23.4.2007 | 15:09
VG dagsins
Ögmundur Jónasson sér greinilega aðeins tvo möguleika á ríkisstjórnarmyndun í spilunum eftir kosningar: 1. Kaffibandalagið sem nýtur 3,9% fylgis þjóðarinnar. 2. Samstjórn VG og Sjálfstæðisflokksins. Af hverju dreg ég þá ályktun? Þessum orðum verðandi bankamálaráðherra VG í svari við lesendabréfi á heimasíðu sinni:
Hvað Framsókn varðar finnst mér að fólk eigi að halda áfram að vera góðhjartað. Mesta náð og líkn sem ég get hugsað mér Framsóknarflokknum til handa er að kjósendur sameinist um að leggja þann flokk til hinstu hvílu. Í því væri fólgin mikil miskunnsemi. Kv. Ögmundur
Ögmundur vinnur greinilega markvisst gegn því að möguleikar myndist á samræðum milli VG og Framsóknarflokksins um ríkisstjórnarmyndun að loknum kosningum. Mér finnst það ágætt, enda held ég að framsóknarmenn mundu ekki - fyrr að öðrum kostum fullreyndum - nema það væri stjórnarkreppa í landinu íhuga í alvöru að bera ábyrgð á því að færa VG þau völd sem felast í ríkisstjórnarsetu.
Kolbrún Halldórsdóttir skrifar grein í Moggann í framhaldi af grein Guðjóns Ólafs Jónssonar um daginn þar sem hann vakti athygli á því að á fundi með stúdentaráði hefði hún talið það koma til greina að leysa húsnæðismál stúdenta í Reykjavík með því að þeir flyttust í tómar íbúðir á varnarsvæðinu. Kolbrún mótmælir því að hafa sagt þetta en þegar ég les greinina get ég samt ekki fengið annað út en að Guðjón hafi sagt satt og rétt frá. Eða hvernig á að túlka þessi orð Kolbrúnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Tenglar
Bloggarar
- Björn Ingi
- Freedom Fries
- Denni
- Andrés J
- Jakob
- Helga Sigrún
- Axel
- Arna
- Tómas
- Friðjón
- Davíð Logi
- Eygló Harðar
- Guðmundur
- Sigmar
- Eiríkur Bergmann
- Ómar
- Hallur
- Stefán Fr.
- Ragnar B
- Aðalheiður
- Magnús
- Valdimar
- Bjarni Harðar
- Gísli Freyr
Fleiri bloggarar
- Sveinn Hjörtur
- Bæjarstjórinn
- Egill
- Óli Björn
- Össur
- Helga Vala
- Helgi
- Andrés M
- Sæunn
- Jón Axel
- Fanný
- Snorri
- Stefán Pálsson
- Valgerður
- Hrannar B
- Baddi
Og fleiri
Enn fleiri bloggarar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það gefst væntanlega nægur tími til að vísa þessu á bug, kenna útúrsnúningum um, svara ekki svona dylgjum og vísa til breyttra forsenda þegar það er búið að telja upp úr kössunum. Það væri alla vega ekki í fyrsta skipti...
Daði Ingólfsson, 23.4.2007 kl. 15:39
Þetta er mjög rökrétt ályktun hjá Ögmundi og vitað er fjöldi kjósenda eru sama sinnis.
Ég veit ekki hvernig þú færð það út, Pétur, að Ögmundur sé að gæla við ríkisstjórnarsamstarf VG og Sjálfstæðisflokksins, þó hann leggi til að kjósendur líkni Framsóknarmaddömunni með því að legja hana til hinstu hvílu. Það er ekki eins og hann hvetja þjóðina til að lengja dauðastríð þeirrar gömlu, með tilheyrandi kvölum, og dysja hana síðan utangarðs eins og sjálfdauða skepnu.
En vonandi ertu sannspár með að Ögmundur verði næsti bankamálaráðherra Íslands, og ég get hughreyst þig með þeirri staðreynd að hann getur varla orðið lakari en mannvitsbrekkan Valgerður Sverrisdóttir í því embætti.
Jóhannes Ragnarsson, 23.4.2007 kl. 18:20
Vonandi verður Ögmundi sem og flestum fyrrum kjósenda framsóknarflokksins að ósk sinni að sú gamla verði lögð til hinstu hvílu 12. maí. Mig furðar að fólk skuli vera undrandi á því að staða hennar skuli vera sem raun ber vitni. Athuga verður að þessir menn voru ráðnir í tímabundna vinnu við ákveðið verkefni sem þeir lofuðu að inna af hendi í aðdraganda síðustu kosninga. Það hafa þeir enganveginn staðið við nema 12.000 störfin sem unnin eru af innfluttum þrælum í dag. Að sjálfsögðu sameinastþjóðin í jarðaförinni um fardaga.
Þórbergur Torfason (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.