25.4.2007 | 10:53
Hin eiginlega stjórnarandstaða
Ég hef verið hin eiginlega stjórnarandstaða. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, leiðtogi Kaffibandalagsins í viðtali við Viðskiptablaðið í dag.
Steingrímur J er í viðtölum í tveimur blöðum í dag. Í viðtalinu við Fréttablaðið sætir það eitt tíðindum finnst mér að Steingrímur áætlar kostnaðinn við að hrinda í framkvæmd áætlun flokksins um að útrýma fátækt og segir að það muni kosta 10-12 milljarða króna. Það finnst mér benda til þess að amk eitt af þrennu eigi við: 1. VG-liðar séu ótrúlega snjallir ef hægt er að útrýma fátækt fyrir upphæð sem er ekki hærri en sem nemur 3-4% af ríkisútgjöldum; 2. að í þessu felist viðurkenning á almennri velmegun þjóðarinnar; 3. VG-liðar séu ekki mjög sterkir í reikningi og að þessi tala sé bara fengin með því að setja vísifingurinn reiðilega upp í vindinn. Í raun viti VG ekkert hvað hugmyndir þeirra kosta.
Í viðtalinu við Viðskiptablaðið, sem er hvasst og ber með sér að samræður hafi verið líflegar, nefnir Steingrímur svo að hann telji að þriðjungur aldraðra búi við fátækt og fimm þúsund börn á Íslandi alist upp við fátækt. Þannig að það er ekki þröng skilgreining sem hann styðst við þegar hann lýsir því yfir að með 10-12 milljörðum króna megi útrýma fátækt á Íslandi með áætlun VG.
Hér kemur í lokin sá kafli þar sem Steingrímur krýnir sjálfan sig sem hina eiginlegu stjórnarandstöðu. Auðbjörg Ólafsdóttir, blaðamaður, minnir Steingrím á að sums staðar í þjóðfélaginu sé talað á þeim nótum að það sé hættulegt hagsmunum viðskipta- og efnahagslífsins ef VG fái aðild að ríkisstjórn og Steingrímur yrði e.t.v. fjármálaráðherra. Steingrímur svarar:
Það er fyrst og fremst ríkisstjórnin og málpípur hennar sem eru að reka þennan hræðsluáróður gegn flokknum og mér. Það er vegna þess að ég hef verið hin eiginlega stjórnarndesstaða í þessum efnum og haldið uppi málefnalegu andófi gegn ábyrgðarleysinu. Ég varaði við skattalækkununum eins og þær voru útfærðar í miðri þenslunni og ég benti á að það gæti verið leikur að eldi að hækka húsnæðislánin í 90%.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536860
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Pétur
þú getur strax afskrifað lið númer eitt. Það sýnir sagan okkur. Héld að næstu tveir liðir eigi mun betur við.
Ingólfur H Þorleifsson, 25.4.2007 kl. 12:08
Sæll Ingólfur. Ég gæti best trúað að þetta sé rétt athugað hjá þér.
Pétur Gunnarsson, 25.4.2007 kl. 17:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.