24.4.2007 | 11:36
Uppskurður eða niðurskurður?
Niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfinu í tíð núverandi ríkisstjórnar. Þetta er leiðarstef í kosningabaráttu stjórnarandstöðunnar. Andspænis því stefi teflir Sigfús Ingi Sigfússon, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, eftirfarandi staðhæfingu í grein í Blaðinu í dag:
Framlög ríkisins til heilbrigðismála voru til að mynda áætluð ríflega 80 milljarðar á árinu 2006 og höfðu þá aukist að raungildi um 27,5 milljarða frá árinu 1998 eða um 49%. Framlög ríkisins samkvæmt fjárlögum 2006 námu um 8% af áætlaðri vergri landsframleiðslu. Árið 1998 nam þetta hlutfall 6,9%. [...] Framlög ríkisins til almannatrygginga og velferðarmála voru áætluð 73,4 milljarðar króna í fjárlögum 2006 og jukust að raungildi um 23 milljarða króna frá árinu 1998 eða um 45%. Framlög ríkisins til almannatrygginga og velferðarmála samkvæmt fjárlögum 2006 námu um 7% af áætlaðri vergri landsframleiðslu. Árið 1998 nam þetta hlutfall 6,3%.
Spurningin er vitaskuld þessi: Fer Sigfús með rétt eða rangt mál? Hann staðhæfir að staðreyndirnar séu svona og nú stendur upp á stjórnarandstöðuna að sýna fram á að hann fari með rangt mál.
Og fyrst ég er farinn að blogga um þetta er rétt að nefna það að frambjóðandi í 13. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, sem starfar sem stjórnandi á Landsspítalanum var í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að tala um svikin loforð stjórnvalda og niðurskurð í málefnum geðsjúkra. Það er með hreinum ólíkindum að opinber embættismaður gangi fram með þessum hætti í kosningabaráttu sinni og ég gef mér að fréttamaður Stöðvar 2 hafi ekki vitað um pólitískan status viðmælandans.
En svo er þessi punktur: Ríkið úthlutar fjármunum til heilbrigðisstofnana, þar á meðal LSH. Stjórnendur LSH og heilbrigðiskerfisins almennt hafa það verkefni að forgangsraða í rekstrinum innan sinna stofnana. Án þess að ég vilji halda því fram að stjórnmálamenn beri ekki pólitíska ábyrgð á rekstri sjúkrahússins vil ég benda á að stjórnendur í heilbrigðis- og velferðargeiranum eru aldrei spurðir: hvers vegna forgangsraðið þið með þessum hætti? Bitnar forgangsröðun ykkar stundum á þeim hópum, sem höllustum fæti standa, af því að þannig er best að fá fjölmiðla til liðs við ykkur í því að þrýsta á stjórnmálamenn um meiri framlög?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:25 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 536611
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
13. sæti Samfylkingarinnar í Kraganum er Ásgeir Runólfsson verkfræðinemi. Þú meinar líklega Reykjavík norður.
Steindór Grétar Jónsson, 24.4.2007 kl. 12:05
Takk Steindór, búinn að laga þetta.
Pétur Gunnarsson, 24.4.2007 kl. 12:23
Það er hægt að sjá þetta grænt á hvítu hér
Gestur Guðjónsson, 24.4.2007 kl. 15:43
Þessar athugasemdir eru EKKI settar inn til að bera í bætifláka fyrir fréttamennsku sem þið hér kvartið yfir. Þvert á móti þá finnst mér sérkennilegt að upplýsa ekki um pólitíska stöðu viðmælenda. Ég geri þó athugasemdir við færsluna í heild sinni. Það er gefið í skyn að framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hafi sýnt fram á ríkuleg framlög til heilbrigðismála og með það í fararteskinu er síðan gengið út frá að LSH hafi á sama hátt notið góðs af þessu og því séu væntanlega kvartanir úr þeim ranni tilhæfulausar. Ég vildi benda ykkur á að koma við í hádegismat á LSH við tækifæri og rabba við fólk (þ.e.a.s. þá starfsmenn sem hafa tíma til að fara í mat). Það er deginum ljósara að starfsemin er komin á ystu nöf hvað varðar vinnuálag og fjárveitingar. Það sést líka ef litið er á fjárframlög til sjúkrahússins þá hafa þau vart haldið í við vísitölu, starfsemin hefur þó aukist og ýmsir kostnaðarliðr hafa stórlega aukist vegna nýjunga, s.s. nýrra og dýrra lyfja. Ástandið á geðdeildinni er afar slæmt og er sú deild ekki sú eina þar sem slíkt er ástandið. Ástæðurnar eru raunar fjölmargar. Má m.a. nefna hækkandi meðalaldur þjóðarinnar, sprungið heilsugæslukerfi, niðurskurður í ýmsum búsetumálum (t.d. geðfatlaðra á Arnarhæli). Á sama tíma hefur sjúkrahúsið verið að fara í gegnum sameiningarferli á síðustu árum án þess að fá krónu aukalega til að kosta slíka sameiningu. Auðvitað vita allir að þó sameining geti sparað til lengri tíma þá kostar sameining alltaf mikið fyrst í stað. Húsnæðismál eru á sama tíma algerlega óviðunandi. Þrátt fyrir þetta skellir ríkið skollaeyrum við sjálfsögðum tímabundnum lausnum sem bent er á t.d. að láta ekki Heilsuverndarstöðina renna úr greipum rikisins.Síðan klikkir pistlahöfundur út með að gera að því skóna að LSH forgangsraði með það í huga að valda sem mestum usla "Bitnar forgangsröðun ykkar stundum á þeim hópum, sem höllustum fæti standa, af því að þannig er best að fá fjölmiðla til liðs við ykkur í því að þrýsta á stjórnmálamenn um meiri framlög?" Þvílíkar áskanir! Sérstaklega eru þær ótrúverðugar þegar pólitísk inngrip rfá Framsóknarflokknum hafa tekið frammi fyrir hendur á stjórnendum LSH þegar reynt hefur verið að breyta forgangsröðun. Má þar nefna þegar Heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins reis upp með harmkvælum þegar stjórnendur vildu draga úr starfsemi glasafrjóvgunar á tímum mikils niðurskurðar. Þá var sagt - Það er á pólitíska ábyrgð að forgangsraða slíkum hlutum. En pólitíska forystan hefur þrátt fyrir það endurtekið brugðist þegar leitað hefur verið til hennar með spurningar um forgangsröðun.
Ég vil þó að lokum benda ykkur pólitískum áhuga- og atvinnumönnum á að á einu sviði hefur Alþingi endurtekið forgangsraðað en LSH hundsað þá forgangsröðun. Það er í fjárveitingum til S-merktra lyfja, sem sagt dýrustu lyfin sem notuð eru á sjúkrahúsinu. Þau eru á beinum fjárlögum og á hverju ári er vitað að kostnaður vegna þeirra mun aukast umfram vísitölu. Þetta er eðli slíks lyfjakostnaðar á öllum sjúkrahúsum um allan heim. Þetta hefur gerst ár eftir ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta þá eykst kostnaðurinn á fjárlögum aldrei nema með vísitölu. Hvað þýðir slík forgangsröðun fjárveitingarvaldsins? Hún myndi þýða það að hætta þyrfti krabbameinslyfjameðferð síðustu mánuði ársins ár eftir ár. Sama gilti um fjölmargar aðrar sérhæfðar dýrar lyfjameðferðir sem veittar eru. Hvaðan haldið þið að þessi aukaútgjöld komi? Nú auðvitað með aðhaldi í öðrum rekstri. Ef forgangsröðun hins háa Alþingis myndi vera látin gilda er ég hræddur um að heilbrigðisráherra myndi reka upp harmakvein þegar LSH myndi stoppa dýra lyfjameðferð síðustu mánuði ársins í samræmi við fjárveitingar sem vitað er fyrirfram að duga ekki.
Magnús Karl Magnússon, 24.4.2007 kl. 17:49
Þessar athugasemdir eru EKKI settar inn til að bera í bætifláka fyrir fréttamennsku sem þið hér kvartið yfir. Þvert á móti þá finnst mér sérkennilegt að upplýsa ekki um pólitíska stöðu viðmælenda. Ég geri þó athugasemdir við færsluna í heild sinni. Það er gefið í skyn að framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hafi sýnt fram á ríkuleg framlög til heilbrigðismála og með það í fararteskinu er síðan gengið út frá að LSH hafi á sama hátt notið góðs af þessu og því séu væntanlega kvartanir úr þeim ranni tilhæfulausar. Ég vildi benda ykkur á að koma við í hádegismat á LSH við tækifæri og rabba við fólk (þ.e.a.s. þá starfsmenn sem hafa tíma til að fara í mat). Það er deginum ljósara að starfsemin er komin á ystu nöf hvað varðar vinnuálag og fjárveitingar. Það sést líka ef litið er á fjárframlög til sjúkrahússins þá hafa þau vart haldið í við vísitölu, starfsemin hefur þó aukist og ýmsir kostnaðarliðr hafa stórlega aukist vegna nýjunga, s.s. nýrra og dýrra lyfja. Ástandið á geðdeildinni