23.4.2007 | 18:47
Þurr tár Árna Bergmann
Ég heyrði Árna Bergmann, fyrrverandi Þjóðviljaritstjóra, lýsa því yfir í viðtali við Frey Eyjólfsson á Rás 2 í dag að Boris Jeltsín hefði verið lélegur forseti og yrði grátinn þurrum tárum. Nú er ég lítið fyrir það að halda á lofti orðum Möggu Thatcher en ég hallast samt að því að hún hafi rétt fyrir sér um að kallsins verði lengi minnst, amk á Vesturlöndum. Það mun lifa minningin um það að Jeltsín var tákngervingur þess að sovéska hernum tókst ekki að brjóta aftur lýðræðisþróunina í Sovétríkjunum með vopnaðri uppreisn. Hver man ekki eftir honum við stjórnarbyggingarnar, standandi uppi á skriðdreka, hvetjandi hermenn til þess að hlýða ekki fyrirskipunum yfirmanna sinna? Þetta verður ekki af honum tekið þótt hann hafi misþyrmt lifrinni sinni meir og lengur en flestir aðrir og vakið athygli fyrir opinber drykkjulæti.
Það er líka ógleymanlegt að hafa heyrt Bóris Jeltsín lýsa því í sjónvarpi hvernig hann upplifði það að koma í fyrsta skipti í stórmarkað á Vesturlöndum og sjá aðganginn sem vestrænir fátæklingar höfðu að varningi sem aðeins forréttindastéttin í Sovétríkjunum gat látið sig dreyma um. Á þeirri stundu gerði hann sér ljóst að hann var alinn upp í hugmyndafræði lyga og blekkinga. Ég er ekki eins vel að mér um rússnekt stjórnmál og Árni Bergmann en ég held að Jeltsín verði lengi minnst sem eins eftirminnilegasta þjóðarleiðtogans á 10. áratug síðustu aldar.
Thatcher: Án Jeltsíns væru Rússar enn í greipum kommúnismans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Held að þetta sé rétt metið hjá þér og hann er einn af eftirminnilegri heimsleiðtogum 20. aldarinnar þrátt fyrir það sem úrskeiðis fór. Ég rakst reyndar á klausu á vef Aljazeera fréttastöðinni þar sem haft var eftir fréttaritara þeirra í Moskvu eftirfarandi
"People have been very keen to forget the memory of the 1990s ... they haven't paid a lot of thought or attention to what had become of Boris Yeltsin and as a result I don't think there will be waves of sympathy and grief through the Russian public."
Þetta getur sagt manni að svona fyrst í stað verði hans frekar minnst fyrir jákvæða þætti stjórnarsetu sinnar á vesturlöndum heldur en heima fyrir.
Ragnar Bjarnason, 23.4.2007 kl. 18:57
Ætli Jeltsíns verði nú ekki helst minnst fyrir einkavinavæðinguna, þar sem hann útdeildi ríkisfyrirtækjum og þjórðareignum til vina og kunningja. Svona svipað og búið er að gera hér hjá okkur.
Þórir Kjartansson, 23.4.2007 kl. 20:23
Gamlir kommúnistar gráta líklega nútímann þurrum tárum. Ef þeir þá lifa hann.
Hlynur Þór Magnússon, 24.4.2007 kl. 00:10
vill engin af ykkur vinstraliði viðurkenna að hann braut leiðina til lýðræðis í austantjaldslöndunum? þótt hann hafi verið blautur, þá er hann maðurinn sem opnaði austurveginn til vesturs, svo við skulum minnast hans sem góða gaursins,
Haukur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 02:37
sumir frjósa í æskunni og halda að allt hafi verið gott í gamla daga,og er árni bergmann gott dæmi um það, vill hafa gamla sovét kerfið hér áfram. en væri gaman að vita hvað hann kýs, nei nei bara að djóka, flestir hér vita um hans sovetskuhugsanir, er samt hugsi að til sé svona þenkjandi fólk hér í alsnægtunum, en eins og var einu sinni sagt; fólk er fifl
Haukur Kristinsson, 24.4.2007 kl. 03:01
Það er furðulegt þetta vinstralið, það flokkar harðstjóra í góða og vonda harðstjóra. Góðir harðstjórar í þeirra eigum (harðstjórar/einræðisherrar sem vinstrimenn hafa velþóknun á) eru þessir:
Vondir harðstjórar eru í augum vinstrimanna harðstjórar sem eru hallir undir Vesturlönd og þá sérstaklega Bandaríkin, en þeir eru:
Einnig fyrirlíta vinstrimenn leiðtoga eins og Reagan, Thatcher, Yeltsin, Bush, svo nokkur dæmi séu nefnd, en hugsa með velþóknun til leiðtoga eins og Carter, Clinton, Schröder, Zapatero á Spáni, svo einhverjir séu nefndir.
Örninn (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 10:38
Ég tek ekki til mín þegar talað er um vinstra lið. En byrjunin lýðræðisþróuninni var ekki frá Jeltsín komin, heldur byrjaði hrun kommúnismans í Póllandi. Einnig væri staðan í Rússlandi örugglega önnur og betri ef Gorbacev hefði fengið frið til að snúa frá kommúnismanum til lýðræðis í rólegheitum, eins og hann var augljóslega að stefna að. Hef alltaf haft það á tilfinningunni að greindarvísitala Jeltsíns hafi ekki verið uppá marga fiska.
Þórir Kjartansson, 24.4.2007 kl. 11:07
Ég held það séu nú fleiri en ég sem muna mest eftir honum greinilega ölvuðum í all mörgum fréttamyndum. Síðan var athyglisvert að Gorbatshow bar honum nú ekki vel söguna í fyrra í Háskólabíó. Þökk sé Einari Bárðarssyni að gefa okkur innsýn í mannkynssöguna svona "live".
Þorsteinn Ólafur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.