hux

Hvar er blogg Össurar? - gátan leyst, ruslkomment og sveittur gagnagrunnur

Bloggið hans Össurar er horfið af Hexia-slóðinni þar sem það hefur verið frá upphafi og engar slóðir á síðuna hans eru virkar. Allar aðrar síður sem ég nota hjá Hexia eru í lagi. Hvað er nú á seiði? Tvær hugmyndir: 1. Er Samfylkingin búin að setja Össur í bloggbann fram yfir kosningar? Varla trúi ég því. 2. Eða er Össur að flytja sig á nýjar slóðir, e.t.v. hingað á Moggabloggið? Komi hann þá fagnandi.

Uppfært kl. 12.28: Meðfylgjandi athugasemd hefur borist við þessa færslu frá Tóta, sem er aðalmaðurinn hjá Hexia: Hann upplýsir gátuna og segir: "Heh, rólegan æsing. Samspil nokkurra þátta. Alvarleg Ruslkommentaárás á kerfið og gagnagrunnur að svitna undan álagi. Verið er að þurrka svitann af gagnagrunninum og Össur ætti að vera kominn á sinn stað innan tíðar."

Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt um tölvumálin, nú veit ég að gagnagrunnar eiga það til að svitna. Takk fyrir upplýsingarnar, Tóti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heh, rólegan æsing. Samspil nokkurra þátta. Alvarleg Ruslkommentaárás á kerfið og gagnagrunnur að svitna undan álagi. Verið er að þurrka svitann af gagnagrunninum og Össur ætti að vera kominn á sinn stað innan tíðar.

Tóti (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 12:19

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Ok, Tóti, takk fyrir að skýra þetta fljótt og vel.

Pétur Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Ég sem hélt að Samfylkingin væri nú loks að gera eitthvað af viti

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 26.4.2007 kl. 12:55

4 Smámynd: Guðmundur Magnússon

Guði sé lof! Ég var orðinn verulega stressaður. Össur hefði bakað okkur félagana á stundinni!

Guðmundur Magnússon, 26.4.2007 kl. 13:11

5 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Nei, heyrðu Guðmundur ekki ertu kominn með b2-bakteríuna? Ég er að hugsa um að hefja undirskriftarsöfnun um að skora á Össur að koma yfir.

Pétur Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 13:56

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Náttúrulega væri miklu betra að Össur væri hérna á moggablogginu. Hann er með skemmtilegri mönnum. Ég skrifa strax undir áskorun á hann að koma hingað.

Annars getur fólk líka bloggað sama bloggið á mörgum stöðum og notað sér RSS tæknina sem getur bara  sent blogg frá einum stað til annars sjálfkrafa þ.e. hægt er að skrifa inn á moggabloggið og senda það svo á annað blogg sem maður getur samhæft, ég er að prófa t.d. hérna http://salvor.tumblr.com að taka afrit af moggablogginu sjálfvirkt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.4.2007 kl. 15:03

7 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Alveg rétt hjá þér Einar Örn, hvernig læt ég... það sækist náttúrulega enginn stjórnmálamaður í framlínu stjórnmálanna eftir meiri athygli núna nokkrum vikum fyrir kosningar.. sérstaklega ekki Össur, hann vill alltaf vera baksviðs og láta lítið á sér bera

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.4.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband