hux

Hættir Tony Blair 9. maí?

Tony Blair mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands þann 9. maí næstkomandi, að því fullyrt er í breska blaðinu Sunday Mail í dag og haft þar eftir ónafngreindum þingmanni Verkamannaflokksins. Ég hef ekki séð þessa dagsetningu nefnda fyrr. Nánar hér og í þessari frétt Raw Story.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Ég hef ekki heyrt þessa dagsetningu heldur fyrr en BBC hefur sagt að Blair muni hætta fljótlega eftir kosningarnar 3.maí samkvæmt sínum heimildum.

Ragnar Bjarnason, 22.4.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tony Blair á sér nú það eina lykilmarkmið að vera við völd þann 2 maí nk en þá hefur hann verið við völd í áratug. Það hefur verið lengi í umræðunni að hann hætti fljótlega eftir það, en héraðskosningar verða 3. maí, t.d. á Skotlandi. 10. maí hefur verið nokkuð í umræðunni líka. Skrifaði pistil um þetta fyrir nokkrum dögum. Hinsvegar er ljóst að afsögnin markar ekki strax endalokin, enda verður leiðtogakjör fyrst að eiga sér stað innan Verkamannaflokksins áður en Blair yfirgefur Downingstræti 10.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.4.2007 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband