hux

Sjaldan er undirfyrirsögn ein á ferð

Undanleg vinnubrögð í frétt á bls. 2 í Morgunblaðinu í dag um að Guðni og Siv séu komin í hár saman út af skipun Páls Magnússonar sem formanns stjórnar Landsvirkjunar. Þetta staðhæfir Mogginn í undirfyrirsögn en í fréttinni sjálfri er ekki orði vikið að þessu. Hvað hefur gerst hjá Mogganum, það er fátítt að undirfyrirsögn vísi ekki til efnisatriðis fréttar og þegar það gerist dettur manni fyrst í hug að einhver mistök hafi orðið á ritstjórninni. Hver ætli skýringin sé?  Þarna er ýjað að deilum í ráðherraliði án þess að nokkuð sé reynt að skýra málið. Siv segir á heimasíðu sinni að þetta sé í annað sinn á skömmum tíma sem blaðið spinnur lygavef tengdan henni. Það er amk óvenjulegt að sjá svona kæruleysi í Mogganum í fréttum af þessu tagi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Hugsanlega hefur verið búið að ganga frá frétt og fyrirsögn til bráðabirgða. Að betur athuguðu máli hefur textinn verið leiðréttur en láðst hefur að breyta fyrirsögninni til samræmis. Líkt og þegar verið er að slípa texta og orðalagi er breytt á einum stað en yfirlesaranum láist að breyta einhverju öðru annars staðar í málsgreininni til samræmis ...

Hlynur Þór Magnússon, 26.4.2007 kl. 10:39

2 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Einmitt Hlynur, eitthvað svona dettur manni í hug, menn hafa verið í tímapressu á deadline en samt, af því fyrirsögnin vísar til atriðis sem maður hefði farið að væri ekki það fyrsta til þess að fara út í styttingu, kannski hefur það verið mat á heimildum sem hefur ráðið því að málsgrein hefur verið tekin út en síðan hefur klúðrast að leiðrétta fyrirsögnina, hvað veit maður?

Pétur Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 11:42

3 identicon

Spurning hvort Morgunblaðið, það er morgunbladid.blog.is, taki að sér að svara hér í kommentakerfinu? Það á fullt af bloggvinum og getur því væntanlega svarað? Eða?

hke (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 16:38

4 Smámynd: Ibba Sig.

"Siv segir á heimasíðu sinni að þetta sé í annað sinn á skömmum tíma sem blaðið spinnur lygavef tengdan henni."

Og þetta er ekki í fyrsta sinn sem Siv spinnur lygavef fyrir lesendur sína því Mogginn var ekkert að ljúga um rifrildi hennar og Guðna. Það má best sjá á því hvernig hún neitar að svara af eða á varðandi málið.  

Ibba Sig., 27.4.2007 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband