hux

Herra og frú

Félagsmálaráðuneytið auglýsir stöðu skrifstofustjóra barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu lausa til umsóknar á netinu í dag og rennur umsóknarfrestur út 31. maí, eða löngu eftir kosningar. Það rifjar upp þessi ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur í grein í Mogganum 28. mars þar sem hún sagði:

Það eina sem ráðherrann nefnir er að setja eigi á fót nýja skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu, væntanlega til að ráðherrann geti skipað skrifstofustjóra í það embætti áður en hann hverfur úr ráðuneytinu í vor.

Umsóknarfresturinn rennur sem sagt út eftir kosningar, Jóhanna, skuldarðu ekki "þessum herramanni" í félagasmálaráðuneytinu afsökunarbeiðni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún ætti að gera það blessunin. Svo er náttúrulega annað mál...það er ekkert sjálfgefið að hann sé að yfirgefa ráðuneytið eftir kosningar.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 14:39

2 identicon

Hvernig er það, fara ekki ríkisstjórnarskipti fram mánuði eftir kostningar og því mun núverandi ríkisstjórn sitja þegar ráðið verður í þetta starf, sama hvort hún muni sitja áfram í ríkisstjórn eftir 12. maí ?

Sigurður Jóns (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband