25.4.2007 | 20:21
Ég verð að segja það
Ég sá frétt á Stöð 2 um að það væri óánægja innan Framsóknarflokksins vegna þess að iðnaðarráðherra hefði ákveðið að skipa Jóhannes Geir Sigurgeirsson ekki áfram sem stjórnarformann þótt hann hafi lýst áhuga á þessu. Ég er alveg hissa á þessu, ég verð að segja það, Jóhannes Geir er búinn að sitja þarna í stjórninni í 12 ár. Er það ekki ágætur tími? Er ekki eðlilegt að skipta reglulega um menn í opinberum trúnaðarstörfum, jafnvel þótt ekki væri um að ræða fyrirtæki sem á síðari árum er orðið eitt umdeildasta fyrirtæki landsins og í tómu tjóni í almennri umræðu, svo ég segi það bara hreint út?
Og eru einhver málefnaleg rök gegn því að skipa í hans stað Pál Magnússon, sem er æðsti embættismaður næststærsta sveitarfélags landsins? Og sem hefur verið aðstoðarmaður iðnaðarráðherra frá því einhvern tímann um aldamót, ef ég man rétt, og gjörþekkir orkugeirann frá öllum hliðum. Ég verð að segja það sem framsóknarmaður að ég bókstaflega treysti engum manni betur en Páli Magnússyni til þess að standa vörð um þá ályktun flokksþingsins að orkufyrirtæki ríkisins verði áfram í eigu almennings á næstu árum. Það gæti meira að segja gerst að Landsvirkjun næði aftur fyrri vinsældum undir stjórn Páls.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 536804
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þau eiga öll talsvert í 12 árin
Framsókn
Sjálfstæðisflokkur
Gestur Guðjónsson, 25.4.2007 kl. 22:27
Já Helga Vala, athyglisverður punktur hjá þér, það er nú einmitt það sem kjósendur ákveða væntanlega 12. maí og ég bíð spenntur eins og þú eftir því hvað þeir segja, en hvað varðar Landsvirkjun þá er víst ekki möguleiki á að setja það í íbúakosningu og þess vegna verður ráðherrann bara að taka af skarið og ég veit að þú kannast við Pál og ert örugglega sammála mér um að hann er algjör toppmaður í þetta.
Pétur Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 22:33
Ef þú telur að það verði þannig Þórir að ráðherrar stjórnarandstöðunnar skipi ekki sína eigin flokksmenn í þær stöður, áttaðu þig á að þetta er stjórnarstarf og þau embætti sem þeim verður falið að skipa í þá get ég lítið sagt annað en þetta: Tölum saman eftir svona fjögur ár og förum yfir sviðið. En hitt við ég svo segja Þórir, að ef þessu starfi væri úthlutað samkvæmt auglýsingu og almennum hæfniskröfum efast ég um að það fyndist hæfari umsækjandi en Páll Magnússon.
Pétur Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 23:11
Páll og bróðir hans eru greinilega sérfróðir í orku- og auðlindamálum. Annar hjá Landsvirkjun og hinn hjá Glitni. Hvar eru samsæriskenningasmiðirnir?? Þetta er of bitastætt til að þeir láti þetta fram hjá sér fara.
IG (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 00:23
Góð upptalning hjá þér Gestur. Reyndar er það ekki rétt að Björn Bjarnason hafi verið ráðherra í tólf ár. Hann var menntamálaráðherra 1995-2002 og dómsmálaráðherra frá 2003. Hann sagði af sér sem ráðherra árið 2002 fyrir borgarstjórnarkosningarnar og varð ekki ráðherra aftur fyrr en ári síðar eftir þingkosningar, þegar að hann skipaði annað sætið í RN á eftir Davíð Oddssyni. Það er því ársgap inni í þessum tólf árum og árin eru því ellefu. Annars eru bara Björn og Geir eftir af þeim ráðherru sem voru fyrsta tímabil stjórnarinnar, en Geir varð ráðherra fyrst árið 1998 er Friðrik Sophusson hætti. Annars skrifaði ég ítarlegan pistil um stjórnina um daginn þegar að hún varð tólf ára. Eins og allir sjá af myndum eru nær allir þeir sem sátu í stjórninni fyrsta tímabilið hættir í stjórnmálum. Guðni hefur verið lengst af hálfu framsóknarmanna í stjórn og Björn af hálfu sjálfstæðismanna.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 26.4.2007 kl. 01:07
Sæll Pétur
Smá athugasemd - Páll er ekki ,,æðsti embættismaður næststærsta sveitarfélags landsins" það er samkvæmt sveitarstjórnarlögum og samþykktum bæjarins, bæjarstjórinn á hverjum tíma. Vissulega er ég baráttumaður fyrir því að það embætti skipi annar en Gunnar Birgisson en nú um stundir er hann æðsti embættismaður Kópavogsbúa.
kv.
Flosi
Flosi Eiríksson (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 09:13
Ok, Flosi, að sjálfsögðu var ég ekki að halda því fram að Páll væri settur yfir dr. GIB en að hann væri staðgengill hans.
Pétur Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 09:23
Það er nú óþarfi að gera þetta rúmlega tveim vikum fyrir kosningar. Það kemur ný stjórn og nýjir menn og Páll fær starfslokasamning. Er það ekki plottið? Launa Páli fyrir vel unnin störf sem aðstoðarmaður ráðherrana.
Ekki fara að tala um hvað Páll er góður maður. Þetta snýst á engann hátt um það. Þetta er atvinnumiðlunin að störfum.
Ingvi (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 13:37
Ingvi, ef þú tjáir þig frekar þá segðu betur til þín, og það á við um IG og aðra þá sem vilja dylgja hér um menn, gangið fram undir fullu nafni eða verið úti.
Stjórnarkjör á aðalfundi, heldur þú að þetta sé spurning um starfslaunasamning? Af hverju er maður einu sinni að svara svona vitleysu? Ekki aldeilis og ætli stjórnin skipti bara ekki með sér verkum eftir kosningar ef nýr meirihluti myndist og Páll verði þá óbreyttur stjórnarmaður fram að næsta aðalfundi. En miðað við það að 200 menn eru nú með niðurgang í aðveitugöngum Kárahnjúkavirkjunar er engin ástæða til þess að endurskipa stjórnarformanninn sem hefur verið þarna árum saman meðan fyrirtækið hefur lent í hverju tjóninu á fætur öðru gagnvart almenningi. Jóhannesi Geir hefði verið nær að þakka fyrir sig og óska mönnum velfarnaðar frekar en að vera með þetta væl. Og það að þetta er gert tveimur vikum fyrir kosningar má ekki bara líta svo á að það sé eðlilegasti hlutur í heimi enda er aðalfundurinn haldinn þá, og það sýnir kannski meira um viðhorf þeirra sem setja út á þetta að vera að blanda þessu saman við kosningar. Aðalfundurinn er haldinn skv lögum fyrir apríllok og þá þarf ráðherra að tilnefna menn í stjórnina hvort sem það eru að koma kosningar eða ekki.
Pétur Gunnarsson, 26.4.2007 kl. 13:54
Sjá athugasemd, skrifaða án minnstu umhugsunar hjá gömlum nemanda mínum (bið þig eyða út a.m.k. fyrri aths. vegna klaufaskapar míns):
http://thrymursveinsson.blog.is/blog/thunderman/entry/190075/
Hlynur Þór Magnússon, 26.4.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.