24.4.2007 | 23:18
"Þessir herramenn"
Jóhanna Sigurðardóttir blandaði sér loksins í kosningabaráttuna í þætti sjónvarpsins um félagsmál í kvöld. Ég hef verið að undrast það að Samfylkingin hafi haldið Jóhönnu til hlés í baráttunni og líka fólki eins og Helga Hjörvar og Ástu Ragnheiði - þetta eru einhverjir öflugustu þingmenn flokksins og hafa líka sterka félagslega skírskotun, þau er líkleg til að vinna flokknum fylgi frá Vinstri grænum. Kannski hefur planið verið það að geyma þau fram á lokaspretinn, sem framundan er. Það gæti borið árangur.
En Jóhanna mætti í kvöld og talaði um félagsmál enda þekkir hún þau mætavel eftir langan þingferil. En það sem vakti mesta athygli mína við framgöngu Jóhönnu var að hún nýtti hvert tækifæri til þess að beina spjótum að fulltrúum ríkisstjórnarflokkana með ávarpinu "Þessir herramenn". Þetta sagði hún oftar en ég hef tölu á og því oftar sem hún notaði ávarpið því augljósara varð að í hennar huga er þetta ekki eitthvert kurteisisávarp heldur argasta skammaryrði. Þegar ég horfði á þetta minntist ég þess að einhverjir voru að tala um það um daginn að líklega væri íslenska þjóðin sú eina sem notaði orðið herrar og herramenn sem skammaryrði, amk var það þannig að í munni Jóhönnu í kvöld hljómaði: "Þessir herramenn" svona álíka virðulega og ef hún hefði sagt: "Þessar kellingar".
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 536860
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta kallast bara eitt; Að vera ókurteis! Ég sat þarna og sá vel að hún skalf og nötraði af reiði! En það er svona Pétur. Jafnvel fyrrum ráðherrar gera orðið dónalegir og mestu rudda...ja skal maður segja kvendi?
Sveinn Hjörtur , 24.4.2007 kl. 23:26
Þið frammarar megið bara velta því fyrir ykkur af hverju Jóhanna nötrar af reiði. Hjá henni er það ekta vegna skammarlegrar frammistöðu "þessara herramanna" í málefnum aldraðra og fatlaðra. Jóhanna hefur ekta áhuga á þessu máli og þó ég hafi ekki kosið hana ber ég fulla virðingu fyrir sterkum tilfinningum hennar fyrir þessum málaflokki.
Talaði Jóhanna nokkuð um peningana úr framkvæmdasjóði aldraðra sem Siv notaði í kosningabæklinginn sinn?
Haukur Nikulásson, 25.4.2007 kl. 00:14
Já, ég er sammála Hauki. Hef aldrei kosið flokk Jóhönnu og mun aldrei gera. En að fara að dissa hana og draga niður málflutning hennar, áhuga og ákafa með því að fara að væla yfir orðavalinu ,,þessir herramenn" finnst mér bara lélegt. Þegar menn geta ekki rifið málflutningin þá fara menn að elta svona tittlíngaskít. Það voru tveir herramenn sem sátu andspænis henni og hún var að andmæla. Hvað viljið þið eiginlega að hún hefði kallað þá þessar kellingar? Hefði ykkur fundist það penna?
Kristinn Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 00:39
Ég er ósámmála og ber enga virðingu fyrir reiði Jóhönnu sama hveru réttlát hún kann að vera. Jóhanna er reið því hún er reið. Hún er dónaleg því hún kýs að vera dónaleg. Ég ber enga vorkunn fyrir því að hún er reið og dónaleg – ekkert frekar en fólk ætti ber einhverja skiljanlega umhyggju fyrir því þegar ég er reiður og dónalegur – enda er þá góð regla að biðjast afsökunar. En það er til fullt af fólki sem telur sig þurfa að endurspegla ímyndaða reiði annarra, akkúrat eins og Jóhanna gerði í skjálfandi uppnámi, með aumkunarlegum hætti í sjónvarpinu í kvöld.
Ég er orðinn leiður á meintu gremju og reiðilegu tilfinningafylleríi Jóhönnu og Steingríms og hinna. Hinir reiðu munu halda bara áfram að vera reiðir þótt þeir verði kosnir til alþingis.
Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 01:30
Jóhanna Sigurðardóttir hefur alltaf virkað á mig sem reiði ráðherrann og reiði alþingismaðurinn. Ég hef aldrei séð hana brosa né hlæja. Hennar stíll.
Lýður Pálsson, 25.4.2007 kl. 10:13
Mig minnir að hún líka titrað töluvert hérna um árið þegar hún sagði "minn tími mun koma" hún er oftast hálfgerður herramaður kannski "herra vansæll" allar herramannabækurnar eru komnar út á prenti aftur, maður ætti kannski að skilgreina hvaða ráðherra stendur á bak við hvaða "herra þetta eða hitt"
Ásdís Sigurðardóttir, 25.4.2007 kl. 13:39
Ég horfði á þáttinn og þetta truflaði mig ekki vitund. Ég held að margir séu orðnir óþarflega viðkvæmir fyrir eðlilegu orðalagi, sbr. „þetta fólk“ sem er eðlileg málnotkun. Þetta orðalag hefur borist í tal víða þar sem ég hef stungið niður fæti og þar finnst engum þetta óeðlilegt, og hvorki bera vott um sérstaka reiði né vilja til að niðurlægjan nokkurn mann.
Í einhverjum þætti um daginn sögðu ýmsir „þessir herramenn“ um Geir og Jón og Spaugstofan grínaðist með það helgina á eftir. Í versta falli er þetta einhvers konar kækur.
Er ekki svo?
Berglind Steinsdóttir, 25.4.2007 kl. 16:41
Ef ég man ekki betur, var Jóhanna ekki ein af ástæðum þess að ríkisstjórn sem hún sat í sem félagsmálaráðherra sprakk eftir að Jóhanna var búni að keyra félagslegar íbúða lánsjóði í kaf, hækkaði vexti um heil 60 % að mig minni. Ekki nema von að hún tif af speningi að komast í rústa því sem byggt hefur verði upp frá því að kjósendur komum henni í burt frá fjármálum og reiknikúnstum. Guðmundur Ólafsson lektor og hagfræðingur lýsti því einhverju sinni að innan samfylkingarinnar væri samansafn af fjármála vitleysingjum.
Kristinn Þór Jakobsson, 25.4.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.