem kaupa til að lifa on the fat of the land , líka vatni, ef hægt er að græða á því. Þeir eru strax farnir að sýsla með framleiðslukvótann, svona eins og sýslað er með þorskkvótann. Þeir eru nefnilega framsýnir sem er meira heldur en hægt er að segja um stjórnvöld. Það er talað um einhverjar áhyggjur á bændaþingum, en það er um það bil það eina sem maður heyrir. Þessi kaup eru stunduð skipulega en með low profile. Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna stjórnvöld hafa ekki neitt um þetta að segja. Pointið mitt er sett fram í örlítið lengra máli hér
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 03:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.