er afar slæmt og er sú deild ekki sú eina þar sem slíkt er ástandið. Ástæðurnar eru raunar fjölmargar. Má m.a. nefna hækkandi meðalaldur þjóðarinnar, sprungið heilsugæslukerfi, niðurskurður í ýmsum búsetumálum (t.d. geðfatlaðra á Arnarhæli). Á sama tíma hefur sjúkrahúsið verið að fara í gegnum sameiningarferli á síðustu árum án þess að fá krónu aukalega til að kosta slíka sameiningu. Auðvitað vita allir að þó sameining geti sparað til lengri tíma þá kostar sameining alltaf mikið fyrst í stað. Húsnæðismál eru á sama tíma algerlega óviðunandi. Þrátt fyrir þetta skellir ríkið skollaeyrum við sjálfsögðum tímabundnum lausnum sem bent er á t.d. að láta ekki Heilsuverndarstöðina renna úr greipum rikisins.Síðan klikkir pistlahöfundur út með að gera að því skóna að LSH forgangsraði með það í huga að valda sem mestum usla "Bitnar forgangsröðun ykkar stundum á þeim hópum, sem höllustum fæti standa, af því að þannig er best að fá fjölmiðla til liðs við ykkur í því að þrýsta á stjórnmálamenn um meiri framlög?" Þvílíkar áskanir! Sérstaklega eru þær ótrúverðugar þegar pólitísk inngrip rfá Framsóknarflokknum hafa tekið frammi fyrir hendur á stjórnendum LSH þegar reynt hefur verið að breyta forgangsröðun. Má þar nefna þegar Heilbrigðisráðherra Framsóknarflokksins reis upp með harmkvælum þegar stjórnendur vildu draga úr starfsemi glasafrjóvgunar á tímum mikils niðurskurðar. Þá var sagt - Það er á pólitíska ábyrgð að forgangsraða slíkum hlutum. En pólitíska forystan hefur þrátt fyrir það endurtekið brugðist þegar leitað hefur verið til hennar með spurningar um forgangsröðun.
Ég vil þó að lokum benda ykkur pólitískum áhuga- og atvinnumönnum á að á einu sviði hefur Alþingi endurtekið forgangsraðað en LSH hundsað þá forgangsröðun. Það er í fjárveitingum til S-merktra lyfja, sem sagt dýrustu lyfin sem notuð eru á sjúkrahúsinu. Þau eru á beinum fjárlögum og á hverju ári er vitað að kostnaður vegna þeirra mun aukast umfram vísitölu. Þetta er eðli slíks lyfjakostnaðar á öllum sjúkrahúsum um allan heim. Þetta hefur gerst ár eftir ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta þá eykst kostnaðurinn á fjárlögum aldrei nema með vísitölu. Hvað þýðir slík forgangsröðun fjárveitingarvaldsins? Hún myndi þýða það að hætta þyrfti krabbameinslyfjameðferð síðustu mánuði ársins ár eftir ár. Sama gilti um fjölmargar aðrar sérhæfðar dýrar lyfjameðferðir sem veittar eru. Hvaðan haldið þið að þessi aukaútgjöld komi? Nú auðvitað með aðhaldi í öðrum rekstri. Ef forgangsröðun hins háa Alþingis myndi vera látin gilda er ég hræddur um að heilbrigðisráherra myndi reka upp harmakvein þegar LSH myndi stoppa dýra lyfjameðferð síðustu mánuði ársins í samræmi við fjárveitingar sem vitað er fyrirfram að duga ekki.
Magnús Karl Magnússon, 24.4.2007 kl. 17:52
Þú ættir að skammast þín Pétur fyrir að reyna að draga úr þeim alvarleika sem að málefni geðsjúkra er með þessum pistli þínum. Það hefur nákvæmlega ekki neinn áhugi verið hjá núverandi stjórnamynstri til að reyna að laga þessa stöðu. Þetta get ég sko staðfest sem aðstandandi geðsjúks einstaklings. Það er hreint og beint skömm að þurfa að hlusta á sjálfstæðismenn og framsóknarmenn vera að reyna að gera lítið úr þessu máli. Þeir halda því fram hér sí ofan í æ að kaupmáttur hafi hér aukist alveg gífurlega, hér sé ein ríkasta þjóð í heimi að ræða og hér sé gott að búa. NEI minn kæri Pétur það er ekkert til þess að hrósa sér yfir meðan að staðan hjá þeim sem síst hafa það er eins og hún er í dag.
Hvað er síðan að því að Samfylkingarkona tjái sig sem starfsmaður LSH. ætti hún ekki alveg eins að geta það eins og þegar að Agnes Bragadóttir tjáir sig sem blaðamaður morgunblaðsins. Þú skýtur þig í fótinn hérna Pétur.
Hlynur Bárðarson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 18:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.